Formaður ÍTF segir Leikmannasamtök Íslands fara fram með blekkingum og græðgi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. október 2017 09:00 95% leikmanna í efstu deildum vilja endurvekja lokahóf KSÍ. Á myndinni má sjá bestu og efnilegustu leikmenn Landsbankadeildarinnar með verðlaun sín á lokahófi KSÍ á Broadway árið 2006. Vísir/Daníel Formaður Íslensks Toppfótbolta, hagsmunasamtaka félaganna í Pepsi-deild karla, segir Leikmannasamtök Íslands fara fram með blekkingum. Eins og fjallað var um á Vísi í gær gerðu leikmannasamtökin tilraun til að halda lokahóf á pari við þau sem gengið var að sem árvissum hlut þangað til fyrir tíu árum.Formaður leikmannasamtakanna segir félögin ekki hafa lagt í kostnaðinn sem fylgi slíku hófi. Formaður ÍTF spyr hvaða leikmenn séu eiginlega í leikmannasamtökunum og telur að leikmannasamtökin hafi ætlað að græða á hófinu.Kristinn Björgúlfsson í háloftunum í bláum og hvítum búningi ÍR.Vísir/StefánLokahóf ofan í lokahóf Upphaf málsins má rekja til þess að leikmannasamtökin, undir forystu Kristins Björgúlfssonar, leituðu til ÍTF um miðjan maí. Samtökin höfðu gert könnun meðal leikmanna í Pepsi-deild karla og kvenna þar sem fram kom að um 95% höfðu áhuga á að endurvekja lokahófið. „Þeir kynntu þetta fyrir okkur,“ segir Haraldur Haraldsson, formaður ÍTF og knattspyrnudeildar Víkings, í samtali við Vísi. Haraldur og kollegar hans hafi kannað stöðuna hjá félögunum og niðurstaðan vissulega verið sú að dæmið gengi ekki upp. „Meðal annars af því að félögin væru hvert fyrir sig með stór lokahóf, leikmenn, þjálfarar og margir útlendingar fara strax eftir síðustu helgina og svo eru margir í verkefnum þessa helgi, enda landsleikjahelgi,“ segir Haraldur. Samtökin hafi lagt upp með komandi helgi, föstudagskvöldið 6. október, en A-landslið karla mætir Tyrkjum ytra á föstudaginn.Haraldur Haraldsson er formaður ÍTF og knattspyrnudeildar Víkings.ÍTFUngar stelpur í Pepsi-deildinni „Svo má ekki gleyma að í kvennaliðunum er stór hluti stelpur sem mega ekki vera á svona kvöldi. Það er eitt vandamál,“ segir Haraldur og vísar til þess hve meðalaldurinn er lágur í liðum í kvennaboltanum. Hans stelpur, HK/Víkingur, hafi farið upp í sumar en þar sé tveir þriðju leikmanna liðsins undir aldri. Aðspurður hvernig Víkingur hafi tæklað það vandamál á eigin lokahófi, segir Haraldur að yngri stelpurnar hafi farið heim að lokinni verðlaunaafhendingu. „Svo voru mörg önnur mál sem stoppuðu þetta strax,“ segir Haraldur. Nefnir hann ferða- og gistikostnað liða utan af landi, óljós aðkoma KSÍ að hófinu og svo væru lokahóf einstakra félaga orðin að föstum lið og fjárölfun sem færu fram engu að síður, að kvöldi síðasta leikdag í karlaboltanum. Svör hafi borist um hæl frá Kristni þess efnis að átján ára aldurstakmark yrði á hófið og tuttugu ára aldurstakmark á barinn. Kostnaður félaganna væri metinn 5000 krónur per leikmann og unnið yrði að því að aðstoða félögin utan af landi við að fá afslátt hvað varðaði gistingu. Haraldur bendir á að 5000 krónur per leikmann eða gest þýði nokkur hundruð þúsund krónur í kostnað fyrir félög með kvennalið og karlalið í Pepsi-deildinni. Enn var þó óljóst hvernig aðkoma KSÍ yrði að hófinu, að sögn Haraldar. Skipulagið og miðasala yrði í umsjá leikmannasamtakanna. Drög að hófinu voru þau að það færi fram í Kaplakrika, Auddi og Sveppi sæju um veislustjórn, þriggja rétta máltíð og Stuðmenn spiluðu fyrir dansi.Guðni Bergsson, formaður KSÍ.Vísir/VilhelmNáið samstarf með Guðna Þannig skildu leiðir að mati formanna félaganna að sögn Haraldar. Ekkert heyrðist frá leikmannasamtökunum í tæpa þrjá mánuði eða þar til í lok ágúst. Þá hafði Kristinn formaður samband og tilkynnti að lokahófið, sem Haraldur segir langt í frá að hafi fengið grænt ljós frá félögunum, yrði í Gamla Bíó föstudagskvöldið 6. október. Nú væri lagt upp með að ÍTF greiddi fyrir fordrykkinn sem væri í kringum milljón krónur í kostnað, skipt á félögin. Formenn ÍTF komu af fjöllum, töldu að hófið hefið verið slegið útaf borðinu enda ekkert heyrt í tæpa þrjá mánuði, og veltu enn fyrir sér hver aðkoma KSÍ að málinu yrði. Kristinn hafi svarað því til að samtökin hefðu óskað eftir því að KSÍ sæi um að greiða fyrir matinn, sem væri stærsti kostnaðarliðurinn. Þeir Guðni Bergsson hefðu verið í nánu samstarfi með hófið yfir sumarið og það styttist í þeirra ákvörðun í málinu. Ekki liggur fyrir hver kostnaður KSÍ af hófinu hefði átt að vera. En miðað við að matarkostnaðurinn var áætlaður sá dýrasti, og lagt upp með að ÍTF greiddi milljón krónur í fordrykkinn, er ljóst að kostnaður KSÍ hefði hlaupið á milljónum króna.Valsmenn eru Íslandsmeistarar í efstu deild karla, í 21. skiptivísir/anton brinkKomu af fjöllum ÍTF svaraði Kristni og leikmannasamtökunum í framhaldinu. Afstaða félaganna væri sú að nánast öll félögin í efstu deild hefðu þegar skipulagt lokahóf sem færu fram 30. september. Kostnaður við þau væri mikill og ekki forsenda fyrir því að taka þátt í kostnaði við annað lokahóf helgina á eftir. Þá væri fjöldi leikmanna farinn af landi brott, ýmist í frí eða erlendir leikmenn á leiðinni heim. Þá sögðust félögin hafa áhyggjur af því að tilkynnt væri um lokahóf á vegum samtakanna og KSÍ án þess að félögin væru upplýst um stöðu mála eða höfð með í ráðum. Lokahóf sem þetta þyrfti að liggja fyrir áður en tímabil hæfist svo félögin gætu ráðfært sig. „Við komum gjörsamlega af fjöllum. Enda heldur enginn lokahóf án aðkomu félaganna. Einhver leikmannasamtök gera það ekki frekar en fiskbúð vesturbæjar,“ segir Haraldur. Samþykki félaganna væri lykilatriði og þá um leið þeirra félaga sem væru með lið í Pepsi-deild kvenna.Þór/KA vann sinn annan Íslandsmeistaratitil eftir sigur á FH í lokaleik.Vísir/ÞórirÆtluðu að græða Haraldur segist hafa heyrt í Guðna Bergssyni, formanni KSÍ, eftir samskiptin í lok ágúst þar sem leikmannasamtökin tilkynntu að allt hefði verið unnið í nánu samstarfi við KSÍ þótt aðkoma sambandsins að lokahófinu væri óljós. „KSÍ og Pepsi töluðu þannig við okkur að leikmannasamtökin hefðu kynnt þetta eins og við værum með í þessu,“ segir Haraldur. „Fyrir mér fara þeir fram með blekkingum. Þeir ætluðu að græða á lokahófinu. Þetta var aldrei með samþykki okkar,“ segir Haraldur. Öll samskiptin séu til á tölvupóstsformi ef málið þurfi frekari skýringa við. Eftir stendur að um 95% leikmanna í efstu deildum vilja endurvekja hófið. Haraldur segir að skipulagning þurfi að vera betri og með mun meiri fyrirvara. „Þetta er bara eitthvað sem menn þurfa að setjast yfir. Styrktaraðilar deildarinnar og KSÍ sem eiga að sjá um þetta. Hvaða leikmenn eru annars í þessum leikmannasamtökum? Það er enginn leikmaður Víkings í þessum leikmannasamtökum. Það er mjög sérstakt að reyna að koma sér svona á framfæri.“Andri Rúnar Bjarnason með verðlaun sín að loknum síðasta leik Grindavíkur. Hann var valinn bestur í deildinni og varð markahæstur með 19 mörk.Silja ÚlfarsdóttirSegir KSÍ hafa viljað koma að málinu Upphaf umræðu vikunnar á lokahófi KSÍ voru bakpankar Benedikts Bóasar Hinirikssonar í Fréttablaðinu á mánudaginn þar sem hann gagnrýndi hvernig staðið væri að veitingu verðlauna í efstu deild. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, mætti í Bítið og sagði vilja KSÍ að standa að veglegu lokahófi. „Ég ræddi þetta fyrir tímabilið við fyrirliða félaganna og forsvarsmann leikmannasamtakanna þar sem var rætt um að koma þessu á. Þó auðvitað með þeim fyrirvara að það væri í samvinnu við félögin í deildinni,“ sagði Guðni. Fundir samtakanna við fyrirliða í karlaboltanum annars vegar og kvennaboltanum hins vegar fóru fram í apríl. Var Guðni viðstaddur fundinn með fyrirliðum karlaliðanna en erlendis þegar fundað var með fyrirliðum kvennaliðanna.Viðtal Bítismanna við Guðna má heyra hér að neðan.„KSÍ var tilbúið að koma að þessu en það tókst einhverra hluta vegna ekki að koma þessu á legg með félögunum. Ég myndi vilja setjast niður með félögunum og ræða þetta því mér finnst vera meiri bragur á því að halda veglegt lokahóf.“ Ekki liggur fyrir hve mikla peninga KSÍ var tilbúið að setja í lokahófið. Eðli málsins samkvæmt er þann lið ekki að finna í fjárhagsáætlun KSÍ enda fór umræða um lokahófið ekki af stað fyrr en eftir samþykkt áætlunar á ársþingi KSÍ í febrúar.Árum saman fór lokahóf KSÍ fram á Broadway á Hótel Íslandi. Að neðan má sjá myndir frá hófunum frá 2003-2007.Vísir/Daníel Íslenski boltinn Tengdar fréttir Undirbjuggu veglegt lokahóf en félögum þótti kostnaðurinn of mikill 19 af hverjum tuttugu í efstu deild vilja veglegt lokahóf. Félögin virðast ekki tilbúin í kostnaðinn sem því fylgir. Leikmannasamtök Íslands ætla að reyna aftur á næsta ári. 3. október 2017 13:00 Aðgerða er þörf KSÍ er hætt að halda hóf fyrir liðin og þetta hefur farið úr risastóru partýi á Hótel Íslandi niður í verðlaunaafhendingu í Háskólabíói og í það að KSÍ dreifi verðlaunum eins og áður er upptalið. 2. október 2017 06:00 Guðni vill halda veglegt lokahóf Guðni Bergsson, formaður KSÍ, mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun til þess að svara gagnrýni í Fréttablaðinu í dag. 2. október 2017 10:45 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Sjá meira
