Segir Miðflokkinn geta sýnt fram á það fyrir kosningar hvernig efna eigi kosningaloforðin Jóhann K. Jóhannsson skrifar 15. október 2017 19:00 Miðflokkurinn kynnti helstu stefnumál sín fyrir komandi alþingiskosningar nú síðdegis í dag. Formaður flokksins vill ráðast í víðtækar kerfisbreytingar komist flokkurinn til valda og segist geta sýnt fram á það, fyrir kosningar hvernig efna eigi kosningaloforðin. Helstu stefnumál Miðflokksins fyrir komandi alþingiskosningar eru heildar endurskipulagning fjármálakerfisins, málefni atvinnulífsins og nýsköpunar, menntunar og vísinda. Endurskipulagning heilbrigðiskerfisins og réttindi eldri borgara. Að því við bættu ætlar flokkurinn að beita sér í byggðamálum og gera landið að einni heild á mörgum sviðum í stjórnkerfinu. Getur flokkurinn sýnt fram á það fyrir kosningar hvernig koma á þessum verkefnum í framkvæmd?„Já, þessi verkefni sem ég kynnti í dag, var ekki tæmandi, en verkefnin sem ég kynnti í dag eiga það öll sammerkt að snúast um kerfisbreytingar. Til dæmis heilbrigðismálin, þetta snýst ekki bara um hversu miklir peningar fara inn í þau, þessa snýst um að kerfið virki sem best og að við fáum sem mest fyrir fjármagnið og varðandi endurskipulagningu fjármálakerfisins, að þá er alveg einstakt tækifæri til þess núna. Það tækifæri kemur ekki aftur. Og þá er kannski það besta við það að ríkisstjórnin skildi fara frá og að við fengum kosningar á þessum tíma þá gafst tækifæri til þess að fylgja því eftir,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Sigmundur áréttar á Miðflokkurinn sé róttækur umbótaflokkur sem sé tilbúinn til þess að fara nýjar leiðir... „Markmiðin okkar eru ófrávíkjanleg en leiðirnar, við getum skoðað þær ef aðrir eru með betri hugmyndir,“ segir Sigmundur.Getur þú mátað þig við annan flokk til samstarfs?„Ég ætla ekki að útiloka neinn fyrirfram. Ég er aðeins búinn að skoða hvað hinir flokkarnir hafa upp á að bjóða og margt af því er svona hæfilega óskýrt hjá þeim til þess að maður geti vonast til þess að lagi sig bara að okkur,“ segir Sigmundur. Í nýjustu skoðanakönnun Félagsvísingastofnunnar mælist flokkurinn með 6,4% fylgi og lækkar um 3% frá því fyrir viku. „Nokkurn veginn á sama tíma vorum við með frá 9,5 og upp í 10,7% hjá þremur fyrirtækjum. Félagsvísindastofnun skar sig aðeins úr en það er ekki í fyrsta skipti sem það gerist hjá þeim,“ segir Sigmundur.Á flokkurinn eftir að bæta frekar í á næstu tveimur vikum?„Ég vona það. Við þurfum að hafa sæmilega sterkt umboð ef við ætlum að ná að koma þessum málum áleiðis í hugsanlegri stjórnarmyndun,“ segir Sigmundur. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð segir stefnumál flokkanna að mörgu leyti keimlík Miðflokkurinn, stjórnmálaafl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, mun kynna stefnumál sín fyrir komandi alþingiskosningar klukkan þrjú í dag. 15. október 2017 13:36 Í beinni: Miðflokkurinn kynnir kosningastefnu sína Kosningastefna Miðflokksins kynnt á fundi í Rúgbrauðsgerðinni. 15. október 2017 15:02 Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Miðflokkurinn kynnti helstu stefnumál sín fyrir komandi alþingiskosningar nú síðdegis í dag. Formaður flokksins vill ráðast í víðtækar kerfisbreytingar komist flokkurinn til valda og segist geta sýnt fram á það, fyrir kosningar hvernig efna eigi kosningaloforðin. Helstu stefnumál Miðflokksins fyrir komandi alþingiskosningar eru heildar endurskipulagning fjármálakerfisins, málefni atvinnulífsins og nýsköpunar, menntunar og vísinda. Endurskipulagning heilbrigðiskerfisins og réttindi eldri borgara. Að því við bættu ætlar flokkurinn að beita sér í byggðamálum og gera landið að einni heild á mörgum sviðum í stjórnkerfinu. Getur flokkurinn sýnt fram á það fyrir kosningar hvernig koma á þessum verkefnum í framkvæmd?„Já, þessi verkefni sem ég kynnti í dag, var ekki tæmandi, en verkefnin sem ég kynnti í dag eiga það öll sammerkt að snúast um kerfisbreytingar. Til dæmis heilbrigðismálin, þetta snýst ekki bara um hversu miklir peningar fara inn í þau, þessa snýst um að kerfið virki sem best og að við fáum sem mest fyrir fjármagnið og varðandi endurskipulagningu fjármálakerfisins, að þá er alveg einstakt tækifæri til þess núna. Það tækifæri kemur ekki aftur. Og þá er kannski það besta við það að ríkisstjórnin skildi fara frá og að við fengum kosningar á þessum tíma þá gafst tækifæri til þess að fylgja því eftir,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Sigmundur áréttar á Miðflokkurinn sé róttækur umbótaflokkur sem sé tilbúinn til þess að fara nýjar leiðir... „Markmiðin okkar eru ófrávíkjanleg en leiðirnar, við getum skoðað þær ef aðrir eru með betri hugmyndir,“ segir Sigmundur.Getur þú mátað þig við annan flokk til samstarfs?„Ég ætla ekki að útiloka neinn fyrirfram. Ég er aðeins búinn að skoða hvað hinir flokkarnir hafa upp á að bjóða og margt af því er svona hæfilega óskýrt hjá þeim til þess að maður geti vonast til þess að lagi sig bara að okkur,“ segir Sigmundur. Í nýjustu skoðanakönnun Félagsvísingastofnunnar mælist flokkurinn með 6,4% fylgi og lækkar um 3% frá því fyrir viku. „Nokkurn veginn á sama tíma vorum við með frá 9,5 og upp í 10,7% hjá þremur fyrirtækjum. Félagsvísindastofnun skar sig aðeins úr en það er ekki í fyrsta skipti sem það gerist hjá þeim,“ segir Sigmundur.Á flokkurinn eftir að bæta frekar í á næstu tveimur vikum?„Ég vona það. Við þurfum að hafa sæmilega sterkt umboð ef við ætlum að ná að koma þessum málum áleiðis í hugsanlegri stjórnarmyndun,“ segir Sigmundur.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð segir stefnumál flokkanna að mörgu leyti keimlík Miðflokkurinn, stjórnmálaafl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, mun kynna stefnumál sín fyrir komandi alþingiskosningar klukkan þrjú í dag. 15. október 2017 13:36 Í beinni: Miðflokkurinn kynnir kosningastefnu sína Kosningastefna Miðflokksins kynnt á fundi í Rúgbrauðsgerðinni. 15. október 2017 15:02 Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Sigmundur Davíð segir stefnumál flokkanna að mörgu leyti keimlík Miðflokkurinn, stjórnmálaafl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, mun kynna stefnumál sín fyrir komandi alþingiskosningar klukkan þrjú í dag. 15. október 2017 13:36
Í beinni: Miðflokkurinn kynnir kosningastefnu sína Kosningastefna Miðflokksins kynnt á fundi í Rúgbrauðsgerðinni. 15. október 2017 15:02
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent