Geir svarar Heimi: Fór aldrei á bak við hann Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. október 2017 09:29 Geir tók við formennsku KSÍ árið 2007 en lét af störfum fyrr á árinu. Mynd/KSÍ Geir Þorsteinsson segist ekki hafa farið á bak við Heimi Hallgrímsson þegar hann ræddi við Lars Lagerbäck um áframhaldandi störf fyrir KSÍ, eins og fram kom í viðtali við Heimi sem birtist í DV á föstudaginn. Þetta segir Geir í tilkynningu sem hann sendi mbl.is. Þar segir Geir, fyrrverandi formaður KSÍ og núverandi heiðursformaður, að hann hafi alltaf komið fram af heiðarleika. Ekkert hafi staðið í samningum Heimis um það að sambandið mætti ekki ræða við Lars Lagerbäck um áframhaldandi störf, og að viðræður sambandsins við Lars hafi verið á obinberum vettvangi.Sjá einnig: KSÍ fór á bak við Heimi sem hefði íhugað að hætta hefði Lars verið áframHeimir sagði hins vegar að í samningi sínum hafi staðið að hann myndi taka við stjórn landsliðsins eftir Evrópumótið í Frakklandi, og því hefði KSÍ brotið samninginn þegar sambandið ræddi við Lars um áhuga hans á því að halda áfram með liðið.Pistill Geirs hljóðaði svona:„Ísland er komið á HM. Til hamingju leikmenn, þjálfarar og allir sem lögðu hönd á plóg sem eru ófáir. Sannarlega glæsilegt afrek hjá ykkur í heimi knattspyrnunnar. Ég lít stoltur til baka og minnist þess þegar ég hafði samband við Heimi Hallgrímsson knattspyrnuþjálfara og bauð honum að koma til starfa fyrir KSÍ. Þá hafði enginn – ég ítreka enginn – stungið upp á Heimi til þeirra starfa fyrir KSÍ. Ég sá að þar fór sómamaður, efnilegur og metnaðarfullur þjálfari. Í viðtali í DV segir Heimir að ég hafi farið á bakvið sig í störfum mínum fyrir KSÍ. Þetta er rangt. Í störfum mínum innan knattspyrnuhreyfingarinnar kom ég ávallt fram af heiðarleika. Hið rétta er að KSÍ samdi við Heimi um að taka við landsliðinu að lokinni úrslitakeppni EM 2016. Ekkert í þeim samningi kom í veg fyrir að ég ræddi við Lars Lagerbäck um hvort hann hefði áhuga á að halda áfram eftir úrslitakeppni EM 2016. KSÍ bar ekki að leita samþykkis Heimis en ég gerði mér fyllilega grein fyrir því hver vilji hans var enda skjalfast. Áhugi KSÍ að hafa Lars áfram í starfi kom fram á opinberum vettvangi og var öllum ljós. Aldrei kom til samningsviðræðna við Lars því hann ákvað að láta staðar numið. Ræða má ef og hefði. Ef Lars hefði viljað halda áfram, hefði KSÍ orðið að óska eftir breytingum á samningi sínum við Heimi ella greiða umsamdar bætur. Til þess kom hins vegar aldrei og KSÍ hefur í einu og öllu staðið við sinn samning við Heimi. Rétt er að Heimir var ósáttur við þessa atburðarás og tjáði mér það. Hins vegar er það svo að stjórnun KSÍ er í höndum stjórnar og ársþings. Oft er reynt að verða við óskum þjálfara landsliða en það er engu að síður stjórn KSÍ sem gætir heildarhagsmuna sambandsins. Það að Heimir hafi verið ósáttur við mín vinnubrögð í þessu máli skil ég – en ég fór að vilja KSÍ í málinu og á bakvið Heimi fór ég aldrei. Mitt ráð til hans og þeirra sem njóta nú þess mikla afreks að Ísland er komið á HM, er að koma fram af auðmýkt og þakklæti. Við stöndum nú öll á öxlum risa sem eru störf og afrek þeirra sem á undan okkur gengu í knattspyrnuhreyfingunni.“ Með vinsemd og virðingu, Geir Þorsteinsson, heiðursformaður KSÍ. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Chelsea mætir Real Betis Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira
