Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður Íslands í fótbolta, þurfti að yfirgefa æfingu liðsins í Antalya í Tyrklandi í dag ansi snemma.
Hannes virtist kenna sér meins er hann yfirgaf æfinguna eftir upphitun. Hann settist svekktur upp í golfbíl með meðlimi úr sjúkraþjálfarateymi landsliðsins og var ekið að hótelinu.
Rúnar Alex Rúnarsson og Ögmundur Kristinsson stóðu því eftir og voru í miðri æfingu þegar fréttamenn þurftu að yfirgefa svæðið en það ber að taka fram að Hannes gæti hafa komið aftur á æfinguna.
Hannes Þór er algjör lykilmaður í íslenska landsliðinu og hefur verið það um árabil. Hann spilaði þó ekki leikinn á móti Tyrklandi fyrir tveimur árum í undankeppni EM 2016.
Ögmundur Kristinsson stóð þá vaktina í markinu vegna meiðsla Hannesar en Ísland tapaði, 1-0. Sá leikur skipti engu þar sem Ísland var komið á EM.
Ísland má ekki við fleiri skakkaföllum en eins og kom fram fyrr í dag kom bakslag í meiðsli fyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar og þá er Emil Hallfreðsson í leikbanni.
Ísland mætir Tyrklandi í undankeppni HM 2018 í Eskisehir á föstudagskvöldið en þangað flýgur íslenska liðið annað kvöld.
Hannes Þór tæpur fyrir leikinn á móti Tyrklandi?

Tengdar fréttir

Hitinn of mikill fyrir hádegisæfingu hjá strákunum okkar
Íslenska landsliðið í fótbolta þurfti að fresta æfingu um sex klukkutíma vegna hitans í Antalya.

Gista í túristaparadís og æfa í hótelgarðinum | Myndir
Íslenska fótboltalandsliðið hefur það ansi gott í Antalya þar sem það verður fram á annað kvöld.

Bakslag hjá Aroni Einari
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, er ekki alltof bjartsýnn á að hann geti verið með liðinu í leiknum mikilvæga á móti Tyrkjum í undankeppni HM 2018.

Rúnar Alex: Það verður líklega engin breyting á því
Rúnar Alex Rúnarsson kemur til móts við íslenska landsliðið í fótbolta í Tyrklandi í dag með mjög góða frammistöðu í bakpokanum.