Jón Rúnar: Heimir jafnmikið stórmenni í þessu og hann hefur verið stórmenni í þessi sautján ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2017 16:12 Jón Rúnar Halldórsson, formaður Knattspyrnudeildar FH og Heimir Guðjónsson, fráfarandi þjálfari FH. Vísir/Stefán Jón Rúnar Halldórsson, formaður Knattspyrnudeildar FH, ræddi við Vísi um þá ákvörðun FH að Heimir Guðjónsson myndi láta af störfum sem þjálfari FH-liðsins. Heimir Guðjónsson gerði FH-liðið fimm sinnum að Íslandsmeisturum á tíu árum. „Eins og hjá öllu góðu og faglegu fólki þá eru svona hluti alltaf til skoðunar. Við viljum trúa því að við gerum ekki hlutina í einhverju óðagoti. Þetta er ekki neitt skemmtiefni,“ sagði Jón Rúnar um þá stóru ákvörðun að skipta um þjálfara hjá meistaraflokki karla hjá FH. „Við höfum bara að komist að því, og þegar ég segi við þá er það félagið og þar með talinn þjálfarinn, að þetta sé tími til þess að breyta til og gera eitthvað nýtt. Þess vegna er þetta lendingin,“ sagði Jón Rúnar. „Það er með þetta eins og annað að ákvarðanir eru teknar þegar þær eru teknar og svo getur vel verið að þetta sé tóm helvítis þvæla,“ sagði Jón Rúnar í léttum tón en þetta stærsta ákvörðun sem Knattspyrnudeild FH hefur tekið? „Þetta er í þeim flokki,“ sagði Jón Rúnar en hvað með leitina af næsta þjálfara FH? „Nú þarf að hugsa það vel og vanda sig. Við þurfum að sjá hvað kemur upp úr þeim hatti,“ sagði Jón Rúnar en þegar Ólafur Jóhannesson hætti með liðið árið 2007 til að taka við íslenska landsliðinu þá réði FH aðstoðarmann hans, Heimi Guðjónsson. „Við vorum svo heppnir að hafa rétta manninn í túngarðinum þá,“ sagði Jón Rúnar en mun þjálfaraleitin taka langan tíma? „Við tökum bara þann tíma sem þarf. Hann getur verið langur og hann getur verið stuttur. Ég veit ekkert um það,“ sagði Jón Rúnar. Tími Heimis með FH-liðið er sögulegur. Tíu tímabil, fimm Íslandsmeistaratitlar og fjögur silfurverðlaun. „Allt hefur sinn tíma í þessu sem öðru. Við verðum líka að vera menn sem hanga ekki bara á einhverju roði af því því bara,“ sagði Jón Rúnar. En hverjir koma þá til greina sem eftirmenn Heimis? „Þegar við erum að tala um íslensk nöfn þá eru það ekkert margir. Ef við tölum um erlend nöfn þá eru heldur ekkert margir. Að sjálfsögðu er það eðlilegt að menn komi upp með nöfn sem eru innan seilingar. Ég geri ekki athugasemd við það,“ sagði Jón Rúnar þegar nafn Ólafs Kristjánssonar var nefnt við hann. Ólafur er atvinnulaus eftir að hann hætti með Randers-liðið. Að þjálfa FH hlýtur að vera eitt eftirsóttasta starfið í íslenskum fótbolta? „Fyrir menn sem hafa metnað þá held ég að ég sé ekki að gorta með það með því að segja að FH hljóti að vera þar efst á blaði,“ sagði Jón Rúnar. En skilja Heimir og FH í góðu? „Það skal tekið fram að Heimir er stórmenni hvað það varðar. Hann setur sjálfan sig ekki fremst. Hann er jafnmikið stórmenni í þessu og hann hefur verið stórmenni í þessi sautján ár sem hann hefur verið hjá okkur. Hjá okkur er enginn kali eða eitthvað svoleiðis enda reynum við að skilja við okkar fólk þannig að komi til þess þá finnist það vera velkomið til baka,“ sagði Jón Rúnar. Jón Rúnar hefur ekki áhyggjur af því að Heimir verði atvinnulaus lengi. „Ætli það sé ekki meira hringt í hann heldur en mig þar að segja menn sem vilja fá hann í vinnu. Það væri nú eitthvað ef hann væri ekki eftirsóttur,“ sagði Jón Rúnar. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Frá Skagafirði á Akranes Körfubolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Fleiri fréttir Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjá meira
