Golf

Axel stigameistari og valinn kylfingur ársins

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Axel púttar á sautjándu flöt á Íslandsmótinu í höggleik í sumar.
Axel púttar á sautjándu flöt á Íslandsmótinu í höggleik í sumar. Vísir/Andri Marinó
Axel Bóasson, kylfingur úr Keili, hampaði stigameistaratitlinum á Nordic Tour atvinnumannamótaröðinni en hann var einnig kosinn kylfingur ársins á þessari þriðju sterkustu atvinnumannamótaröð Evrópu.

Axel sem var búinn að tryggja sér þátttökurétt á Áskorendamótaröðinni, næst sterkustu mótaröð Evrópu, á næsta ári, hafnaði í öðru sæti eftir bráðabana á lokadeginum í Svíþjóð.

Er þetta í fyrsta skiptið sem íslenskur kylfingur sigrar mótaröð en Axel sigraði á tveimur mótum á tímabilinu og varð 12 sinnum á meðal 10 efstu.

Á hann enn möguleika á að komast inn á Evrópumótaröðina með góðum árangri á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina en hann tekur þátt í öðru stigi úrtökumótsins.

Haraldur Franklín Magnús úr GR endaði í 10. sæti á lokamótinu í Svíþjóð en hann endaði í 8. sæti á stigalistanum. Þurfti hann að enda meðal efstu fimm kylfinganna til að fá þátttökurétt á Áskorendamótaröðinni.

Hann á þó enn möguleika að komast á Evrópumótaröðina með góðum árangri í úrtökumótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×