Myllumerkið Me Too tekur yfir samfélagsmiðla: „Sannast enn og aftur hversu stórt samfélagslegt vandamál kynferðisofbeldi er“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 16. október 2017 13:04 Frá Druslugöngunni í sumar. Vísir/Laufey Elíasdóttir Fjölmargar konur, íslenskar og erlendar, hafa síðasta sólarhringinn stigið fram og sagt frá kynferðislegu áreiti sem þær hafa orðið fyrir í gegnum tíðina undir myllumerkinu #MeToo, eða „Ég líka.“ Talskona Druslugöngunnar segir að kynferðisofbeldi sé umfangsmikið og rótgróið samfélagsvandamál, og að nú sé tækifæri fyrir ráðamenn til að bregðast við. Það má segja að umfjöllun um kynferðisbrot kvikymndaframleiðandans Harvey Weinstein hafi komið af stað bylgju, en með myllumerkinu ég vísað í að þolendur Weinstein séu ekki einir, fjömargir hafi svipaðar sögur að segja og að kynferðisofbeldi sé algengara en flestir geri sér grein fyrir. Bandaríska leikkonan Rose McGowan starfaði með Weinstein en hún steig fram í vikunni og sagði hann hafa nauðgað sér. Í kjölfarið skrifaði leikkonan Alyssa Milano, sem lék á móti McGowan í sjónvarpsþáttunum Charmed, pistil á Twitter þar sem hún hvatti alla þá sem hafa orðið fyrir kynferðisáreiti til að tjá sig undir myllumerkinu #ég líka. Yfir þrjátíu þúsund manns hafa nú gert það.Lilja Kristjánsdóttir er talskona Druslugöngunnar.Rótgróið og umfangsmikið vandamál Þá opnaði tónlistarkonan Björk sig um málið á Facebook um helgina þar sem hún sagði vandamálið hafa verið viðloðandi kvikmyndagerð um árabil og sagði danska leikstjórann Lars Von Trier hafa áreitt sig kynferðislega við tökur á myndinni Dancer in the Dark. Íslenskar konur hafa látið sig málefnið varða en sjónvarpskonan Telma Tómasson skrifar pistil í Fréttablaðið í dag þar sem hún tjáir sig áreitni þriggja manna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður pírata, og Margrét Gauja Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi eru á meðal þeirra sem hafa tjáð sig svipaða reynslu í dag. Lilja Kristjánsdóttir, talskona Druslugöngunnar, segir vandamálið rótgróið og umfangsmikið. „Hollywood er í rauninni að ganga í gegnum svipaða byltingu og Beauty Tips-byltingin var hér 2015 og það virðist vera að við Íslendingar ætlum að taka við þessari bylgju og halda áfram. Fólk hefur fengið nóg af þessari kynferðislegu áreitni og ofbeldi sem hefur viðgengist og verið afsakað svo lengi. Með þessari bylgju af konum og mönnum að segja frá reynslu sinni sannast enn og aftur hversu stórt samfélagsvandamál kynferðisofbeldi er,“ segir Lilja. Lilja segir mikilvægast að fólk átti sig á vandanum og að stjórnvöld og ráðamenn grípi til aðgerða. „Þetta er náttúrlega ekki í fyrsta sinn sem fólk fær nóg en vonandi er þetta skiptið þar sem nóg er nóg og við tökum á þessum samfélagsvanda. Það er eitthvað að gerast og vonandi munu stjórnvöld og við í þessu samfélagi taka þessu alvarlega og klára þetta og gera eitthvað í þessu í þetta skiptið.“Ég held ég geti fullyrt að ALLAR konur sem ég þekki (og ég líka) hafa orðið fyrir ofbeldi eða áreitni. #MeToo— Dagny Aradottir Pind (@dagnyara) October 16, 2017 Þekki enga konu sem ekki hefur verið áreitt. Já, þetta er svona. Og þarf að breytast. #MeToo— Birna Anna (@birnaanna) October 16, 2017 #metooNúna seinast á laugardaginn þegar kríp áreitti mig þegar ég var ein með barnið mitt í lest. ÖMURLEGT— Anna Margrét (@adhdkisan) October 16, 2017 MeToo Tengdar fréttir Telma segir frá áreitni þriggja manna "Þjóð veit þá þrír vita,“ hvíslaði virtur kennari og vinur þegar hann ítrekað leitaði á mig 17 eða 18 ára gamla og vildi eiga "ævintýri“ sem þoldi ekki dagsljósið.“ 16. október 2017 06:00 Þórhildur Sunna segir frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi: „Ég táraðist af sársauka“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata hvetur karlmenn til þess að tala við aðra karlmenn um samþykki og mörk. 16. október 2017 08:45 Birna Rún opnar sig: „Þetta er meira og alvarlegra en fólk gerir sér almennt grein fyrir“ Leikkonan og Edduverðlaunahafinn Birna Rún Eiríksdóttir deilir sinni reynslu af andlegu ofbeldi. 16. október 2017 11:52 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Hafi ákveðið að tvöfalda framlagið vegna prófkjörs Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Sjá meira
