Fótbolti

O´Neill og Keane framlengja við Írland

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Roy Keane hefur ekki haldið starfi svona lengi síðan hann hætti í fótboltanum.
Roy Keane hefur ekki haldið starfi svona lengi síðan hann hætti í fótboltanum. vísir/getty
Írsku landsliðsþjálfararnir Martin O´Neill og Roy Keane skrifuðu í gær undir nýjan samning við írska knattspyrnusambandið.

Nýi samningur þeirra félaga er fram yfir EM árið 2020.

O´Neill tók við landsliðinu af Giovanni Trapattoni árið 2013 og tók þá Keane með sér sem aðstoðarþjálfara. Þeir hafa náð vel saman og gert flotta hluti með írska liðið.

„Það eru spennandi tímar fram undan hjá írska liðinu þar sem ungir leikmenn eru að koma upp. Ég var ekki viss um að ég myndi venjast því að vera landsliðsþjálfari en að komast á EM gerði þetta allt þess virði,“ sagði O´Neill.

Írar spila við Moldavíu í kvöld og Wales á mánudag. Þeir verða að vinna báða leiki til þess að eygja von um umspilssæti fyrir HM næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×