Stöðugleikinn í fylginu vekur mikla eftirtekt 18. október 2017 06:00 Stöðugleiki í könnunum Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis vekur mikla athygli, segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Í síðustu þremur könnunum blaðsins hafa Vinstri græn verið með á bilinu 27 til 30 prósenta fylgi. Munurinn á milli kannana er innan vikmarka, sem eru þrjú prósent. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið með fylgi á bilinu 22-23 prósent allt frá könnun sem gerð var 18. september síðastliðinn.Baldur Þórhallsson.vísir/valli„Það virðist vera erfiðara fyrir Sjálfstæðisflokkinn að rífa sig upp núna á síðustu metrunum heldur en var fyrir síðustu kosningar. Sjálfstæðisflokknum gekk mjög vel á síðustu dögum kosningabaráttunnar síðast,“ segir Baldur. Til útskýringar má benda á að í könnun sem Fréttablaðið birti 12. október í fyrra var flokkurinn með tæplega 23 prósent fylgi. Í könnun sem blaðið birti 19. október var flokkurinn kominn upp í tæp 24 prósent. Tæpum tíu dögum síðar, eða í könnun sem birt var 28. október, var fylgið svo komið upp í rúm 27 prósent. Þegar kosið var daginn eftir fékk flokkurinn svo 29 prósent atkvæða upp úr kjörkössunum. Baldur telur að fylgi flokkanna geti mögulega verið sest upp að einhverju marki. „Stóra breytingin er hins vegar sú að Miðflokkurinn er að koma mjög sterkur inn og það virðist vera á kostnað Flokks fólksins og Framsóknarflokksins,“ segir Baldur. Ljóst sé að ef fylgið verði líkt því sem könnun Fréttablaðsins sýnir verði erfitt að mynda ríkisstjórn. „Sú ríkisstjórn sem helst er í spilunum, ef að þeir flokkar ná meirihluta, er ríkisstjórn VG, Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins,“ segir Baldur. Hins vegar vantar flokkana nokkuð fylgi til þess að það verði að veruleika. Baldur telur að margir flokkar sem nái mönnum inn á þing geti átt erfitt með að vinna með Miðflokknum og hið sama eigi við um Flokk fólksins. „Píratar geta vel komið inn í myndina, sérstaklega ef þessir þrír flokkar sem ég nefndi áðan ná ekki meirihluta en það virðist vera tregða hjá forystumönnum margra flokka að vinna með Pírötum. Þeir virðast ekki treysta þeim og óttast að þegar á reyni muni Píratar ekki standast þá áraun sem geti verið að taka erfiðar ákvarðanir í ríkisstjórn.“ Baldur telur að eftir því sem erfiðara verði fyrir VG að mynda mið-vinstristjórn aukist líkurnar á samstarfi stóru flokkanna tveggja, VG og Sjálfstæðisflokksins. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Könnun fréttastofu: Viðreisn fengi kjörna menn á Alþingi Flokkur fólksins fengi ekki kjörna þingmenn ef kosið væri nú. Viðreisn fengi hins vegar kjörna menn. Miðflokkurinn, Samfylkingin og Píratar eru jafnstór í nýrri könnun. 17. október 2017 04:00 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Stöðugleiki í könnunum Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis vekur mikla athygli, segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Í síðustu þremur könnunum blaðsins hafa Vinstri græn verið með á bilinu 27 til 30 prósenta fylgi. Munurinn á milli kannana er innan vikmarka, sem eru þrjú prósent. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið með fylgi á bilinu 22-23 prósent allt frá könnun sem gerð var 18. september síðastliðinn.Baldur Þórhallsson.vísir/valli„Það virðist vera erfiðara fyrir Sjálfstæðisflokkinn að rífa sig upp núna á síðustu metrunum heldur en var fyrir síðustu kosningar. Sjálfstæðisflokknum gekk mjög vel á síðustu dögum kosningabaráttunnar síðast,“ segir Baldur. Til útskýringar má benda á að í könnun sem Fréttablaðið birti 12. október í fyrra var flokkurinn með tæplega 23 prósent fylgi. Í könnun sem blaðið birti 19. október var flokkurinn kominn upp í tæp 24 prósent. Tæpum tíu dögum síðar, eða í könnun sem birt var 28. október, var fylgið svo komið upp í rúm 27 prósent. Þegar kosið var daginn eftir fékk flokkurinn svo 29 prósent atkvæða upp úr kjörkössunum. Baldur telur að fylgi flokkanna geti mögulega verið sest upp að einhverju marki. „Stóra breytingin er hins vegar sú að Miðflokkurinn er að koma mjög sterkur inn og það virðist vera á kostnað Flokks fólksins og Framsóknarflokksins,“ segir Baldur. Ljóst sé að ef fylgið verði líkt því sem könnun Fréttablaðsins sýnir verði erfitt að mynda ríkisstjórn. „Sú ríkisstjórn sem helst er í spilunum, ef að þeir flokkar ná meirihluta, er ríkisstjórn VG, Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins,“ segir Baldur. Hins vegar vantar flokkana nokkuð fylgi til þess að það verði að veruleika. Baldur telur að margir flokkar sem nái mönnum inn á þing geti átt erfitt með að vinna með Miðflokknum og hið sama eigi við um Flokk fólksins. „Píratar geta vel komið inn í myndina, sérstaklega ef þessir þrír flokkar sem ég nefndi áðan ná ekki meirihluta en það virðist vera tregða hjá forystumönnum margra flokka að vinna með Pírötum. Þeir virðast ekki treysta þeim og óttast að þegar á reyni muni Píratar ekki standast þá áraun sem geti verið að taka erfiðar ákvarðanir í ríkisstjórn.“ Baldur telur að eftir því sem erfiðara verði fyrir VG að mynda mið-vinstristjórn aukist líkurnar á samstarfi stóru flokkanna tveggja, VG og Sjálfstæðisflokksins.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Könnun fréttastofu: Viðreisn fengi kjörna menn á Alþingi Flokkur fólksins fengi ekki kjörna þingmenn ef kosið væri nú. Viðreisn fengi hins vegar kjörna menn. Miðflokkurinn, Samfylkingin og Píratar eru jafnstór í nýrri könnun. 17. október 2017 04:00 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Könnun fréttastofu: Viðreisn fengi kjörna menn á Alþingi Flokkur fólksins fengi ekki kjörna þingmenn ef kosið væri nú. Viðreisn fengi hins vegar kjörna menn. Miðflokkurinn, Samfylkingin og Píratar eru jafnstór í nýrri könnun. 17. október 2017 04:00