Fótbolti

Conte: Mourinho hugsar mikið um Chelsea

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea, skaut á kollega sinn hjá Manchester United, José Mourinho, eftir 3-3 jafntefli Englandsmeistaranna við Roma í Meistaradeild Evrópu í gær.

Þetta var ekki gott kvöld fyrir Conte og Chelsea. Auk þess að kasta frá sér unnum leik meiddust Tiémoué Bakayoko og David Luiz í leiknum gegn Rómverjum. N'Golo Kanté, Victor Moses og Danny Drinkwater voru fyrir á meiðslalistanum sem veldur Conte miklum áhyggjum.

José Mourinho og lærisveinar hans eru með fullt hús stiga í A-riðli Meistaradeildarinnar.vísir/getty
United, sem vann Benfica 0-1 í gær, er einnig í vandræðum vegna meiðsla leikmanna. Eftir leikinn í Portúgal í gær sagði Mourinho að aðrir stjórar væru síkvartandi.

„Ef ég vildi kvarta gæti ég vælt eins og hinir í fimm mínútur,“ sagði Mourinho.

Conte var spurður út í þessi ummæli Portúgalans umdeilda.

„Var þessu beint til mín? Ef hann er að tala um mig held ég að hann ætti að einbeita sér að sínu liði og horfa inn á við, en ekki á aðra,“ sagði Conte.

„Mourinho hugsar mikið um Chelsea og gerði það á síðasta tímabili. Hann verður að einbeita sér að sínu eigin liði.“


Tengdar fréttir

Mata hafnaði gylliboði frá Kína

Juan Mata hafnaði gylliboði frá liði í kínversku ofurdeildinni og ákvað að halda kyrru fyrir hjá Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×