Handbolti

„Sagosen er besti leikmaður heims í augnablikinu“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sander Sagosen gekk í raðir PSG fyrir tímabilið.
Sander Sagosen gekk í raðir PSG fyrir tímabilið. vísir/getty
Sander Sagosen er besti leikmaður heims í augnablikinu. Þetta segir Jan Larsen, íþróttastjóri Aalborg Håndbold.

Sagosen skoraði fjögur mörk þegar Paris Saint-Germain bar sigurorð af Aalborg, 26-33, í Meistaradeild Evrópu í gær.

Sagosen mætti þarna sínum gömlu félögum en hann lék með Aalborg á árunum 2014-17. Á síðasta tímabili varð hann danskur meistari með Aalborg. Þjálfari liðsins er Aron Kristjánsson og með því leika íslensku landsliðsmennirnir Arnór Atlason og Janus Daði Smárason.

„Að mínu mati er Sander besti handboltamaður heims í augnablikinu. Ég hef hrifist af því hvernig hann hefur komið inn í lið PSG,“ sagði Larsen um norska undrabarnið.

PSG er í 2. sæti B-riðils Meistaradeildarinnar með átta stig. Aalborg er hins vegar í áttunda og neðsta sæti riðilsins með tvö stig.


Tengdar fréttir

Fjögur íslensk mörk í tapi gegn PSG

Janus Daði og Arnór komust báðir á blað í sjö marka tapi Aalborg gegn PSG í Meistaradeild Evrópu í handbolta í dag en danska liðið var allan tímann í eltingarleik gegn franska stórstjörnuliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×