Fótbolti

Myndir frá mögnuðu kvöldi í Eskisehir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson og Birkir Bjarnason fagna marki þess síðarnefnda.
Gylfi Þór Sigurðsson og Birkir Bjarnason fagna marki þess síðarnefnda. vísir/eyþór
Ísland er hársbreidd frá því að tryggja sér farseðilinn á HM í Rússlandi eftir magnaðan 0-3 útisigur á Tyrklandi í Eskisehir í kvöld.

Íslendingar voru mun sterkari aðilinn í leiknum og sigurinn var sanngjarn. Jóhann Berg Guðmundsson, Birkir Bjarnason og Kári Árnason skoruðu mörkin.

Það var mikil stemmning á vellinum í Eskisehir, allt fram að fyrsta marki Íslands sem Jóhann Berg skoraði á 32. mínútu. Eftir það sló þögn á tyrknesku áhorfendurna.

Eyþór Árnason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Eskisehir í kvöld og tók þessar skemmtilegu myndir hér að neðan.


Tengdar fréttir

Kári: Hefðum tekið þessa stöðu fyrir mót

Kári Árnason, miðvörður Íslands, átti frábæran leik í kvöld sem og allir leikmenn íslensa liðsins í 3-0 sigri á Tyrkjum. Kári segir að liðið hefði tekið þessa stöðu fyrir mót; að vera sigri frá sæti á HM.

Heimir: Risa karaktersigur

Heimir Hallgrímsson var að vonum hæstánægður eftir 0-3 sigur Íslands á Tyrklandi í Eskisehir í undankeppni HM í kvöld.

Einkunnir eftir sigurinn í Tyrklandi: Jón Daði maður leiksins

Ísland vann stórbrotinn sigur á Tyrklandi í kvöld, en leiknum lauk með 3-0 sigri Íslands. Jóhann Berg Guðmundsson, Birkir Bjarnason og Kári Árnason skoruðu mörk Íslands og liðið hefur því tryggt sér að minnsta kosti umspilssæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×