Enginn vill tilnefna fulltrúa neytenda í verðlagsnefnd búvara Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 5. október 2017 06:00 Forystumenn launþega og neytenda hafa ekki áhuga á að eiga fulltrúa í verðlagsnefnd Búvara. mynd/lárus karl ingason Velferðarráðherra skipaði Þórólf Matthíasson hagfræðiprófessor og Dóru Siv Tynes í verðlagsnefnd búvöru í stað fulltrúa neytenda sem enginn vill tilnefna. Samkvæmt búvörulögum eiga ASÍ og BSRB að tilnefna sinn fulltrúann hvort. Hvorug samtakanna nýttu sér réttinn og féll það í skaut velferðarráðherra að tilnefna í þeirra stað. „ASÍ krafðist þess fyrir tveimur árum að þessi nefnd yrði lögð niður, enda væri starfsemi hennar tóm vitleysa,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, og segir ASÍ ekki vilja ábyrgð á þessu kerfi. Greinin eigi að falla undir samkeppnislög eins og aðrar atvinnugreinar. „BSRB og ASÍ hættu að tilnefna fulltrúa í verðlagsnefnd þegar mjólkurframleiðendur ályktuðu á aðalfundi að gera breytingar á verðlagsnefndinni og ákveða sjálfir hvernig þeir verðlegðu sínar vörur,“ segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB. „Við verðum bara að treysta því að þarna séu neytendur inni því allir eru neytendur búvara,“ segir Elín, aðspurð hvort hún telji ekki slæmt að neytendur eigi ekki lengur fulltrúa í nefndinni. Neytendasamtökin eiga ekki tilnefningarrétt í nefndina og hafa ekki sóst eftir því að sögn Brynhildar Pétursdóttur, framkvæmdastjóra samtakanna. „Ástæðan er fyrst og fremst sú að nefndin vinnur eftir fyrirfram gefnum forsendum sem nefndarmenn hafa lítið um að segja.“ Neytendasamtökin hafi oft hafa gagnrýnt landbúnaðarkerfið því ekki sé nægilegt tillit tekið til hagsmuna neytenda. Aðalhagfræðingur Viðskiptaráðs er nýskipaður formaður nefndarinnar, en Viðskiptaráð hefur gagnrýnt landbúnaðarkerfið harðlega á svipuðum forsendum og ASÍ, BSRB og Neytendasamtökin. Ólíkt samtökum launafólks og neytenda fagnar Viðskiptaráð hins vegar fjölbreyttri samsetningu nefndarinnar, að sögn Katrínar Olgu Jóhannesdóttur, formanns Viðskiptaráðs. Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Neytendur Tengdar fréttir Gunnar Bragi og Sigmundur æfir vegna skipunar Þórólfs í verðlagsnefnd Tala um skipan Þórólfs sem stríðsyfirlýsingu við bændur og landsbyggðina. 3. október 2017 16:29 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Ætla að synda frá Elliðaey til Vestmannaeyja Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Sjá meira
Velferðarráðherra skipaði Þórólf Matthíasson hagfræðiprófessor og Dóru Siv Tynes í verðlagsnefnd búvöru í stað fulltrúa neytenda sem enginn vill tilnefna. Samkvæmt búvörulögum eiga ASÍ og BSRB að tilnefna sinn fulltrúann hvort. Hvorug samtakanna nýttu sér réttinn og féll það í skaut velferðarráðherra að tilnefna í þeirra stað. „ASÍ krafðist þess fyrir tveimur árum að þessi nefnd yrði lögð niður, enda væri starfsemi hennar tóm vitleysa,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, og segir ASÍ ekki vilja ábyrgð á þessu kerfi. Greinin eigi að falla undir samkeppnislög eins og aðrar atvinnugreinar. „BSRB og ASÍ hættu að tilnefna fulltrúa í verðlagsnefnd þegar mjólkurframleiðendur ályktuðu á aðalfundi að gera breytingar á verðlagsnefndinni og ákveða sjálfir hvernig þeir verðlegðu sínar vörur,“ segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB. „Við verðum bara að treysta því að þarna séu neytendur inni því allir eru neytendur búvara,“ segir Elín, aðspurð hvort hún telji ekki slæmt að neytendur eigi ekki lengur fulltrúa í nefndinni. Neytendasamtökin eiga ekki tilnefningarrétt í nefndina og hafa ekki sóst eftir því að sögn Brynhildar Pétursdóttur, framkvæmdastjóra samtakanna. „Ástæðan er fyrst og fremst sú að nefndin vinnur eftir fyrirfram gefnum forsendum sem nefndarmenn hafa lítið um að segja.“ Neytendasamtökin hafi oft hafa gagnrýnt landbúnaðarkerfið því ekki sé nægilegt tillit tekið til hagsmuna neytenda. Aðalhagfræðingur Viðskiptaráðs er nýskipaður formaður nefndarinnar, en Viðskiptaráð hefur gagnrýnt landbúnaðarkerfið harðlega á svipuðum forsendum og ASÍ, BSRB og Neytendasamtökin. Ólíkt samtökum launafólks og neytenda fagnar Viðskiptaráð hins vegar fjölbreyttri samsetningu nefndarinnar, að sögn Katrínar Olgu Jóhannesdóttur, formanns Viðskiptaráðs.
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Neytendur Tengdar fréttir Gunnar Bragi og Sigmundur æfir vegna skipunar Þórólfs í verðlagsnefnd Tala um skipan Þórólfs sem stríðsyfirlýsingu við bændur og landsbyggðina. 3. október 2017 16:29 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Ætla að synda frá Elliðaey til Vestmannaeyja Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Sjá meira
Gunnar Bragi og Sigmundur æfir vegna skipunar Þórólfs í verðlagsnefnd Tala um skipan Þórólfs sem stríðsyfirlýsingu við bændur og landsbyggðina. 3. október 2017 16:29