Formaður Íslensks Toppfótbolta, hagsmunasamtaka félaganna í Pepsi-deild karla, segir Leikmannasamtök Íslands fara fram með blekkingum. Eins og fjallað var um á Vísi í gær gerðu leikmannasamtökin tilraun til að halda lokahóf á pari við þau sem gengið var að sem árvissum hlut þangað til fyrir tíu árum.Formaður leikmannasamtakanna segir félögin ekki hafa lagt í kostnaðinn sem fylgi slíku hófi. Formaður ÍTF spyr hvaða leikmenn séu eiginlega í leikmannasamtökunum og telur að leikmannasamtökin hafi ætlað að græða á hófinu.Kristinn Björgúlfsson í háloftunum í bláum og hvítum búningi ÍR.Vísir/StefánLokahóf ofan í lokahóf Upphaf málsins má rekja til þess að leikmannasamtökin, undir forystu Kristins Björgúlfssonar, leituðu til ÍTF um miðjan maí. Samtökin höfðu gert könnun meðal leikmanna í Pepsi-deild karla og kvenna þar sem fram kom að um 95% höfðu áhuga á að endurvekja lokahófið. „Þeir kynntu þetta fyrir okkur,“ segir Haraldur Haraldsson, formaður ÍTF og knattspyrnudeildar Víkings, í samtali við Vísi. Haraldur og kollegar hans hafi kannað stöðuna hjá félögunum og niðurstaðan vissulega verið sú að dæmið gengi ekki upp. „Meðal annars af því að félögin væru hvert fyrir sig með stór lokahóf, leikmenn, þjálfarar og margir útlendingar fara strax eftir síðustu helgina og svo eru margir í verkefnum þessa helgi, enda landsleikjahelgi,“ segir Haraldur. Samtökin hafi lagt upp með komandi helgi, föstudagskvöldið 6. október, en A-landslið karla mætir Tyrkjum ytra á föstudaginn.Haraldur Haraldsson er formaður ÍTF og knattspyrnudeildar Víkings.ÍTFUngar stelpur í Pepsi-deildinni „Svo má ekki gleyma að í kvennaliðunum er stór hluti stelpur sem mega ekki vera á svona kvöldi. Það er eitt vandamál,“ segir Haraldur og vísar til þess hve meðalaldurinn er lágur í liðum í kvennaboltanum. Hans stelpur, HK/Víkingur, hafi farið upp í sumar en þar sé tveir þriðju leikmanna liðsins undir aldri. Aðspurður hvernig Víkingur hafi tæklað það vandamál á eigin lokahófi, segir Haraldur að yngri stelpurnar hafi farið heim að lokinni verðlaunaafhendingu. „Svo voru mörg önnur mál sem stoppuðu þetta strax,“ segir Haraldur. Nefnir hann ferða- og gistikostnað liða utan af landi, óljós aðkoma KSÍ að hófinu og svo væru lokahóf einstakra félaga orðin að föstum lið og fjárölfun sem færu fram engu að síður, að kvöldi síðasta leikdag í karlaboltanum. Svör hafi borist um hæl frá Kristni þess efnis að átján ára aldurstakmark yrði á hófið og tuttugu ára aldurstakmark á barinn. Kostnaður félaganna væri metinn 5000 krónur per leikmann og unnið yrði að því að aðstoða félögin utan af landi við að fá afslátt hvað varðaði gistingu. Haraldur bendir á að 5000 krónur per leikmann eða gest þýði nokkur hundruð þúsund krónur í kostnað fyrir félög með kvennalið og karlalið í Pepsi-deildinni. Enn var þó óljóst hvernig aðkoma KSÍ yrði að hófinu, að sögn Haraldar. Skipulagið og miðasala yrði í umsjá leikmannasamtakanna. Drög að hófinu voru þau að það færi fram í Kaplakrika, Auddi og Sveppi sæju um veislustjórn, þriggja rétta máltíð og Stuðmenn spiluðu fyrir dansi.Guðni Bergsson, formaður KSÍ.Vísir/VilhelmNáið samstarf með Guðna Þannig skildu leiðir að mati formanna félaganna að sögn Haraldar. Ekkert heyrðist frá leikmannasamtökunum í tæpa þrjá mánuði eða þar til í lok ágúst. Þá