Líkleg byrjunarlið á morgun: Kári gæti snúið aftur og Tyrkir í 4-4-2 Tómas Þór Þórðarson í Eskisehir skrifar 5. október 2017 14:00 Íslenska liðið sem byrjaði síðasta leik. Vísir/Eyþór Eftir góðu fréttirnar af landsliðsfyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni í dag verður hausverkur Heimis Hallgrímssonar að velja byrjunarliðið fyrir stórleikinn gegn Tyrklandi á morgun aðeins minni. Það er þá í raun ein „laus“ staða en það er á öðrum vængnum. Þar sem Emil Hallfreðsson er í leikbanni er nær öruggt að Birkir Bjarnason verði með Aroni á miðjunni í 4-5-1 kerfinu og Gylfi Þór Sigurðsson fyrir framan þá. Birkir hefur áður leyst af á miðjunni, meðal annars í sigrinum gegn Tyrklandi í fyrra, og gert það vel. Jóhann Berg verður á sínum stað en þar sem Birkir færir sig inn á miðjuna fær væntanlega Arnór Ingvi Traustason eða Rúrik Gíslason tækifæri í byrjunarliðinu. Miðað við að Rúrik hefur verið að vinna sig framar í goggunarröðina og Arnór Ingvi ekki fengið sömu tækifærin og á síðasta ári reiknar Vísir með Rúrik á hinum kantinum. Jón Daði Böðvarsson spilaði gríðarlega vel í leiknum á móti Úkraínu eftir að Alfreð Finnbogason var í basli á móti Finnlandi en það virtist henta Gylfa Þór betur að hafa Jón Daða að vinna í kringum sig. Þannig fékk Gylfi meira að sjá boltann sem skilaði sér í tveimur mörkum. Kári Árnason var bekkjaður fyrir leikinn á móti Úkraínu eftir að vera alveg búinn eftir tapið í Finnlandi en hann var þá ekki í miklu leikformi. Sverrir Ingi Ingason spilaði stórvel á móti Úkraínu en líklegt þykir að Heimir haldi sig við miðvarðaparið Ragnar og Kára Árnason í þessum mikilvæga leik. Sverrir gæti þá aftur komið inn í liðið fyrir leikinn á móti Kósóvó á mánudaginn.Svona eru líkleg byrjunarlið að mati Vísis.vísirTvær breytingar hjá Tyrklandi Tyrkneskir blaðamenn sem íslenska pressan hefur rætt við eru ekki samstíga í því hvort þeirra menn stilli upp í 4-5-1 eða 4-4-2. Sumir hér í Eskisehir sjá fyrir sér 4-5-1 og að Burak Yilmaz, framherjinn öflugi, verði bekkjaður. Aftur á móti hefur Vísir fengið aðrar upplýsingar frá blaðamönnum í Istanbúl en þar var fullyrt í blaðinu Milliyet í dag að Mircea Lucescu, þjálfari Tyrklands, myndi halda sig við 4-4-2 kerfið sem gaf sigurinn á móti Króatíu. Rúmenski þjálfarinn, sem verður í leikbanni annað kvöld, veit að hann verður að skora mark eða mörk og vinna leikinn ætli hann að koma liðinu áfram og því er hann sagður ætla að stilla upp tveimur framherjum. Hann þarf að gera eina breytingu vegna leikbanns Hakans Calhanaglu og inn fyrir hann kemur á hægri kantinn Caglar Söyüncü, leikmaður Freiburg. Reynsluboltinn Emre Belezoglu kemur svo inn á miðjuna fyrir Besiktas-manninn Oguzhan Özyakup. Leikur Tyrklands og Íslands hefst klukkan 18.45 að íslenskum tíma annað kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimir: Verður erfitt að koma skilaboðum inn á völlinn Búist er við ærandi látum á nýja Eskisehir-vellinum annað kvöld þar sem Ísland mætir Tyrklandi. 5. október 2017 11:30 Ólafur Ingi meira í bröndurunum en að fræða strákana um Tyrkland Miðjumaður íslenska landsliðsins spilar í Tyrklandi. 5. október 2017 09:30 Aron Einar: Ekki mörg lið sem lifa með okkur þegar að við náum dampi Landsliðsfyrirliðinn er ánægður með undirbúninginn fyrir leikinn á móti Tyrklandi. 5. október 2017 08:26 Horfir til betri vegar með meiðsli Arons Einars Landsliðsfyrirliðinn gæti byrjað leikinn á móti Tyrklandi á morgun. 5. október 2017 07:55 Svona var fundur Heimis og Arons Einars í Eskisehir Vísir var með beina beina textalýsingu frá blaðamannafundi íslenska landsliðsins í fótbolta í Eskisehir í Tyrklandi þar sem strákarnir okkar mæta Tyrkjum í undankeppni HM 2018 annað kvöld. 5. október 2017 07:30 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Sjá meira
Eftir góðu fréttirnar af landsliðsfyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni í dag verður hausverkur Heimis Hallgrímssonar að velja byrjunarliðið fyrir stórleikinn gegn Tyrklandi á morgun aðeins minni. Það er þá í raun ein „laus“ staða en það er á öðrum vængnum. Þar sem Emil Hallfreðsson er í leikbanni er nær öruggt að Birkir Bjarnason verði með Aroni á miðjunni í 4-5-1 kerfinu og Gylfi Þór Sigurðsson fyrir framan þá. Birkir hefur áður leyst af á miðjunni, meðal annars í sigrinum gegn Tyrklandi í fyrra, og gert það vel. Jóhann Berg verður á sínum stað en þar sem Birkir færir sig inn á miðjuna fær væntanlega Arnór Ingvi Traustason eða Rúrik Gíslason tækifæri í byrjunarliðinu. Miðað við að Rúrik hefur verið að vinna sig framar í goggunarröðina og Arnór Ingvi ekki fengið sömu tækifærin og á síðasta ári reiknar Vísir með Rúrik á hinum kantinum. Jón Daði Böðvarsson spilaði gríðarlega vel í leiknum á móti Úkraínu eftir að Alfreð Finnbogason var í basli á móti Finnlandi en það virtist henta Gylfa Þór betur að hafa Jón Daða að vinna í kringum sig. Þannig fékk Gylfi meira að sjá boltann sem skilaði sér í tveimur mörkum. Kári Árnason var bekkjaður fyrir leikinn á móti Úkraínu eftir að vera alveg búinn eftir tapið í Finnlandi en hann var þá ekki í miklu leikformi. Sverrir Ingi Ingason spilaði stórvel á móti Úkraínu en líklegt þykir að Heimir haldi sig við miðvarðaparið Ragnar og Kára Árnason í þessum mikilvæga leik. Sverrir gæti þá aftur komið inn í liðið fyrir leikinn á móti Kósóvó á mánudaginn.Svona eru líkleg byrjunarlið að mati Vísis.vísirTvær breytingar hjá Tyrklandi Tyrkneskir blaðamenn sem íslenska pressan hefur rætt við eru ekki samstíga í því hvort þeirra menn stilli upp í 4-5-1 eða 4-4-2. Sumir hér í Eskisehir sjá fyrir sér 4-5-1 og að Burak Yilmaz, framherjinn öflugi, verði bekkjaður. Aftur á móti hefur Vísir fengið aðrar upplýsingar frá blaðamönnum í Istanbúl en þar var fullyrt í blaðinu Milliyet í dag að Mircea Lucescu, þjálfari Tyrklands, myndi halda sig við 4-4-2 kerfið sem gaf sigurinn á móti Króatíu. Rúmenski þjálfarinn, sem verður í leikbanni annað kvöld, veit að hann verður að skora mark eða mörk og vinna leikinn ætli hann að koma liðinu áfram og því er hann sagður ætla að stilla upp tveimur framherjum. Hann þarf að gera eina breytingu vegna leikbanns Hakans Calhanaglu og inn fyrir hann kemur á hægri kantinn Caglar Söyüncü, leikmaður Freiburg. Reynsluboltinn Emre Belezoglu kemur svo inn á miðjuna fyrir Besiktas-manninn Oguzhan Özyakup. Leikur Tyrklands og Íslands hefst klukkan 18.45 að íslenskum tíma annað kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimir: Verður erfitt að koma skilaboðum inn á völlinn Búist er við ærandi látum á nýja Eskisehir-vellinum annað kvöld þar sem Ísland mætir Tyrklandi. 5. október 2017 11:30 Ólafur Ingi meira í bröndurunum en að fræða strákana um Tyrkland Miðjumaður íslenska landsliðsins spilar í Tyrklandi. 5. október 2017 09:30 Aron Einar: Ekki mörg lið sem lifa með okkur þegar að við náum dampi Landsliðsfyrirliðinn er ánægður með undirbúninginn fyrir leikinn á móti Tyrklandi. 5. október 2017 08:26 Horfir til betri vegar með meiðsli Arons Einars Landsliðsfyrirliðinn gæti byrjað leikinn á móti Tyrklandi á morgun. 5. október 2017 07:55 Svona var fundur Heimis og Arons Einars í Eskisehir Vísir var með beina beina textalýsingu frá blaðamannafundi íslenska landsliðsins í fótbolta í Eskisehir í Tyrklandi þar sem strákarnir okkar mæta Tyrkjum í undankeppni HM 2018 annað kvöld. 5. október 2017 07:30 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Sjá meira
Heimir: Verður erfitt að koma skilaboðum inn á völlinn Búist er við ærandi látum á nýja Eskisehir-vellinum annað kvöld þar sem Ísland mætir Tyrklandi. 5. október 2017 11:30
Ólafur Ingi meira í bröndurunum en að fræða strákana um Tyrkland Miðjumaður íslenska landsliðsins spilar í Tyrklandi. 5. október 2017 09:30
Aron Einar: Ekki mörg lið sem lifa með okkur þegar að við náum dampi Landsliðsfyrirliðinn er ánægður með undirbúninginn fyrir leikinn á móti Tyrklandi. 5. október 2017 08:26
Horfir til betri vegar með meiðsli Arons Einars Landsliðsfyrirliðinn gæti byrjað leikinn á móti Tyrklandi á morgun. 5. október 2017 07:55
Svona var fundur Heimis og Arons Einars í Eskisehir Vísir var með beina beina textalýsingu frá blaðamannafundi íslenska landsliðsins í fótbolta í Eskisehir í Tyrklandi þar sem strákarnir okkar mæta Tyrkjum í undankeppni HM 2018 annað kvöld. 5. október 2017 07:30