Fótbolti

Undankeppni HM: Finnar gerðu Íslendingum mikinn greiða

Finnar fagnar marki.
Finnar fagnar marki. vísir/getty
Níu leikir voru í kvöld í undankeppni HM 2018 sem fer fram í Rússlandi. Wales og Írland unnu bæði mikilvæga sigra og Spánn átti í engum vandræðum með Albaníu.

Serbía er efst í D-riðlinum með 18 stig þrátt fyrir tap í kvöld gegn Austurríki, en Wales er í öðru sætinu með 17 stig. Írarnir koma þar fast á eftir með 16 fyrir lokaumferðina.

Spánn er efst í G-riðlinum með 25 stig, en Ítalar eru í öðru sæti með 20 stig. Sá riðill er búinn.

Í okkar riðli, I-riðli, erum við, Íslendingar, á toppnum með 19 stig. Fast á hæla okkar koma Króatar og Úkraínuenn með 17 stig, en Finnar gerðu Íslendingum mikinn greiða með því að jafna í uppbótartíma í kvöld.

D-riðill:

Georgía - Wales 0-1

0-1 Tom Lawrence (49.).

Austurríki - Serbía 3-2

0-1 Luka Milivojevic (11.), 1-1 Guido Burgstaller (25.), 2-1 Marko Aurnatovic (76.), 2-2 Nemanja Matin (83.), 3-2 Louis Schaub (89.).

Írland - Moldóvía 2-0

1-0 Daryl Murphy (2.) 2-0 Daryl Murphy (19.).

G-riðill:

Italia - Makedónía 1-1

1-0 Giorgia Chiellini (40.), 1-1 Aleksandar Trajkovski (77.).

Liechtenstein - Ísrael 0-1

0-1 Eitan Tibi (21.)

Spánn - Albanía 3-0

1-0 Rodrigo (16.), 2-0 Isco (24.), 3-0 Thiago Alcantara (27.).

I-riðill:

Króatía - Finnland 1-1

1-0 Mario Mandzukic (57.), 1-1 Pyry Soiri (90.).

Kósóva - Úkraína 0-2

0-1 Learn Paqarada - sjálfsmark (60.) 0-2 Andriy Yarmolenko (87.).

Tyrkland - Ísland 0-3

0-1 Jóhann Berg Guðmundsson (32.), 0-2 Birkir Bjarnason (39.), 0-3 Kári Árnason (50.).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×