hafði Kristinn formaður samband og tilkynnti að lokahófið, sem Haraldur segir langt í frá að hafi fengið grænt ljós frá félögunum, yrði í Gamla Bíó föstudagskvöldið 6. október. Nú væri lagt upp með að ÍTF greiddi fyrir fordrykkinn sem væri í kringum milljón krónur í kostnað, skipt á félögin. Formenn ÍTF komu af fjöllum, töldu að hófið hefið verið slegið útaf borðinu enda ekkert heyrt í tæpa þrjá mánuði, og veltu enn fyrir sér hver aðkoma KSÍ að málinu yrði. Kristinn hafi svarað því til að samtökin hefðu óskað eftir því að KSÍ sæi um að greiða fyrir matinn, sem væri stærsti kostnaðarliðurinn. Þeir Guðni Bergsson hefðu verið í nánu samstarfi með hófið yfir sumarið og það styttist í þeirra ákvörðun í málinu. Ekki liggur fyrir hver kostnaður KSÍ af hófinu hefði átt að vera. En miðað við að matarkostnaðurinn var áætlaður sá dýrasti, og lagt upp með að ÍTF greiddi milljón krónur í fordrykkinn, er ljóst að kostnaður KSÍ hefði hlaupið á milljónum króna.Valsmenn eru Íslandsmeistarar í efstu deild karla, í 21. skiptivísir/anton brinkKomu af fjöllum ÍTF svaraði Kristni og leikmannasamtökunum í framhaldinu. Afstaða félaganna væri sú að nánast öll félögin í efstu deild hefðu þegar skipulagt lokahóf sem færu fram 30. september. Kostnaður við þau væri mikill og ekki forsenda fyrir því að taka þátt í kostnaði við annað lokahóf helgina á eftir. Þá væri fjöldi leikmanna farinn af landi brott, ýmist í frí eða erlendir leikmenn á leiðinni heim. Þá sögðust félögin hafa áhyggjur af því að tilkynnt væri um lokahóf á vegum samtakanna og KSÍ án þess að félögin væru upplýst um stöðu mála eða höfð með í ráðum. Lokahóf sem þetta þyrfti að liggja fyrir áður en tímabil hæfist svo félögin gætu ráðfært sig. „Við komum gjörsamlega af fjöllum. Enda heldur enginn lokahóf án aðkomu félaganna. Einhver leikmannasamtök gera það ekki frekar en fiskbúð vesturbæjar,“ segir Haraldur. Samþykki félaganna væri lykilatriði og þá um leið þeirra félaga sem væru með lið í Pepsi-deild kvenna.Þór/KA vann sinn annan Íslandsmeistaratitil eftir sigur á FH í lokaleik.Vísir/ÞórirÆtluðu að græða Haraldur segist hafa heyrt í Guðna Bergssyni, formanni KSÍ, eftir samskiptin í lok ágúst þar sem leikmannasamtökin tilkynntu að allt hefði verið unnið í nánu samstarfi við KSÍ þótt aðkoma sambandsins að lokahófinu væri óljós. „KSÍ og Pepsi töluðu þannig við okkur að leikmannasamtökin hefðu kynnt þetta eins og við værum með í þessu,“ segir Haraldur. „Fyrir mér fara þeir fram með blekkingum. Þeir ætluðu að græða á lokahófinu. Þetta var aldrei með samþykki okkar,“ segir Haraldur. Öll samskiptin séu til á tölvupóstsformi ef málið þurfi frekari skýringa við. Eftir stendur að um 95% leikmanna í efstu deildum vilja endurvekja hófið. Haraldur segir að skipulagning þurfi að vera betri og með mun meiri fyrirvara. „Þetta er bara eitthvað sem menn þurfa að setjast yfir. Styrktaraðilar deildarinnar og KSÍ sem eiga að sjá um þetta. Hvaða leikmenn eru annars í þessum leikmannasamtökum? Það er enginn leikmaður Víkings í þessum leikmannasamtökum. Það er mjög sérstakt að reyna að koma sér svona á framfæri.