Jón Rúnar Halldórsson, formaður Knattspyrnudeildar FH, ræddi við Vísi um þá ákvörðun FH að Heimir Guðjónsson myndi láta af störfum sem þjálfari FH-liðsins. Heimir Guðjónsson gerði FH-liðið fimm sinnum að Íslandsmeisturum á tíu árum. „Eins og hjá öllu góðu og faglegu fólki þá eru svona hluti alltaf til skoðunar. Við viljum trúa því að við gerum ekki hlutina í einhverju óðagoti. Þetta er ekki neitt skemmtiefni,“ sagði Jón Rúnar um þá stóru ákvörðun að skipta um þjálfara hjá meistaraflokki karla hjá FH. „Við höfum bara að komist að því, og þegar ég segi við þá er það félagið og þar með talinn þjálfarinn, að þetta sé tími til þess að breyta til og gera eitthvað nýtt. Þess vegna er þetta lendingin,“ sagði Jón Rúnar. „Það er með þetta eins og annað að ákvarðanir eru teknar þegar þær eru teknar og svo getur vel verið að þetta sé tóm helvítis þvæla,“ sagði Jón Rúnar í léttum tón en þetta stærsta ákvörðun sem Knattspyrnudeild FH hefur tekið? „Þetta er í þeim flokki,“ sagði Jón Rúnar en hvað með leitina af næsta þjálfara FH? „Nú þarf að hugsa það vel og vanda sig. Við þurfum að sjá hvað kemur upp úr þeim hatti,“ sagði Jón Rúnar en þegar Ólafur Jóhannesson hætti með liðið árið 2007 til að taka við íslenska landsliðinu þá réði FH aðstoðarmann hans, Heimi Guðjónsson. „Við vorum svo heppnir að hafa rétta manninn í túngarðinum þá,“ sagði Jón Rúnar en mun þjálfaraleitin taka langan tíma? „Við tökum bara þann tíma sem þarf. Hann getur verið langur og hann getur verið stuttur. Ég veit ekkert um það,“ sagði Jón Rúnar. Tími Heimis með FH-liðið er sögulegur. Tíu tímabil, fimm Íslandsmeistaratitlar og fjögur silfurverðlaun. „Allt hefur sinn tíma í þessu sem öðru. Við verðum líka að vera menn sem hanga ekki bara á einhverju roði af því því bara,“ sagði Jón Rúnar. En hverjir koma þá til greina sem eftirmenn Heimis? „Þegar við erum að tala um íslensk nöfn þá eru það ekkert margir. Ef við tölum um erlend nöfn þá eru heldur ekkert margir. Að sjálfsögðu er það eðlilegt að menn komi upp með nöfn sem eru innan seilingar. Ég geri ekki athugasemd við það,“ sagði Jón Rúnar þegar nafn Ólafs Kristjánssonar var nefnt við hann. Ólafur er atvinnulaus eftir að hann hætti með Randers-liðið. Að þjálfa FH hlýtur að vera eitt eftirsóttasta starfið í íslenskum fótbolta? „Fyrir menn sem hafa metnað þá held ég að ég sé ekki að gorta með það með því að segja að FH hljóti að vera þar efst á blaði,“ sagði Jón Rúnar. En skilja Heimir og FH í góðu? „Það skal tekið fram að Heimir er stórmenni hvað það varðar. Hann setur sjálfan sig ekki fremst. Hann er jafnmikið stórmenni í þessu og hann hefur verið stórmenni í þessi sautján ár sem hann hefur verið hjá okkur. Hjá okkur er enginn kali eða eitthvað svoleiðis enda reynum við að skilja við okkar fólk þannig að komi til þess þá finnist það vera velkomið til baka,“ sagði Jón Rúnar. Jón Rúnar hefur ekki áhyggjur af því að Heimir verði atvinnulaus lengi. „Ætli það sé ekki meira hringt í hann heldur en mig þar að segja menn sem vilja fá hann í vinnu. Það væri nú eitthvað ef hann væri ekki eftirsóttur,“ sagði Jón Rúnar.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Frá Skagafirði á Akranes Körfubolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Fleiri fréttir Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjá meira