Fjölmargar konur, íslenskar og erlendar, hafa síðasta sólarhringinn stigið fram og sagt frá kynferðislegu áreiti sem þær hafa orðið fyrir í gegnum tíðina undir myllumerkinu #MeToo, eða „Ég líka.“ Talskona Druslugöngunnar segir að kynferðisofbeldi sé umfangsmikið og rótgróið samfélagsvandamál, og að nú sé tækifæri fyrir ráðamenn til að bregðast við. Það má segja að umfjöllun um kynferðisbrot kvikymndaframleiðandans Harvey Weinstein hafi komið af stað bylgju, en með myllumerkinu ég vísað í að þolendur Weinstein séu ekki einir, fjömargir hafi svipaðar sögur að segja og að kynferðisofbeldi sé algengara en flestir geri sér grein fyrir. Bandaríska leikkonan Rose McGowan starfaði með Weinstein en hún steig fram í vikunni og sagði hann hafa nauðgað sér. Í kjölfarið skrifaði leikkonan Alyssa Milano, sem lék á móti McGowan í sjónvarpsþáttunum Charmed, pistil á Twitter þar sem hún hvatti alla þá sem hafa orðið fyrir kynferðisáreiti til að tjá sig undir myllumerkinu #ég líka. Yfir þrjátíu þúsund manns hafa nú gert það.Lilja Kristjánsdóttir er talskona Druslugöngunnar.Rótgróið og umfangsmikið vandamál Þá opnaði tónlistarkonan Björk sig um málið á Facebook um helgina þar sem hún sagði vandamálið hafa verið viðloðandi kvikmyndagerð um árabil og sagði danska leikstjórann Lars Von Trier hafa áreitt sig kynferðislega við tökur á myndinni Dancer in the Dark. Íslenskar konur hafa látið sig málefnið varða en sjónvarpskonan Telma Tómasson skrifar pistil í Fréttablaðið í dag þar sem hún tjáir sig áreitni þriggja manna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður pírata, og Margrét Gauja Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi eru á meðal þeirra sem hafa tjáð sig svipaða reynslu í dag. Lilja Kristjánsdóttir, talskona Druslugöngunnar, segir vandamálið rótgróið og umfangsmikið. „Hollywood er í rauninni að ganga í gegnum svipaða byltingu og Beauty Tips-byltingin var hér 2015 og það virðist vera að við Íslendingar ætlum að taka við þessari bylgju og halda áfram. Fólk hefur fengið nóg af þessari kynferðislegu áreitni og ofbeldi sem hefur viðgengist og verið afsakað svo lengi. Með þessari bylgju af konum og mönnum að segja frá reynslu sinni sannast enn og aftur hversu stórt samfélagsvandamál kynferðisofbeldi er,“ segir Lilja. Lilja segir mikilvægast að fólk átti sig á vandanum og að stjórnvöld og ráðamenn grípi til aðgerða. „Þetta er náttúrlega ekki í fyrsta sinn sem fólk fær nóg en vonandi er þetta skiptið þar sem nóg er nóg og við tökum á þessum samfélagsvanda. Það er eitthvað að gerast og vonandi munu stjórnvöld og við í þessu samfélagi taka þessu alvarlega og klára þetta og gera eitthvað í þessu í þetta skiptið.“Ég held ég geti fullyrt að ALLAR konur sem ég þekki (og ég líka) hafa orðið fyrir ofbeldi eða áreitni. #MeToo— Dagny Aradottir Pind (@dagnyara) October 16, 2017 Þekki enga konu sem ekki hefur verið áreitt. Já, þetta er svona. Og þarf að breytast. #MeToo— Birna Anna (@birnaanna) October 16, 2017 #metooNúna seinast á laugardaginn þegar kríp áreitti mig þegar ég var ein með barnið mitt í lest. ÖMURLEGT— Anna Margrét (@adhdkisan) October 16, 2017
MeToo Tengdar fréttir Telma segir frá áreitni þriggja manna "Þjóð veit þá þrír vita,“ hvíslaði virtur kennari og vinur þegar hann ítrekað leitaði á mig 17 eða 18 ára gamla og vildi eiga "ævintýri“ sem þoldi ekki dagsljósið.“ 16. október 2017 06:00 Þórhildur Sunna segir frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi: „Ég táraðist af sársauka“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata hvetur karlmenn til þess að tala við aðra karlmenn um samþykki og mörk. 16. október 2017 08:45 Birna Rún opnar sig: „Þetta er meira og alvarlegra en fólk gerir sér almennt grein fyrir“ Leikkonan og Edduverðlaunahafinn Birna Rún Eiríksdóttir deilir sinni reynslu af andlegu ofbeldi. 16. október 2017 11:52 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Hafi ákveðið að tvöfalda framlagið vegna prófkjörs Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Sjá meira
Telma segir frá áreitni þriggja manna "Þjóð veit þá þrír vita,“ hvíslaði virtur kennari og vinur þegar hann ítrekað leitaði á mig 17 eða 18 ára gamla og vildi eiga "ævintýri“ sem þoldi ekki dagsljósið.“ 16. október 2017 06:00
Þórhildur Sunna segir frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi: „Ég táraðist af sársauka“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata hvetur karlmenn til þess að tala við aðra karlmenn um samþykki og mörk. 16. október 2017 08:45
Birna Rún opnar sig: „Þetta er meira og alvarlegra en fólk gerir sér almennt grein fyrir“ Leikkonan og Edduverðlaunahafinn Birna Rún Eiríksdóttir deilir sinni reynslu af andlegu ofbeldi. 16. október 2017 11:52
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent