Möndlumjólk skilin frá dýramjólk í verslunum Sveinn Arnarsson skrifar 19. október 2017 06:00 Afurðir, sem ekki eru gerðar úr dýramjólk, má ekki kalla mjólk, jógúrt, smjör eða ost, segja Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði. vísir/ernir Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) kvörtuðu til Neytendastofu vegna villandi hillumerkinga í íslenskum verslunum. Töldu samtökin beitt villandi viðskiptaháttum þar sem merkingar í hillu bentu til að um mjólkurafurðir væri að ræða sem sannarlega væru ekki búnar til úr mjólk. „Málið snýr að nokkrum vörum,“ segir Bjarni R. Brynjólfsson, skrifstofustjóri SAM. „Til að mynda eins og möndlumjólk, sem er gerð úr möndlum og sannarlega ekki mjólk, sjáðu til, maður mjólkar ekki möndlur. Einnig er um að ræða ólífusmjör sem er ekki smjör heldur smjörlíki og einnig höfum við séð búðing, sem búinn er til úr haframjöli, merktan sem jógúrt.“ Í Evrópureglugerðum eru mjólkurafurðir varðar gegn því að menn noti heiti þeirra á vörur sem eru gerðar úr öðru en mjólk. Þær ESB-reglur hafa ekki verið innleiddar í íslensk lög að sögn Bjarna. Hins vegar eru til lög sem vernda neytendur fyrir blekkingum og villandi viðskiptaháttum. SAM hafi því kvartað á grundvelli þeirra laga. „Það hefur verið þannig að merkingar á tilteknum erlendum vörum hafa verið hárréttar. Hins vegar hafa merkingar á hillum í verslunum innanlands verið rangar. Því hafa ekki verið sömu vöruheiti á merkingum og á vörunum sjálfum. Á grunni þess bentum við Neytendastofu á það að hér sé um villandi viðskiptahætti að ræða,“ segir Bjarni. Á síðustu árum hefur nokkur fjölgun orðið í hópi þeirra sem neyta engra dýraafurða. Hafa því komið á markað, til að anna þeirri eftirspurn, vörur eins og möndlumjólk, haframjólk, sojamjólk og aðrar vörutegundir sem staðgenglar kúamjólkur. Bjarni segir Neytendastofu hafa tekið undir gagnrýni SAM á þessa viðskiptahætti og sent bréf til verslana í landinu. „Bónus hefur þegar brugðist mjög vel við og ætlar að leiðrétta hillumerkingar sínar. Þeir hjá Bónus eru sammála okkur um að þetta kemur mjólkurafurðum ekkert við,“ segir Bjarni. Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) kvörtuðu til Neytendastofu vegna villandi hillumerkinga í íslenskum verslunum. Töldu samtökin beitt villandi viðskiptaháttum þar sem merkingar í hillu bentu til að um mjólkurafurðir væri að ræða sem sannarlega væru ekki búnar til úr mjólk. „Málið snýr að nokkrum vörum,“ segir Bjarni R. Brynjólfsson, skrifstofustjóri SAM. „Til að mynda eins og möndlumjólk, sem er gerð úr möndlum og sannarlega ekki mjólk, sjáðu til, maður mjólkar ekki möndlur. Einnig er um að ræða ólífusmjör sem er ekki smjör heldur smjörlíki og einnig höfum við séð búðing, sem búinn er til úr haframjöli, merktan sem jógúrt.“ Í Evrópureglugerðum eru mjólkurafurðir varðar gegn því að menn noti heiti þeirra á vörur sem eru gerðar úr öðru en mjólk. Þær ESB-reglur hafa ekki verið innleiddar í íslensk lög að sögn Bjarna. Hins vegar eru til lög sem vernda neytendur fyrir blekkingum og villandi viðskiptaháttum. SAM hafi því kvartað á grundvelli þeirra laga. „Það hefur verið þannig að merkingar á tilteknum erlendum vörum hafa verið hárréttar. Hins vegar hafa merkingar á hillum í verslunum innanlands verið rangar. Því hafa ekki verið sömu vöruheiti á merkingum og á vörunum sjálfum. Á grunni þess bentum við Neytendastofu á það að hér sé um villandi viðskiptahætti að ræða,“ segir Bjarni. Á síðustu árum hefur nokkur fjölgun orðið í hópi þeirra sem neyta engra dýraafurða. Hafa því komið á markað, til að anna þeirri eftirspurn, vörur eins og möndlumjólk, haframjólk, sojamjólk og aðrar vörutegundir sem staðgenglar kúamjólkur. Bjarni segir Neytendastofu hafa tekið undir gagnrýni SAM á þessa viðskiptahætti og sent bréf til verslana í landinu. „Bónus hefur þegar brugðist mjög vel við og ætlar að leiðrétta hillumerkingar sínar. Þeir hjá Bónus eru sammála okkur um að þetta kemur mjólkurafurðum ekkert við,“ segir Bjarni.
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira