Spá 43% vexti í endurnýjanlegum orkugjöfum til 2022 Kjartan Kjartansson skrifar 4. október 2017 17:41 Mesti vöxturinn í framleiðslugetu á raforku í fyrra kom frá sólarorku. Vísir/AFP Framleiðslugeta endurnýjanlegra orkugjafa vex um 43% á heimsvísu næstu fimm árin samkvæmt nýrri spá Alþjóðaorkumálastofnunarinnar (IEA). Vaxtarkippur í sólarorku í Kína og á Indlandi er meginástæða þess að stofnunin spáir meiri vexti nú en í fyrra. Tveir þriðju hlutar af viðbótarframleiðslugetu rafmagns í fyrra komu frá endurnýjanlegum orkugjöfum, alls 165 gígavött. IEA spáir að þeir muni bæta 920 GW við fyrir árið 2022, að því er segir í frétt Carbon Brief. Spáin gerir jafnframt ráð fyrir því að Indverjar fari fram úr Evrópubúum í framleiðslugetu raforku með endurnýjanlegum orkugjöfum í fyrsta skipti á fimm ára tímabilinu.Kínverjar risarnir í sólarorkuMesti vöxtur í orkuframleiðslu árið 2016 kom frá sólarorku. Alls bættust 74 GW við framleiðslugetu sólarorkuvera í fyrra sem er nærri því helmingsaukning borið saman við viðbótina árið á undan. Kínverjar bera ábyrgð á stærstum hluta sólarorkunnar sem bættist við í fyrra og hafa þegar náð markmiði sem þeir höfðu sett sér fyrir árið 2020, samkvæmt skýrslu IEA. Kínversk fyrirtæki stjórna nú 60% framleiðslugetunnar á sólarsellum. Þó að IEA hafi uppfært spá sína fyrir 2022 og geri nú ráð fyrir að endurnýjanlegir orkugjafar vaxi hraðar bendir Carbon Brief á að skýrslur stofnunarinnar hafi ítrekað vanmetið vöxt í geiranum. Loftslagsmál Orkumál Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Framleiðslugeta endurnýjanlegra orkugjafa vex um 43% á heimsvísu næstu fimm árin samkvæmt nýrri spá Alþjóðaorkumálastofnunarinnar (IEA). Vaxtarkippur í sólarorku í Kína og á Indlandi er meginástæða þess að stofnunin spáir meiri vexti nú en í fyrra. Tveir þriðju hlutar af viðbótarframleiðslugetu rafmagns í fyrra komu frá endurnýjanlegum orkugjöfum, alls 165 gígavött. IEA spáir að þeir muni bæta 920 GW við fyrir árið 2022, að því er segir í frétt Carbon Brief. Spáin gerir jafnframt ráð fyrir því að Indverjar fari fram úr Evrópubúum í framleiðslugetu raforku með endurnýjanlegum orkugjöfum í fyrsta skipti á fimm ára tímabilinu.Kínverjar risarnir í sólarorkuMesti vöxtur í orkuframleiðslu árið 2016 kom frá sólarorku. Alls bættust 74 GW við framleiðslugetu sólarorkuvera í fyrra sem er nærri því helmingsaukning borið saman við viðbótina árið á undan. Kínverjar bera ábyrgð á stærstum hluta sólarorkunnar sem bættist við í fyrra og hafa þegar náð markmiði sem þeir höfðu sett sér fyrir árið 2020, samkvæmt skýrslu IEA. Kínversk fyrirtæki stjórna nú 60% framleiðslugetunnar á sólarsellum. Þó að IEA hafi uppfært spá sína fyrir 2022 og geri nú ráð fyrir að endurnýjanlegir orkugjafar vaxi hraðar bendir Carbon Brief á að skýrslur stofnunarinnar hafi ítrekað vanmetið vöxt í geiranum.
Loftslagsmál Orkumál Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira