Ófelía skekur Írland og neyðarástandi lýst yfir Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. október 2017 06:00 Gífurlegur öldugangur fylgdi óveðrinu frá Ófelíu. vísir/afp Tré rifnuðu upp með rótum, rafmagn fór af á írska þinginu, skólar lokuðu, stúkur knattspyrnuvalla féllu saman, varað var við flóðum og að minnsta kosti einn lét lífið þegar stormurinn Ófelía gekk yfir Írland í gær. Sterkustu vindhviður mældust rúmlega fjörutíu metrar á sekúndu. Veðurfræðingar bandarísku veðurstofunnar AccuWeather spá því að stormurinn haldi áfram yfir norðurhluta Skotlands í dag og þaðan aftur út á sjó. Lögreglan á Írlandi varaði í gær við því að stormurinn væri lífshættulegur og vegna Ófelíu var á annað hundrað þúsunda heimila án rafmagns. Írska veðurstofan tók í sama streng og lögreglan. Sendi hún frá sér yfirlýsingu þar sem varað var við eyðileggingarmætti vindhviðanna. „Þessi stormur ógnar lífi og eignum,“ sagði í yfirlýsingunni. Áður hafði Ófelía gengið á land á Asoreyjum sem þriðja stigs fellibylur. Setti hún þar með heimsmet sem sá þriðja stigs fellibylur sem hefur geisað austast á Atlantshafi. Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, og Shane Ross samgönguráðherra boðuðu til blaðamannafundar vegna hamfaranna. Ítrekaði Varadkar að almenningur ætti að halda sig innandyra. Sagði hann að jafnvel eftir að stormurinn hefði gengið yfir bæri að vara sig, meðal annars vegna fallinna trjáa og rafmagnslína sem gætu legið á jörðinni. „Ég vil að fólk átti sig á því að þetta er algjört neyðarástand,“ sagði Varadkar. Ófelía er langt frá því að vera fyrsti Atlantshafsfellibylurinn sem veldur miklu tjóni á síðustu mánuðum. Alls hafa tíu fellibyljir myndast á Atlantshafi á þessu ári og þar af fóru sex á þriðja stig eða hærra. Aldrei hafa fleiri en sjö fellibyljir á þriðja stigi eða hærra mælst á Atlantshafi, það gerðist síðast árið 2005. Fellibylurinn Maria, sem kostaði að minnsta kosti 68 lífið á eyjum Karíbahafsins og olli hundraða milljarða tjóni, mældist sterkastur. Meðalvindhraði Mariu var 78 metrar á sekúndu þegar mest var. Auk Mariu ollu Irma, Harvey, Katia og Nate miklu tjóni á Karíbahafi og við Mexíkóflóa. Kostaði Irma til að mynda að minnsta kosti 134 lífið og Harvey 63. Birtist í Fréttablaðinu Veður Tengdar fréttir Fylgjast með hitabeltisstormi sem gæti náð til Íslands Hitabeltisstormurinn Ófelía gæti náð til vestanverðrar Evrópu á næstu dögum. Íslenskur veðurfræðingur segir alltof snemmt að segja til um hvort að hann gæti náð til Íslands sem kröpp lægð. 10. október 2017 17:00 Mannskaði af völdum Ófelíu á Írlandi Kona lést og önnur slasaðist þegar tré féll á bíl þeirra á suðausturhluta Írlands. 16. október 2017 14:01 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Tré rifnuðu upp með rótum, rafmagn fór af á írska þinginu, skólar lokuðu, stúkur knattspyrnuvalla féllu saman, varað var við flóðum og að minnsta kosti einn lét lífið þegar stormurinn Ófelía gekk yfir Írland í gær. Sterkustu vindhviður mældust rúmlega fjörutíu metrar á sekúndu. Veðurfræðingar bandarísku veðurstofunnar AccuWeather spá því að stormurinn haldi áfram yfir norðurhluta Skotlands í dag og þaðan aftur út á sjó. Lögreglan á Írlandi varaði í gær við því að stormurinn væri lífshættulegur og vegna Ófelíu var á annað hundrað þúsunda heimila án rafmagns. Írska veðurstofan tók í sama streng og lögreglan. Sendi hún frá sér yfirlýsingu þar sem varað var við eyðileggingarmætti vindhviðanna. „Þessi stormur ógnar lífi og eignum,“ sagði í yfirlýsingunni. Áður hafði Ófelía gengið á land á Asoreyjum sem þriðja stigs fellibylur. Setti hún þar með heimsmet sem sá þriðja stigs fellibylur sem hefur geisað austast á Atlantshafi. Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, og Shane Ross samgönguráðherra boðuðu til blaðamannafundar vegna hamfaranna. Ítrekaði Varadkar að almenningur ætti að halda sig innandyra. Sagði hann að jafnvel eftir að stormurinn hefði gengið yfir bæri að vara sig, meðal annars vegna fallinna trjáa og rafmagnslína sem gætu legið á jörðinni. „Ég vil að fólk átti sig á því að þetta er algjört neyðarástand,“ sagði Varadkar. Ófelía er langt frá því að vera fyrsti Atlantshafsfellibylurinn sem veldur miklu tjóni á síðustu mánuðum. Alls hafa tíu fellibyljir myndast á Atlantshafi á þessu ári og þar af fóru sex á þriðja stig eða hærra. Aldrei hafa fleiri en sjö fellibyljir á þriðja stigi eða hærra mælst á Atlantshafi, það gerðist síðast árið 2005. Fellibylurinn Maria, sem kostaði að minnsta kosti 68 lífið á eyjum Karíbahafsins og olli hundraða milljarða tjóni, mældist sterkastur. Meðalvindhraði Mariu var 78 metrar á sekúndu þegar mest var. Auk Mariu ollu Irma, Harvey, Katia og Nate miklu tjóni á Karíbahafi og við Mexíkóflóa. Kostaði Irma til að mynda að minnsta kosti 134 lífið og Harvey 63.
Birtist í Fréttablaðinu Veður Tengdar fréttir Fylgjast með hitabeltisstormi sem gæti náð til Íslands Hitabeltisstormurinn Ófelía gæti náð til vestanverðrar Evrópu á næstu dögum. Íslenskur veðurfræðingur segir alltof snemmt að segja til um hvort að hann gæti náð til Íslands sem kröpp lægð. 10. október 2017 17:00 Mannskaði af völdum Ófelíu á Írlandi Kona lést og önnur slasaðist þegar tré féll á bíl þeirra á suðausturhluta Írlands. 16. október 2017 14:01 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Fylgjast með hitabeltisstormi sem gæti náð til Íslands Hitabeltisstormurinn Ófelía gæti náð til vestanverðrar Evrópu á næstu dögum. Íslenskur veðurfræðingur segir alltof snemmt að segja til um hvort að hann gæti náð til Íslands sem kröpp lægð. 10. október 2017 17:00
Mannskaði af völdum Ófelíu á Írlandi Kona lést og önnur slasaðist þegar tré féll á bíl þeirra á suðausturhluta Írlands. 16. október 2017 14:01