Flestir hafa sett læk við Bjarna að skreyta köku Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. október 2017 12:16 Bjarni sést hér einbeittur á svip í upphafi myndbandsins sem er með yfir 1000 læk á Facebook. Sú færsla sem flestir notendur Facebook hafa sett læk við af öllum færslum stærstu stjórnmálaflokkanna á þessum vinsælasta samfélagsmiðli landans er myndband sem Sjálfstæðisflokkurinn birti í kosningabaráttunni í fyrra af Bjarna Benediktssyni, formanni flokksins og þáverandi fjármálaráðherra, að skreyta köku fyrir afmæli dóttur sinnar. Færslan er með 1354 læk en það er Agnar Freyr Helgason, nýdoktor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, sem hefur tekið saman gögn um allar færslur sem birst hafa á aðalsíðum stærstu stjórnmálaflokkanna á Facebook frá ársbyrjun til gærdagsins. Agnar greinir frá niðurstöðunum á vefsíðu sinni.Flokkarnir eru alls níu talsins og eru stærstir miðað við skoðanakannanir nú: Björt framtíð, Framsóknarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, Píratar, Samfylkingin og Vinstri græn hafa verið með Facebook-síðu allt tímabilið en Viðreisn, Flokkur fólksins og Miðflokkurinn aðeins hluta af tímabilinu. Agnar segir í samantektinni á vef sínum að það hafi komið honum verulega á óvart hversu fáir notendur læka almennt við færslur flokkanna á Facebook. „Meðalfærslan fær einungis 34 læk og á rúmlega fjórum árum hafa flokkarnir sameiginlega einungis 36 sinnum sett inn færslur sem fá meira en 500 læk. Notendum Facebook virðast því ekki vera neitt sérstaklega í mun að sýna velþóknun sína á því sem flokkarnir bjóða upp á á miðlinum (til samanburðar má nefna að á einungis fimm mánuðum hafa tæplega 60 færslur í hópnum ,,Keypt í Costco Ísl.- Myndir og verð.” fengið yfir 500 læk),“ segir Agnar. Skoðun hans leiddi í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn á dyggasta stuðningsfólkið á Facebook þar sem 22 af þeim 36 færslum sem hafa fengið fleiri en 500 læk eru færslur frá Sjálfstæðisflokknum. Eins og áður segir er það jafnframt færsla frá þeim flokki sem er með flest læk og næstu tvær færslur á vinsældalistanum einnig en þær eru nokkuð almenns eðlis að sögn Agnars. Í fjórða sæti er hins vegar færsla frá Flokki fólksins þar sem deilt er frétt af Eyjunni um málaferli forsvarsmanna flokksins gegn ríkinu vegna afturvirkrar skerðingar stjórnvalda á greiðslum til ellilífeyrisþega. Agnar kannaði líka hversu oft færslum flokkanna er deilt á Facebook en það er talsvert minna um að fólk deili heldur en að það setji læk. „Að meðaltali er hverri færslu deilt um 5 sinnum og einungis 12 færslur hafa fengið fleiri en 300 deilingar. Nokkrar færslur hafa þó náð talsverðri útbreiðslu og þar af tvær yfir 1000 deilingum. Annars vegar vantraustsyfirlýsing stjórnarandstöðunnar þann 4. apríl 2016, sem fékk 1326 deilingar:Hins vegar færsla Samfylkingarinnar fyrir tæpum tveim árum síðan sem birtir myndir af þingmönnum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem höfnuðu tillögu stjórnarandstöðunnar um afturvirkar kjarabætur til aldraðra og öryrkja, sem fékk 1268 deilingar:Í þriðja sæti er fyrrnefnt kökumyndband Bjarna Benediktssonar með 922 deilingar, en í fjórða sæti er myndband Viðreisnar um myntráð, með 616 deilingar.“ Nánar má kynna sér málið á vef Agnars Freys. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Forsætisráðherra heldur áfram að brillera í kökuskreytingum Bjarni Benediktsson deildi nýjasta meistaraverki sínu á sviði kökuskreytinga á Facebook-síðu sinni í dag. 30. september 2017 22:17 Kökuskreyting Bjarna: „Það skiptir verulegu máli að fólk tengi við stjórnmálamenn“ Andrés Jónsson rýnir í nýjasta útspil formanns Sjálfstæðisflokksins. 13. október 2016 22:01 Bjarni bakaði köku fyrir HeForShe átakið Ástæðan fyrir bleiku höndunum er ekki naglalakk, heldur matarlitur, sagði forsætisráðherra á setningu listaviku HeForShe átaksins. 8. mars 2017 18:30 Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Sú færsla sem flestir notendur Facebook hafa sett læk við af öllum færslum stærstu stjórnmálaflokkanna á þessum vinsælasta samfélagsmiðli landans er myndband sem Sjálfstæðisflokkurinn birti í kosningabaráttunni í fyrra af Bjarna Benediktssyni, formanni flokksins og þáverandi fjármálaráðherra, að skreyta köku fyrir afmæli dóttur sinnar. Færslan er með 1354 læk en það er Agnar Freyr Helgason, nýdoktor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, sem hefur tekið saman gögn um allar færslur sem birst hafa á aðalsíðum stærstu stjórnmálaflokkanna á Facebook frá ársbyrjun til gærdagsins. Agnar greinir frá niðurstöðunum á vefsíðu sinni.Flokkarnir eru alls níu talsins og eru stærstir miðað við skoðanakannanir nú: Björt framtíð, Framsóknarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, Píratar, Samfylkingin og Vinstri græn hafa verið með Facebook-síðu allt tímabilið en Viðreisn, Flokkur fólksins og Miðflokkurinn aðeins hluta af tímabilinu. Agnar segir í samantektinni á vef sínum að það hafi komið honum verulega á óvart hversu fáir notendur læka almennt við færslur flokkanna á Facebook. „Meðalfærslan fær einungis 34 læk og á rúmlega fjórum árum hafa flokkarnir sameiginlega einungis 36 sinnum sett inn færslur sem fá meira en 500 læk. Notendum Facebook virðast því ekki vera neitt sérstaklega í mun að sýna velþóknun sína á því sem flokkarnir bjóða upp á á miðlinum (til samanburðar má nefna að á einungis fimm mánuðum hafa tæplega 60 færslur í hópnum ,,Keypt í Costco Ísl.- Myndir og verð.” fengið yfir 500 læk),“ segir Agnar. Skoðun hans leiddi í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn á dyggasta stuðningsfólkið á Facebook þar sem 22 af þeim 36 færslum sem hafa fengið fleiri en 500 læk eru færslur frá Sjálfstæðisflokknum. Eins og áður segir er það jafnframt færsla frá þeim flokki sem er með flest læk og næstu tvær færslur á vinsældalistanum einnig en þær eru nokkuð almenns eðlis að sögn Agnars. Í fjórða sæti er hins vegar færsla frá Flokki fólksins þar sem deilt er frétt af Eyjunni um málaferli forsvarsmanna flokksins gegn ríkinu vegna afturvirkrar skerðingar stjórnvalda á greiðslum til ellilífeyrisþega. Agnar kannaði líka hversu oft færslum flokkanna er deilt á Facebook en það er talsvert minna um að fólk deili heldur en að það setji læk. „Að meðaltali er hverri færslu deilt um 5 sinnum og einungis 12 færslur hafa fengið fleiri en 300 deilingar. Nokkrar færslur hafa þó náð talsverðri útbreiðslu og þar af tvær yfir 1000 deilingum. Annars vegar vantraustsyfirlýsing stjórnarandstöðunnar þann 4. apríl 2016, sem fékk 1326 deilingar:Hins vegar færsla Samfylkingarinnar fyrir tæpum tveim árum síðan sem birtir myndir af þingmönnum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem höfnuðu tillögu stjórnarandstöðunnar um afturvirkar kjarabætur til aldraðra og öryrkja, sem fékk 1268 deilingar:Í þriðja sæti er fyrrnefnt kökumyndband Bjarna Benediktssonar með 922 deilingar, en í fjórða sæti er myndband Viðreisnar um myntráð, með 616 deilingar.“ Nánar má kynna sér málið á vef Agnars Freys.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Forsætisráðherra heldur áfram að brillera í kökuskreytingum Bjarni Benediktsson deildi nýjasta meistaraverki sínu á sviði kökuskreytinga á Facebook-síðu sinni í dag. 30. september 2017 22:17 Kökuskreyting Bjarna: „Það skiptir verulegu máli að fólk tengi við stjórnmálamenn“ Andrés Jónsson rýnir í nýjasta útspil formanns Sjálfstæðisflokksins. 13. október 2016 22:01 Bjarni bakaði köku fyrir HeForShe átakið Ástæðan fyrir bleiku höndunum er ekki naglalakk, heldur matarlitur, sagði forsætisráðherra á setningu listaviku HeForShe átaksins. 8. mars 2017 18:30 Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Forsætisráðherra heldur áfram að brillera í kökuskreytingum Bjarni Benediktsson deildi nýjasta meistaraverki sínu á sviði kökuskreytinga á Facebook-síðu sinni í dag. 30. september 2017 22:17
Kökuskreyting Bjarna: „Það skiptir verulegu máli að fólk tengi við stjórnmálamenn“ Andrés Jónsson rýnir í nýjasta útspil formanns Sjálfstæðisflokksins. 13. október 2016 22:01
Bjarni bakaði köku fyrir HeForShe átakið Ástæðan fyrir bleiku höndunum er ekki naglalakk, heldur matarlitur, sagði forsætisráðherra á setningu listaviku HeForShe átaksins. 8. mars 2017 18:30