Segir Miðflokkinn geta sýnt fram á það fyrir kosningar hvernig efna eigi kosningaloforðin Jóhann K. Jóhannsson skrifar 15. október 2017 19:00 Miðflokkurinn kynnti helstu stefnumál sín fyrir komandi alþingiskosningar nú síðdegis í dag. Formaður flokksins vill ráðast í víðtækar kerfisbreytingar komist flokkurinn til valda og segist geta sýnt fram á það, fyrir kosningar hvernig efna eigi kosningaloforðin. Helstu stefnumál Miðflokksins fyrir komandi alþingiskosningar eru heildar endurskipulagning fjármálakerfisins, málefni atvinnulífsins og nýsköpunar, menntunar og vísinda. Endurskipulagning heilbrigðiskerfisins og réttindi eldri borgara. Að því við bættu ætlar flokkurinn að beita sér í byggðamálum og gera landið að einni heild á mörgum sviðum í stjórnkerfinu. Getur flokkurinn sýnt fram á það fyrir kosningar hvernig koma á þessum verkefnum í framkvæmd?„Já, þessi verkefni sem ég kynnti í dag, var ekki tæmandi, en verkefnin sem ég kynnti í dag eiga það öll sammerkt að snúast um kerfisbreytingar. Til dæmis heilbrigðismálin, þetta snýst ekki bara um hversu miklir peningar fara inn í þau, þessa snýst um að kerfið virki sem best og að við fáum sem mest fyrir fjármagnið og varðandi endurskipulagningu fjármálakerfisins, að þá er alveg einstakt tækifæri til þess núna. Það tækifæri kemur ekki aftur. Og þá er kannski það besta við það að ríkisstjórnin skildi fara frá og að við fengum kosningar á þessum tíma þá gafst tækifæri til þess að fylgja því eftir,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Sigmundur áréttar á Miðflokkurinn sé róttækur umbótaflokkur sem sé tilbúinn til þess að fara nýjar leiðir... „Markmiðin okkar eru ófrávíkjanleg en leiðirnar, við getum skoðað þær ef aðrir eru með betri hugmyndir,“ segir Sigmundur.Getur þú mátað þig við annan flokk til samstarfs?„Ég ætla ekki að útiloka neinn fyrirfram. Ég er aðeins búinn að skoða hvað hinir flokkarnir hafa upp á að bjóða og margt af því er svona hæfilega óskýrt hjá þeim til þess að maður geti vonast til þess að lagi sig bara að okkur,“ segir Sigmundur. Í nýjustu skoðanakönnun Félagsvísingastofnunnar mælist flokkurinn með 6,4% fylgi og lækkar um 3% frá því fyrir viku. „Nokkurn veginn á sama tíma vorum við með frá 9,5 og upp í 10,7% hjá þremur fyrirtækjum. Félagsvísindastofnun skar sig aðeins úr en það er ekki í fyrsta skipti sem það gerist hjá þeim,“ segir Sigmundur.Á flokkurinn eftir að bæta frekar í á næstu tveimur vikum?„Ég vona það. Við þurfum að hafa sæmilega sterkt umboð ef við ætlum að ná að koma þessum málum áleiðis í hugsanlegri stjórnarmyndun,“ segir Sigmundur. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð segir stefnumál flokkanna að mörgu leyti keimlík Miðflokkurinn, stjórnmálaafl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, mun kynna stefnumál sín fyrir komandi alþingiskosningar klukkan þrjú í dag. 15. október 2017 13:36 Í beinni: Miðflokkurinn kynnir kosningastefnu sína Kosningastefna Miðflokksins kynnt á fundi í Rúgbrauðsgerðinni. 15. október 2017 15:02 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Sjá meira
Miðflokkurinn kynnti helstu stefnumál sín fyrir komandi alþingiskosningar nú síðdegis í dag. Formaður flokksins vill ráðast í víðtækar kerfisbreytingar komist flokkurinn til valda og segist geta sýnt fram á það, fyrir kosningar hvernig efna eigi kosningaloforðin. Helstu stefnumál Miðflokksins fyrir komandi alþingiskosningar eru heildar endurskipulagning fjármálakerfisins, málefni atvinnulífsins og nýsköpunar, menntunar og vísinda. Endurskipulagning heilbrigðiskerfisins og réttindi eldri borgara. Að því við bættu ætlar flokkurinn að beita sér í byggðamálum og gera landið að einni heild á mörgum sviðum í stjórnkerfinu. Getur flokkurinn sýnt fram á það fyrir kosningar hvernig koma á þessum verkefnum í framkvæmd?„Já, þessi verkefni sem ég kynnti í dag, var ekki tæmandi, en verkefnin sem ég kynnti í dag eiga það öll sammerkt að snúast um kerfisbreytingar. Til dæmis heilbrigðismálin, þetta snýst ekki bara um hversu miklir peningar fara inn í þau, þessa snýst um að kerfið virki sem best og að við fáum sem mest fyrir fjármagnið og varðandi endurskipulagningu fjármálakerfisins, að þá er alveg einstakt tækifæri til þess núna. Það tækifæri kemur ekki aftur. Og þá er kannski það besta við það að ríkisstjórnin skildi fara frá og að við fengum kosningar á þessum tíma þá gafst tækifæri til þess að fylgja því eftir,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Sigmundur áréttar á Miðflokkurinn sé róttækur umbótaflokkur sem sé tilbúinn til þess að fara nýjar leiðir... „Markmiðin okkar eru ófrávíkjanleg en leiðirnar, við getum skoðað þær ef aðrir eru með betri hugmyndir,“ segir Sigmundur.Getur þú mátað þig við annan flokk til samstarfs?„Ég ætla ekki að útiloka neinn fyrirfram. Ég er aðeins búinn að skoða hvað hinir flokkarnir hafa upp á að bjóða og margt af því er svona hæfilega óskýrt hjá þeim til þess að maður geti vonast til þess að lagi sig bara að okkur,“ segir Sigmundur. Í nýjustu skoðanakönnun Félagsvísingastofnunnar mælist flokkurinn með 6,4% fylgi og lækkar um 3% frá því fyrir viku. „Nokkurn veginn á sama tíma vorum við með frá 9,5 og upp í 10,7% hjá þremur fyrirtækjum. Félagsvísindastofnun skar sig aðeins úr en það er ekki í fyrsta skipti sem það gerist hjá þeim,“ segir Sigmundur.Á flokkurinn eftir að bæta frekar í á næstu tveimur vikum?„Ég vona það. Við þurfum að hafa sæmilega sterkt umboð ef við ætlum að ná að koma þessum málum áleiðis í hugsanlegri stjórnarmyndun,“ segir Sigmundur.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð segir stefnumál flokkanna að mörgu leyti keimlík Miðflokkurinn, stjórnmálaafl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, mun kynna stefnumál sín fyrir komandi alþingiskosningar klukkan þrjú í dag. 15. október 2017 13:36 Í beinni: Miðflokkurinn kynnir kosningastefnu sína Kosningastefna Miðflokksins kynnt á fundi í Rúgbrauðsgerðinni. 15. október 2017 15:02 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Sjá meira
Sigmundur Davíð segir stefnumál flokkanna að mörgu leyti keimlík Miðflokkurinn, stjórnmálaafl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, mun kynna stefnumál sín fyrir komandi alþingiskosningar klukkan þrjú í dag. 15. október 2017 13:36
Í beinni: Miðflokkurinn kynnir kosningastefnu sína Kosningastefna Miðflokksins kynnt á fundi í Rúgbrauðsgerðinni. 15. október 2017 15:02