Jón Rúnar: Heimir jafnmikið stórmenni í þessu og hann hefur verið stórmenni í þessi sautján ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2017 16:12 Jón Rúnar Halldórsson, formaður Knattspyrnudeildar FH og Heimir Guðjónsson, fráfarandi þjálfari FH. Vísir/Stefán Jón Rúnar Halldórsson, formaður Knattspyrnudeildar FH, ræddi við Vísi um þá ákvörðun FH að Heimir Guðjónsson myndi láta af störfum sem þjálfari FH-liðsins. Heimir Guðjónsson gerði FH-liðið fimm sinnum að Íslandsmeisturum á tíu árum. „Eins og hjá öllu góðu og faglegu fólki þá eru svona hluti alltaf til skoðunar. Við viljum trúa því að við gerum ekki hlutina í einhverju óðagoti. Þetta er ekki neitt skemmtiefni,“ sagði Jón Rúnar um þá stóru ákvörðun að skipta um þjálfara hjá meistaraflokki karla hjá FH. „Við höfum bara að komist að því, og þegar ég segi við þá er það félagið og þar með talinn þjálfarinn, að þetta sé tími til þess að breyta til og gera eitthvað nýtt. Þess vegna er þetta lendingin,“ sagði Jón Rúnar. „Það er með þetta eins og annað að ákvarðanir eru teknar þegar þær eru teknar og svo getur vel verið að þetta sé tóm helvítis þvæla,“ sagði Jón Rúnar í léttum tón en þetta stærsta ákvörðun sem Knattspyrnudeild FH hefur tekið? „Þetta er í þeim flokki,“ sagði Jón Rúnar en hvað með leitina af næsta þjálfara FH? „Nú þarf að hugsa það vel og vanda sig. Við þurfum að sjá hvað kemur upp úr þeim hatti,“ sagði Jón Rúnar en þegar Ólafur Jóhannesson hætti með liðið árið 2007 til að taka við íslenska landsliðinu þá réði FH aðstoðarmann hans, Heimi Guðjónsson. „Við vorum svo heppnir að hafa rétta manninn í túngarðinum þá,“ sagði Jón Rúnar en mun þjálfaraleitin taka langan tíma? „Við tökum bara þann tíma sem þarf. Hann getur verið langur og hann getur verið stuttur. Ég veit ekkert um það,“ sagði Jón Rúnar. Tími Heimis með FH-liðið er sögulegur. Tíu tímabil, fimm Íslandsmeistaratitlar og fjögur silfurverðlaun. „Allt hefur sinn tíma í þessu sem öðru. Við verðum líka að vera menn sem hanga ekki bara á einhverju roði af því því bara,“ sagði Jón Rúnar. En hverjir koma þá til greina sem eftirmenn Heimis? „Þegar við erum að tala um íslensk nöfn þá eru það ekkert margir. Ef við tölum um erlend nöfn þá eru heldur ekkert margir. Að sjálfsögðu er það eðlilegt að menn komi upp með nöfn sem eru innan seilingar. Ég geri ekki athugasemd við það,“ sagði Jón Rúnar þegar nafn Ólafs Kristjánssonar var nefnt við hann. Ólafur er atvinnulaus eftir að hann hætti með Randers-liðið. Að þjálfa FH hlýtur að vera eitt eftirsóttasta starfið í íslenskum fótbolta? „Fyrir menn sem hafa metnað þá held ég að ég sé ekki að gorta með það með því að segja að FH hljóti að vera þar efst á blaði,“ sagði Jón Rúnar. En skilja Heimir og FH í góðu? „Það skal tekið fram að Heimir er stórmenni hvað það varðar. Hann setur sjálfan sig ekki fremst. Hann er jafnmikið stórmenni í þessu og hann hefur verið stórmenni í þessi sautján ár sem hann hefur verið hjá okkur. Hjá okkur er enginn kali eða eitthvað svoleiðis enda reynum við að skilja við okkar fólk þannig að komi til þess þá finnist það vera velkomið til baka,“ sagði Jón Rúnar. Jón Rúnar hefur ekki áhyggjur af því að Heimir verði atvinnulaus lengi. „Ætli það sé ekki meira hringt í hann heldur en mig þar að segja menn sem vilja fá hann í vinnu. Það væri nú eitthvað ef hann væri ekki eftirsóttur,“ sagði Jón Rúnar. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Fleiri fréttir Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Sjá meira
