Formaður Bjartrar framtíðar tekur skoðanakannanir ekki nærri sér Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. október 2017 15:49 Óttarr Proppé segir liðsmenn Bjartrar framtíðar keika og hressa þrátt fyrir lítið fylgi í skoðanakönnunum. Vísir/Hanna Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, kveðst lesa það í kannanir síðustu daga að staðan í stjórnmálunum sé óljós og að mikil hreyfing sé á fylginu. Í síðustu þremur könnunum, það er í könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis í dag, í þjóðarpúlsi Gallup á laugardag sem og í könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið sama dag mælist Björt framtíð með það lítið fylgi að flokkurinn næði ekki mönnum á þing. „Auðvitað vildi maður alltaf sjá betri stöðu í könnunum en það sem maður les í þessar kannanir sem eru að birtast þessa daga er að það er mikil hreyfing á fylgi og staðan mjög óljós. Þannig að maður tekur þetta ekkert nærri sér. Við höfum nú séð það svartara,“ segir Óttarr í samtali við Vísi. Aðspurður hvað hann telji að skýri þetta litla fylgi flokksins segir Óttarr: „Ég held að það sem skýri þetta sé óljós staða fyrir fólki. Það er mikið flakk á fylgi og órói í stjórnmálunum og það er í sjálfu sér bara líka góður möguleiki á breytingum. Síðan auðvitað hefur umræðan í kosningabaráttunni frekar snúist um menn heldur en málefni og ég held að þegar nær dregur þá eigi málefnin eftir að skipta meira máli. Svo við erum bara keik og hress.“Það hefur stundum verið talað um dauðakoss Sjálfstæðisflokksins í íslenskum stjórnmálum, það er að þeir flokkar sem fari með honum í ríkisstjórn nái ekki miklu flugi í næstu kosningum. Óttast Óttarr ekkert þann umtalaða koss? „Nei, ég tek nú ekki mikið mark á hindurvitnum og þetta er eitt af mörgu sem er sagt. Ég held að við í Bjartri framtíð erum nýr flokkur og höfum sveiflast upp og niður í skoðanakönnunum alveg síðan 2012. Auðvitað er þátttaka okkar í ríkisstjórn og þáttur Bjartrar framtíðar í að slíta ríkisstjórninni hefur örugglega áhrif á það hvernig fólk er að upplifa okkur en ég tengi það ekki við þessar skoðanakannanir,“ segir Óttarr. Þá segir hann flokkinn hafa fundið fyrir miklum stuðningi undanfarið sem og skilningi á þeirri ákvörðun flokksins að draga sig út úr ríkisstjórnarsamstarfinu með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn. Kosningar 2017 Tengdar fréttir VG stærsti flokkurinn í nýjum þjóðarpúlsi VG hefur 24,8% fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn 23,1%. Björt framtíð og Viðreisn ná ekki manni inn á þing. 30. september 2017 12:45 Björt framtíð, Viðreisn og Miðflokkurinn myndu ekki ná inn á þing Viðreisn, Björt Framtíð og Miðflokkurinn myndu ekki fá þingsæti samkvæmt niðurstöðum úr nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. 30. september 2017 09:54 Ný könnun fréttastofu: Björt og Viðreisn myndu hverfa af þingi VG fengi 29 prósenta fylgi ef kosið væri nú og yrði stærsti flokkurinn. Miðflokkurinn kæmi mun fleiri mönnum á þing en Framsókn. Samfylkingin sækir í sig veðrið, en Björt framtíð og Viðreisn fengju ekki þingmenn. 4. október 2017 02:30 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, kveðst lesa það í kannanir síðustu daga að staðan í stjórnmálunum sé óljós og að mikil hreyfing sé á fylginu. Í síðustu þremur könnunum, það er í könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis í dag, í þjóðarpúlsi Gallup á laugardag sem og í könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið sama dag mælist Björt framtíð með það lítið fylgi að flokkurinn næði ekki mönnum á þing. „Auðvitað vildi maður alltaf sjá betri stöðu í könnunum en það sem maður les í þessar kannanir sem eru að birtast þessa daga er að það er mikil hreyfing á fylgi og staðan mjög óljós. Þannig að maður tekur þetta ekkert nærri sér. Við höfum nú séð það svartara,“ segir Óttarr í samtali við Vísi. Aðspurður hvað hann telji að skýri þetta litla fylgi flokksins segir Óttarr: „Ég held að það sem skýri þetta sé óljós staða fyrir fólki. Það er mikið flakk á fylgi og órói í stjórnmálunum og það er í sjálfu sér bara líka góður möguleiki á breytingum. Síðan auðvitað hefur umræðan í kosningabaráttunni frekar snúist um menn heldur en málefni og ég held að þegar nær dregur þá eigi málefnin eftir að skipta meira máli. Svo við erum bara keik og hress.“Það hefur stundum verið talað um dauðakoss Sjálfstæðisflokksins í íslenskum stjórnmálum, það er að þeir flokkar sem fari með honum í ríkisstjórn nái ekki miklu flugi í næstu kosningum. Óttast Óttarr ekkert þann umtalaða koss? „Nei, ég tek nú ekki mikið mark á hindurvitnum og þetta er eitt af mörgu sem er sagt. Ég held að við í Bjartri framtíð erum nýr flokkur og höfum sveiflast upp og niður í skoðanakönnunum alveg síðan 2012. Auðvitað er þátttaka okkar í ríkisstjórn og þáttur Bjartrar framtíðar í að slíta ríkisstjórninni hefur örugglega áhrif á það hvernig fólk er að upplifa okkur en ég tengi það ekki við þessar skoðanakannanir,“ segir Óttarr. Þá segir hann flokkinn hafa fundið fyrir miklum stuðningi undanfarið sem og skilningi á þeirri ákvörðun flokksins að draga sig út úr ríkisstjórnarsamstarfinu með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir VG stærsti flokkurinn í nýjum þjóðarpúlsi VG hefur 24,8% fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn 23,1%. Björt framtíð og Viðreisn ná ekki manni inn á þing. 30. september 2017 12:45 Björt framtíð, Viðreisn og Miðflokkurinn myndu ekki ná inn á þing Viðreisn, Björt Framtíð og Miðflokkurinn myndu ekki fá þingsæti samkvæmt niðurstöðum úr nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. 30. september 2017 09:54 Ný könnun fréttastofu: Björt og Viðreisn myndu hverfa af þingi VG fengi 29 prósenta fylgi ef kosið væri nú og yrði stærsti flokkurinn. Miðflokkurinn kæmi mun fleiri mönnum á þing en Framsókn. Samfylkingin sækir í sig veðrið, en Björt framtíð og Viðreisn fengju ekki þingmenn. 4. október 2017 02:30 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
VG stærsti flokkurinn í nýjum þjóðarpúlsi VG hefur 24,8% fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn 23,1%. Björt framtíð og Viðreisn ná ekki manni inn á þing. 30. september 2017 12:45
Björt framtíð, Viðreisn og Miðflokkurinn myndu ekki ná inn á þing Viðreisn, Björt Framtíð og Miðflokkurinn myndu ekki fá þingsæti samkvæmt niðurstöðum úr nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. 30. september 2017 09:54
Ný könnun fréttastofu: Björt og Viðreisn myndu hverfa af þingi VG fengi 29 prósenta fylgi ef kosið væri nú og yrði stærsti flokkurinn. Miðflokkurinn kæmi mun fleiri mönnum á þing en Framsókn. Samfylkingin sækir í sig veðrið, en Björt framtíð og Viðreisn fengju ekki þingmenn. 4. október 2017 02:30