Handbolti

FH áfrýjar úrskurði EHF

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
FH-ingar þurfa að ferðast alla leið til St. Pétursborgar til að fara í eina vítakastkeppni.
FH-ingar þurfa að ferðast alla leið til St. Pétursborgar til að fara í eina vítakastkeppni. vísir/anton
FH hefur ákveðið að áfrýja úrskurði dómstóls EHF, evrópska handknattleikssambandsins, er varðar seinni leik liðsins gegn St. Petursburg í 2. umferð EHF-bikarsins í handbolta.

Dómstóll EHF komst að þeirri niðurstöðu að knýja þyrfti fram úrslit í viðureign FH og St. Petursburg með vítakastkeppni. FH-ingar þurfa því að ferðast alla leið til St. Pétursborgar til að taka þátt í vítakeppni.

FH vann einvígið samanlagt eftir framlengingu í seinni leik liðanna á sunnudaginn.

Staðan eftir venjulegan leiktíma var jöfn, 59-59 samanlagt, og þá var farið í framlengingu en ekki beint í vítakeppni eins og lög kveða á um. Rússarnir kærðu svo framkvæmd leiksins.

Í yfirlýsingu frá FH kemur fram að félagið muni senda stjórn EHF áfrýjun sína fyrir klukkan 18:00 í dag eins og lög kveða á um.


Tengdar fréttir

3.000 km fyrir þrjár mínútur

FH þarf að fara aftur til St. Pétursborgar í Rússlandi til þess að taka eina vítakastkeppni. Ekki gott mál fyrir íþróttina segir formaður handboltans hjá FH.

Mótherjar FH búnir að kæra leikinn

St. Petursburg hefur kært framkvæmd leiks liðsins gegn FH í 2. umferð EHF-bikarsins í gær til evrópska handknattleikssambandsins.

FH áfram þrátt fyrir tap í Rússlandi

FH er komið áfram í þriðju umferð undankeppni EHF keppninnar í handbolta þrátt fyrir 37-33 tap gegn St Petersburg í framlengdum leik í Rússlandi í dag.

FH þarf að ferðast til Rússlands til að fara í vítakeppni

FH þarf að fara í vítakastkeppni við St. Petursburg til að knýja fram úrslit í viðureign liðanna í 2. umferð EHF-bikarsins í handbolta. FH-ingar þurfa því að ferðast til St. Pétursborgar til þess eins að fara í vítakeppni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×