“Andri Rúnar Bjarnason með verðlaun sín að loknum síðasta leik Grindavíkur. Hann var valinn bestur í deildinni og varð markahæstur með 19 mörk.Silja ÚlfarsdóttirSegir KSÍ hafa viljað koma að málinu Upphaf umræðu vikunnar á lokahófi KSÍ voru bakpankar Benedikts Bóasar Hinirikssonar í Fréttablaðinu á mánudaginn þar sem hann gagnrýndi hvernig staðið væri að veitingu verðlauna í efstu deild. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, mætti í Bítið og sagði vilja KSÍ að standa að veglegu lokahófi. „Ég ræddi þetta fyrir tímabilið við fyrirliða félaganna og forsvarsmann leikmannasamtakanna þar sem var rætt um að koma þessu á. Þó auðvitað með þeim fyrirvara að það væri í samvinnu við félögin í deildinni,“ sagði Guðni. Fundir samtakanna við fyrirliða í karlaboltanum annars vegar og kvennaboltanum hins vegar fóru fram í apríl. Var Guðni viðstaddur fundinn með fyrirliðum karlaliðanna en erlendis þegar fundað var með fyrirliðum kvennaliðanna.Viðtal Bítismanna við Guðna má heyra hér að neðan.„KSÍ var tilbúið að koma að þessu en það tókst einhverra hluta vegna ekki að koma þessu á legg með félögunum. Ég myndi vilja setjast niður með félögunum og ræða þetta því mér finnst vera meiri bragur á því að halda veglegt lokahóf.“ Ekki liggur fyrir hve mikla peninga KSÍ var tilbúið að setja í lokahófið. Eðli málsins samkvæmt er þann lið ekki að finna í fjárhagsáætlun KSÍ enda fór umræða um lokahófið ekki af stað fyrr en eftir samþykkt áætlunar á ársþingi KSÍ í febrúar.Árum saman fór lokahóf KSÍ fram á Broadway á Hótel Íslandi. Að neðan má sjá myndir frá hófunum frá 2003-2007.Vísir/Daníel
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Undirbjuggu veglegt lokahóf en félögum þótti kostnaðurinn of mikill 19 af hverjum tuttugu í efstu deild vilja veglegt lokahóf. Félögin virðast ekki tilbúin í kostnaðinn sem því fylgir. Leikmannasamtök Íslands ætla að reyna aftur á næsta ári. 3. október 2017 13:00 Aðgerða er þörf KSÍ er hætt að halda hóf fyrir liðin og þetta hefur farið úr risastóru partýi á Hótel Íslandi niður í verðlaunaafhendingu í Háskólabíói og í það að KSÍ dreifi verðlaunum eins og áður er upptalið. 2. október 2017 06:00 Guðni vill halda veglegt lokahóf Guðni Bergsson, formaður KSÍ, mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun til þess að svara gagnrýni í Fréttablaðinu í dag. 2. október 2017 10:45 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Sjá meira
Undirbjuggu veglegt lokahóf en félögum þótti kostnaðurinn of mikill 19 af hverjum tuttugu í efstu deild vilja veglegt lokahóf. Félögin virðast ekki tilbúin í kostnaðinn sem því fylgir. Leikmannasamtök Íslands ætla að reyna aftur á næsta ári. 3. október 2017 13:00
Aðgerða er þörf KSÍ er hætt að halda hóf fyrir liðin og þetta hefur farið úr risastóru partýi á Hótel Íslandi niður í verðlaunaafhendingu í Háskólabíói og í það að KSÍ dreifi verðlaunum eins og áður er upptalið. 2. október 2017 06:00
Guðni vill halda veglegt lokahóf Guðni Bergsson, formaður KSÍ, mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun til þess að svara gagnrýni í Fréttablaðinu í dag. 2. október 2017 10:45