Handbolti

Fjögur íslensk mörk í tapi gegn PSG

Arnór Atlason í leik með Íslandi
Arnór Atlason í leik með Íslandi Vísir/getty

Arnór Atlason, Janus Daði Smárason og félagar í Aalborg áttu litla möguleika gegn stórstjörnuliði PSG í Meistaradeild Evrópu í handbolta en PSG leiddi frá fyrstu mínútu í leiknum og vann að lokum 33-26 sigur.



Danska félagið náði að halda í við frönsku meistarana á fyrstu mínútunum og jöfnuðu metin í 4-4 en PSG lauk fyrri hálfleik á 14-7 kafla og tók sjö marka forskot inn í hálfleikinn.



Forskotið var aldrei í hættu í seinni hálfleik, næst komst danska félagið þegar þeir minnkuðu muninn í fimm mörk í 24-29 en PSG setti þá aftur í gír og bætti við.



Arnór var með þrjú mörk í leiknum, þar af síðasta mark leiksins en Janus Daði komst á blað með eitt mark þegar hann minnkaði muninn í 6-8 snemma leiks.



PSG er í efsta sæti B-riðilsins með átta stig en gæti misst Vezsprem fram úr sér þegar þeir mæta Vive Kielce seinna í dag. Aalborg situr í sjöunda sæti riðilsins með aðeins tvö stig að fimm umferðum loknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×