Fótbolti

Arnór Ingvi: Geri mitt besta og vonast eftir spiltíma

Tómas Þór Þórðarson í Eskisehir skrifar
Arnór Ingvi Traustason, sóknarmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, hefur ekki fengið mikið að spila fyrir Ísland í þessari undankeppni eftir að vera ein af óvæntu stjörnum EM 2016.

Arnór gæti fengið tækifærið í kvöld þegar strákarnir okkar mæta Tyrklandi í undankeppni HM 2018 í Eskisehir klukkan 21.45 að staðartíma.

„Það vilja allir spila fótboltaleiki og þá sérstaklega með landsliðinu og ég tala nú ekki um þennan leik. Menn leggja sig alltaf fram hérna á æfingum og vilja spila en það er þjálfarinn sem að velur liðið. Við verðum að virða það,“ sagði Arnór Ingvi við Vísi á æfingu liðsins í Antalya fyrr í vikunni.

„Þetta er alltaf eins fyrir mig. Ég kem hingað og geri mitt besta og vonast eftir smá spiltíma. Það hefur ekkert breyst mikið hjá mér.“

Arnór hefur heldur ekki fengið að spila mikið fyrir nýja liðið sitt AEK í Grikklandi en þangað kom hann frá Rapid Vín í Austurríki.

„Fyrstu vikurnar eru búnar að vera svolítið erfiðar. Þetta er nýtt fyrir mér. Ég hef ekki fengið mikið að spila eins og maður vonaðist eftir. Lífið þarna er samt mjög gott og gott að vera þarna. Vonandi fæ ég bara að fá að spila meira,“ sagði hann.

„Ég hef alveg rætt oft við þjálfarann en liðinu hefur gengið ótrúlega vel. Við erum efstir og aðeins búnir að fá á okkur tvö mörk. Liðið er að spila rosalega vel heima og í Evrópu. Það er erfitt að breyta sigurliði þannig að maður bíður bara þolinmóður,“ sagði Arnór Ingvi Traustason.

Allt viðtalið má sjá hér að ofan.


Tengdar fréttir

Enginn að fara fram úr sér

Strákarnir okkar hefja lokasprettinn í átt að HM 2018 í Rússlandi í kvöld er þeir mæta Tyrkjum í brjálaðri stemningu í Eskisahir. Góðar fréttir af fyrirliðanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×