Hótel Adam greiði starfsmanni 2,3 milljónir vegna vangoldinna launa Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 16. október 2017 16:40 Konan segir lögreglu hafa rannsakað mál sitt sem mansalsmál. Vísir/Anton Héraðsdsdómur Reykjavíkur hefur dæmt R. Guðmundsson ehf., til að greiða fyrrum starfsmanni Hótel Adam við Skólavörðustíg 2,3 milljónir vegna vangoldinna launa. Konan segir lögreglu hafa rannsakað mál sitt sem mansalsmál. Starfsmaðurinn sem um ræðir er tékknesk kona og var hún ráðin til starfa á Hótel Adam í nóvember 2015. Hún fullyrðir að hótelið sé rekið af R. Guðmundsson ehf. Vinkona hennar úti í Tékklandi þekkti eigandann sem jafnframt rekur kaffihús þar í landi í miðborg Prag. Eftir að hún hafði lýst yfir áhuga á starfi á Íslandi kom vinkona hennar á fundi með eigandanum í Prag þar sem hún var ráðin ti lstarfa á Hótel Adam. Að sögn konunnar var samið um að hún ynni hér í þrjá mánuði til að byrja með og fengi greiddar um 300.000 krónur á mánuði auk þess sem eigandinn myndi útvega henni herbergi á hótelinu til að búa í. Starfaði konan í móttöku hótelsins auk þess sem hún sinnti ræstingum í afleysingum. Aldrei var gerður skriflegur ráðningarsamningum vi ðkonuna og kveðst hún ekki hafa fengið neina launaseðla afhenta fyrr en í kjölfar þess að hún óskaði eftir launauppgjöri eftir starfslok. Konan hafi beðið að hluti launa yrði greiddur aðila í Tékklandi Að sögn eigandans var samið um að konunni yrðu greidd föst laun upp á 242 þúsund krónur á mánuði fyrir fjóra vinnudaga í viku, sjö tíma í senn sem legðist út á um það bil 126 vinnustundir í mánuði. Þá segir hann konuna hafa óskað eftir því að hluti af launum hennar yrði greiddur tilteknum aðila í Tékklandi sem hún skuldaði ákveðna upphæð. Þá hafi hún átt að greiða 80 þúsund krónur í leigu á mánuði fyrir herbergið sem henni var úthlutað. Konan hélt því hins vegar fram að hún hefði unnið allt að 253,5 tíma í einum mánuði. Í maí árið 2016 óskaði konan eftir uppgjöri á launum. Afhenti hún forsvarsmanni fyrirtækisins blað þar sem fram kom hvað hún taldi eiga inni og hvað ætti að koma til framdráttar. Illa gekk að fá svör svo að konan ákvað að hætta störfum hjá fyrirtækinu og leitað í kjölfar til lögreglunnar og ASÍ. Efling-stéttarfélag fékk málið á sitt borð og segir konan að lögreglan hafi rannsakað málið sem mansalsmál. Skilaði sundurliðuðu yfirliti yfir unnar vinnustundir Í dómi héraðsdóms segir að það sé óumdeilanlegt að eigandinn hafi ekki sinnt þeim skyldum sem hvíla á honum samkvæmt kjarasamningi um að halda saman vinnustundum starfsmanna. Ekki var rafræn skráning á vinnustundum starfsmanna eða stimpilklukka og ekki voru fylltar út vinnuskýrslur í tvíriti þar sem starfsmaður skal halda öðru eintakinu. Konan hafi hins vegar lagt fram í málinu yfirlit yfir unnar vinnustundir fyrir allt tímabilið sem hún vann hjá fyrirtækinu sundurliðað á daga. „Með vísan til alls framangreinds verður fallist á stefnukröfur málsins og stefndi dæmdur til að greiða stefnanda 2.323.553 krónur ásamt vöxtum eins og nánar greinir í dómsorði en stefndi hefur engin rökstudd mótmæli haft uppi um vaxtakröfur stefnanda,“ segir í dómnum. Auk þess þarf fyrirtækið að greið akonunni 800 þúsund krónur í málskostnað. Dómsmál Hótel Adam Reykjavík Tengdar fréttir Hótelstjórinn á Hótel Adam vildi ekki svara spurningum blaðamanns "Það er ekkert af mér að frétta,“ sagði Ragnar Guðmundsson hótelstjóri þegar blaðamaður leit við á Skólavörðustígnum í dag. 24. febrúar 2016 11:45 Kjör á AdaM Hótel langt undir lágmarkslaunum Í atvinnuauglýsingu frá AdaM Hótel sem stíluð er á Tékka er auglýst eftir starfskrafti fyrir laun undir lágmarkslaunum. 9. febrúar 2016 15:03 Lögreglan rannsakar vinnumansal á Hótel Adam Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál erlendar konu sem var haldið nauðugri í starfi á Hótel Adam. 21. maí 2016 18:00 Óhætt að drekka kranavatnið á Hótel Adam samkvæmt matvælaeftirlitinu Bráðabirgðaniðurstöður benda einnig til að vatnið sem hótelið selur á flösku sé óhætt til neyslu. 12. febrúar 2016 14:49 Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Fleiri fréttir Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Sjá meira