Jón Rúnar Halldórsson, formaður Knattspyrnudeildar FH, ræddi við Vísi um þá ákvörðun FH að Heimir Guðjónsson myndi láta af störfum sem þjálfari FH-liðsins. Heimir Guðjónsson gerði FH-liðið fimm sinnum að Íslandsmeisturum á tíu árum. „Eins og hjá öllu góðu og faglegu fólki þá eru svona hluti alltaf til skoðunar. Við viljum trúa því að við gerum ekki hlutina í einhverju óðagoti. Þetta er ekki neitt skemmtiefni,“ sagði Jón Rúnar um þá stóru ákvörðun að skipta um þjálfara hjá meistaraflokki karla hjá FH. „Við höfum bara að komist að því, og þegar ég segi við þá er það félagið og þar með talinn þjálfarinn, að þetta sé tími til þess að breyta til og gera eitthvað nýtt. Þess vegna er þetta lendingin,“ sagði Jón Rúnar. „Það er með þetta eins og annað að ákvarðanir eru teknar þegar þær eru teknar og svo getur vel verið að þetta sé tóm helvítis þvæla,“ sagði Jón Rúnar í léttum tón en þetta stærsta ákvörðun sem Knattspyrnudeild FH hefur tekið? „Þetta er í þeim flokki,“ sagði Jón Rúnar en hvað með leitina af næsta þjálfara FH? „Nú þarf að hugsa það vel og vanda sig. Við þurfum að sjá hvað kemur upp úr þeim hatti,“ sagði Jón Rúnar en þegar Ólafur Jóhannesson hætti með liðið árið 2007 til að taka við íslenska landsliðinu þá réði FH aðstoðarmann hans, Heimi Guðjónsson. „Við vorum svo heppnir að hafa rétta manninn í túngarðinum þá,“ sagði Jón Rúnar en mun þjálfaraleitin taka langan tíma? „Við tökum bara þann tíma sem þarf. Hann getur verið langur og hann getur verið stuttur. Ég veit ekkert um það,“ sagði Jón Rúnar. Tími Heimis með FH-liðið er sögulegur. Tíu tímabil, fimm Íslandsmeistaratitlar og fjögur silfurverðlaun. „Allt hefur sinn tíma í þessu sem öðru. Við verðum líka að vera menn sem hanga ekki bara á einhverju roði af því því bara,“ sagði Jón Rúnar. En hverjir koma þá til greina sem eftirmenn Heimis? „Þegar við erum að tala um íslensk nöfn þá eru það ekkert margir. Ef við tölum um erlend nöfn þá eru heldur ekkert margir. Að sjálfsögðu er það eðlilegt að menn komi upp með nöfn sem eru innan seilingar. Ég geri ekki athugasemd við það,“ sagði Jón Rúnar þegar nafn Ólafs Kristjánssonar var nefnt við hann. Ólafur er atvinnulaus eftir að hann hætti með Randers-liðið. Að þjálfa FH hlýtur að vera eitt eftirsóttasta starfið í íslenskum fótbolta? „Fyrir menn sem hafa metnað þá held ég að ég sé ekki að gorta með það með því að segja að FH hljóti að vera þar efst á blaði,“ sagði Jón Rúnar. En skilja Heimir og FH í góðu? „Það skal tekið fram að Heimir er stórmenni hvað það varðar. Hann setur sjálfan sig ekki fremst. Hann er jafnmikið stórmenni í þessu og hann hefur verið stórmenni í þessi sautján ár sem hann hefur verið hjá okkur. Hjá okkur er enginn kali eða eitthvað svoleiðis enda reynum við að skilja við okkar fólk þannig að komi til þess þá finnist það vera velkomið til baka,“ sagði Jón Rúnar. Jón Rúnar hefur ekki áhyggjur af því að Heimir verði atvinnulaus lengi. „Ætli það sé ekki meira hringt í hann heldur en mig þar að segja menn sem vilja fá hann í vinnu. Það væri nú eitthvað ef hann væri ekki eftirsóttur,“ sagði Jón Rúnar.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Fleiri fréttir Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Sjá meira