Segir takmarkanir aldraðra brot á mannréttindum: „Neitum að vera á síðasta söludegi“ Jóhann K. Jóhannsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 14. október 2017 21:08 Formaður landssambands eldri borgara segir takmarkanir sem aldraðir verða fyrir vegna aldurs vera brot á mannréttindum. Eldri borgarar gera þá kröfu til þingmanna að loknum kosningum að frítekjumarkið verði hækkað svo aldraðir festist ekki í fátæktargildrum. Þeir sem komnir eru á eftirlaunaaldur á Íslandi eru um 40 þúsund talsins og fer óðum fjölgandi. Í tilkynningu frá samtökum eldri borgara telja þeir sig að ýmsu leyti afskipta í því meinta góðæri sem nú ríkir. Hagsmunasamtök eldri borgara boðuðu til samstöðufundar í Háskóalbíó í dag þar sem fulltrúar stjórnmálaflokkanna sem bjóða fram í komandi Alþingiskosningum sátu fyrir svörum. „Eldri borgurum þessa lands líður ekki mjög vel og þeir vilja láta af sér fyrir þessar Alþingiskosningar að það er breytinga þörf á högum þeirra,“ sagði Viðar Eggertsson, verkefnisstjóri hjá Gráa hernum, í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í dag.Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, í Háskólabíó í dag.Vísir/SkjáskotTakmarkanir vegna aldurs mannréttindabrotUrgur hefur verið í hópi eldri borgara frá því að ný lög um frítekjumark tóku gildi um síðustu áramót en lögin lækkuðu frítekjumark aldraðra úr 109 þúsund krónum á mánuði niður í 25 þúsund. Einungis vegna þessara breytinga hafa margir látið af störfum þrátt fyrir a vera tilbúnir til frekari atvinnuþátttöku. Eldri borgarar gera líka þá kröfu að fá að vinna lengur. „Það eru mannréttindi að vera sjálfbær eldri borgari og takmarkanir, svo sem vegna aldurs, eru brot á mannréttindum. Heilinn hættir ekki þótt það komi einn afmælisdagur í viðbót,“ sagði Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, í ávarpi sínu í Háskólabíói í dag. „Neitum að vera á síðasta söludegi.“Loforð eru loforð„Það að fólk megi vinna fyrir 25 þúsund krónur er alveg út í hött. Og það er fullkomið brot á mannréttindum,“ sagði Þórunn enn fremur í samtali við fréttastofu. „Og hin frítekjumörkin gagnvart lífeyrissjóðunum, 45 prósent, það er líka út í hött, það er verið að skemma með þessu.“Nær allir, ef ekki allir, flokkarnir sem bjóða fram til Alþingis fyrir þessar kosningar hafa sett málefni eldri borgara á sína stefnuskrá. Þurfiði að hafa einhverjar áhyggjur?„Eins og ég sagði áðan í minni ræðu: ekki setja tíu loforð á blað og standa svo við eitt þeirra. Það gengur ekki, það hefur gerst. Loforð eru loforð.“ Kosningar 2017 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Sjá meira
Formaður landssambands eldri borgara segir takmarkanir sem aldraðir verða fyrir vegna aldurs vera brot á mannréttindum. Eldri borgarar gera þá kröfu til þingmanna að loknum kosningum að frítekjumarkið verði hækkað svo aldraðir festist ekki í fátæktargildrum. Þeir sem komnir eru á eftirlaunaaldur á Íslandi eru um 40 þúsund talsins og fer óðum fjölgandi. Í tilkynningu frá samtökum eldri borgara telja þeir sig að ýmsu leyti afskipta í því meinta góðæri sem nú ríkir. Hagsmunasamtök eldri borgara boðuðu til samstöðufundar í Háskóalbíó í dag þar sem fulltrúar stjórnmálaflokkanna sem bjóða fram í komandi Alþingiskosningum sátu fyrir svörum. „Eldri borgurum þessa lands líður ekki mjög vel og þeir vilja láta af sér fyrir þessar Alþingiskosningar að það er breytinga þörf á högum þeirra,“ sagði Viðar Eggertsson, verkefnisstjóri hjá Gráa hernum, í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í dag.Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, í Háskólabíó í dag.Vísir/SkjáskotTakmarkanir vegna aldurs mannréttindabrotUrgur hefur verið í hópi eldri borgara frá því að ný lög um frítekjumark tóku gildi um síðustu áramót en lögin lækkuðu frítekjumark aldraðra úr 109 þúsund krónum á mánuði niður í 25 þúsund. Einungis vegna þessara breytinga hafa margir látið af störfum þrátt fyrir a vera tilbúnir til frekari atvinnuþátttöku. Eldri borgarar gera líka þá kröfu að fá að vinna lengur. „Það eru mannréttindi að vera sjálfbær eldri borgari og takmarkanir, svo sem vegna aldurs, eru brot á mannréttindum. Heilinn hættir ekki þótt það komi einn afmælisdagur í viðbót,“ sagði Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, í ávarpi sínu í Háskólabíói í dag. „Neitum að vera á síðasta söludegi.“Loforð eru loforð„Það að fólk megi vinna fyrir 25 þúsund krónur er alveg út í hött. Og það er fullkomið brot á mannréttindum,“ sagði Þórunn enn fremur í samtali við fréttastofu. „Og hin frítekjumörkin gagnvart lífeyrissjóðunum, 45 prósent, það er líka út í hött, það er verið að skemma með þessu.“Nær allir, ef ekki allir, flokkarnir sem bjóða fram til Alþingis fyrir þessar kosningar hafa sett málefni eldri borgara á sína stefnuskrá. Þurfiði að hafa einhverjar áhyggjur?„Eins og ég sagði áðan í minni ræðu: ekki setja tíu loforð á blað og standa svo við eitt þeirra. Það gengur ekki, það hefur gerst. Loforð eru loforð.“
Kosningar 2017 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Sjá meira