Héraðsdsdómur Reykjavíkur hefur dæmt R. Guðmundsson ehf., til að greiða fyrrum starfsmanni Hótel Adam við Skólavörðustíg 2,3 milljónir vegna vangoldinna launa. Konan segir lögreglu hafa rannsakað mál sitt sem mansalsmál. Starfsmaðurinn sem um ræðir er tékknesk kona og var hún ráðin til starfa á Hótel Adam í nóvember 2015. Hún fullyrðir að hótelið sé rekið af R. Guðmundsson ehf. Vinkona hennar úti í Tékklandi þekkti eigandann sem jafnframt rekur kaffihús þar í landi í miðborg Prag. Eftir að hún hafði lýst yfir áhuga á starfi á Íslandi kom vinkona hennar á fundi með eigandanum í Prag þar sem hún var ráðin ti lstarfa á Hótel Adam. Að sögn konunnar var samið um að hún ynni hér í þrjá mánuði til að byrja með og fengi greiddar um 300.000 krónur á mánuði auk þess sem eigandinn myndi útvega henni herbergi á hótelinu til að búa í. Starfaði konan í móttöku hótelsins auk þess sem hún sinnti ræstingum í afleysingum. Aldrei var gerður skriflegur ráðningarsamningum vi ðkonuna og kveðst hún ekki hafa fengið neina launaseðla afhenta fyrr en í kjölfar þess að hún óskaði eftir launauppgjöri eftir starfslok. Konan hafi beðið að hluti launa yrði greiddur aðila í Tékklandi Að sögn eigandans var samið um að konunni yrðu greidd föst laun upp á 242 þúsund krónur á mánuði fyrir fjóra vinnudaga í viku, sjö tíma í senn sem legðist út á um það bil 126 vinnustundir í mánuði. Þá segir hann konuna hafa óskað eftir því að hluti af launum hennar yrði greiddur tilteknum aðila í Tékklandi sem hún skuldaði ákveðna upphæð. Þá hafi hún átt að greiða 80 þúsund krónur í leigu á mánuði fyrir herbergið sem henni var úthlutað. Konan hélt því hins vegar fram að hún hefði unnið allt að 253,5 tíma í einum mánuði. Í maí árið 2016 óskaði konan eftir uppgjöri á launum. Afhenti hún forsvarsmanni fyrirtækisins blað þar sem fram kom hvað hún taldi eiga inni og hvað ætti að koma til framdráttar. Illa gekk að fá svör svo að konan ákvað að hætta störfum hjá fyrirtækinu og leitað í kjölfar til lögreglunnar og ASÍ. Efling-stéttarfélag fékk málið á sitt borð og segir konan að lögreglan hafi rannsakað málið sem mansalsmál. Skilaði sundurliðuðu yfirliti yfir unnar vinnustundir Í dómi héraðsdóms segir að það sé óumdeilanlegt að eigandinn hafi ekki sinnt þeim skyldum sem hvíla á honum samkvæmt kjarasamningi um að halda saman vinnustundum starfsmanna. Ekki var rafræn skráning á vinnustundum starfsmanna eða stimpilklukka og ekki voru fylltar út vinnuskýrslur í tvíriti þar sem starfsmaður skal halda öðru eintakinu. Konan hafi hins vegar lagt fram í málinu yfirlit yfir unnar vinnustundir fyrir allt tímabilið sem hún vann hjá fyrirtækinu sundurliðað á daga. „Með vísan til alls framangreinds verður fallist á stefnukröfur málsins og stefndi dæmdur til að greiða stefnanda 2.323.553 krónur ásamt vöxtum eins og nánar greinir í dómsorði en stefndi hefur engin rökstudd mótmæli haft uppi um vaxtakröfur stefnanda,“ segir í dómnum. Auk þess þarf fyrirtækið að greið akonunni 800 þúsund krónur í málskostnað.
Dómsmál Hótel Adam Reykjavík Tengdar fréttir Hótelstjórinn á Hótel Adam vildi ekki svara spurningum blaðamanns "Það er ekkert af mér að frétta,“ sagði Ragnar Guðmundsson hótelstjóri þegar blaðamaður leit við á Skólavörðustígnum í dag. 24. febrúar 2016 11:45 Kjör á AdaM Hótel langt undir lágmarkslaunum Í atvinnuauglýsingu frá AdaM Hótel sem stíluð er á Tékka er auglýst eftir starfskrafti fyrir laun undir lágmarkslaunum. 9. febrúar 2016 15:03 Lögreglan rannsakar vinnumansal á Hótel Adam Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál erlendar konu sem var haldið nauðugri í starfi á Hótel Adam. 21. maí 2016 18:00 Óhætt að drekka kranavatnið á Hótel Adam samkvæmt matvælaeftirlitinu Bráðabirgðaniðurstöður benda einnig til að vatnið sem hótelið selur á flösku sé óhætt til neyslu. 12. febrúar 2016 14:49 Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Fleiri fréttir Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Sjá meira
Hótelstjórinn á Hótel Adam vildi ekki svara spurningum blaðamanns "Það er ekkert af mér að frétta,“ sagði Ragnar Guðmundsson hótelstjóri þegar blaðamaður leit við á Skólavörðustígnum í dag. 24. febrúar 2016 11:45
Kjör á AdaM Hótel langt undir lágmarkslaunum Í atvinnuauglýsingu frá AdaM Hótel sem stíluð er á Tékka er auglýst eftir starfskrafti fyrir laun undir lágmarkslaunum. 9. febrúar 2016 15:03
Lögreglan rannsakar vinnumansal á Hótel Adam Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál erlendar konu sem var haldið nauðugri í starfi á Hótel Adam. 21. maí 2016 18:00
Óhætt að drekka kranavatnið á Hótel Adam samkvæmt matvælaeftirlitinu Bráðabirgðaniðurstöður benda einnig til að vatnið sem hótelið selur á flösku sé óhætt til neyslu. 12. febrúar 2016 14:49