Geir Þorsteinsson segist ekki hafa farið á bak við Heimi Hallgrímsson þegar hann ræddi við Lars Lagerbäck um áframhaldandi störf fyrir KSÍ, eins og fram kom í viðtali við Heimi sem birtist í DV á föstudaginn. Þetta segir Geir í tilkynningu sem hann sendi mbl.is. Þar segir Geir, fyrrverandi formaður KSÍ og núverandi heiðursformaður, að hann hafi alltaf komið fram af heiðarleika. Ekkert hafi staðið í samningum Heimis um það að sambandið mætti ekki ræða við Lars Lagerbäck um áframhaldandi störf, og að viðræður sambandsins við Lars hafi verið á obinberum vettvangi.Sjá einnig: KSÍ fór á bak við Heimi sem hefði íhugað að hætta hefði Lars verið áframHeimir sagði hins vegar að í samningi sínum hafi staðið að hann myndi taka við stjórn landsliðsins eftir Evrópumótið í Frakklandi, og því hefði KSÍ brotið samninginn þegar sambandið ræddi við Lars um áhuga hans á því að halda áfram með liðið.Pistill Geirs hljóðaði svona:„Ísland er komið á HM. Til hamingju leikmenn, þjálfarar og allir sem lögðu hönd á plóg sem eru ófáir. Sannarlega glæsilegt afrek hjá ykkur í heimi knattspyrnunnar. Ég lít stoltur til baka og minnist þess þegar ég hafði samband við Heimi Hallgrímsson knattspyrnuþjálfara og bauð honum að koma til starfa fyrir KSÍ. Þá hafði enginn – ég ítreka enginn – stungið upp á Heimi til þeirra starfa fyrir KSÍ. Ég sá að þar fór sómamaður, efnilegur og metnaðarfullur þjálfari. Í viðtali í DV segir Heimir að ég hafi farið á bakvið sig í störfum mínum fyrir KSÍ. Þetta er rangt. Í störfum mínum innan knattspyrnuhreyfingarinnar kom ég ávallt fram af heiðarleika. Hið rétta er að KSÍ samdi við Heimi um að taka við landsliðinu að lokinni úrslitakeppni EM 2016. Ekkert í þeim samningi kom í veg fyrir að ég ræddi við Lars Lagerbäck um hvort hann hefði áhuga á að halda áfram eftir úrslitakeppni EM 2016. KSÍ bar ekki að leita samþykkis Heimis en ég gerði mér fyllilega grein fyrir því hver vilji hans var enda skjalfast. Áhugi KSÍ að hafa Lars áfram í starfi kom fram á opinberum vettvangi og var öllum ljós. Aldrei kom til samningsviðræðna við Lars því hann ákvað að láta staðar numið. Ræða má ef og hefði. Ef Lars hefði viljað halda áfram, hefði KSÍ orðið að óska eftir breytingum á samningi sínum við Heimi ella greiða umsamdar bætur. Til þess kom hins vegar aldrei og KSÍ hefur í einu og öllu staðið við sinn samning við Heimi. Rétt er að Heimir var ósáttur við þessa atburðarás og tjáði mér það. Hins vegar er það svo að stjórnun KSÍ er í höndum stjórnar og ársþings. Oft er reynt að verða við óskum þjálfara landsliða en það er engu að síður stjórn KSÍ sem gætir heildarhagsmuna sambandsins. Það að Heimir hafi verið ósáttur við mín vinnubrögð í þessu máli skil ég – en ég fór að vilja KSÍ í málinu og á bakvið Heimi fór ég aldrei. Mitt ráð til hans og þeirra sem njóta nú þess mikla afreks að Ísland er komið á HM, er að koma fram af auðmýkt og þakklæti. Við stöndum nú öll á öxlum risa sem eru störf og afrek þeirra sem á undan okkur gengu í knattspyrnuhreyfingunni.“ Með vinsemd og virðingu, Geir Þorsteinsson, heiðursformaður KSÍ.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Chelsea mætir Real Betis Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira