Fótbolti

Landsliðsþjálfari Króatíu rekinn

Dagur Lárusson skrifar
Ante Cacic hefur látið af störfum.
Ante Cacic hefur látið af störfum. Vísir/getty
Það voru stórar fréttir að berast frá Króatíska landsliðinu en króatíska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að reka landsliðsþjálfarann Ante Cacic.

Eins og flestir vita þá er Króatía með Íslandi í riðli í undankeppni HM en Króatar gerðu 1-1 jafntefli gegn Finnum í gærkvöldi sem gerðu það að verkum að Ísland tók 1.sætið af Króötum í riðlinum.

Knattspyrnusamband Króatíu funduðu eftir leikinn í gærkvöldi og tóku þá ákvörðun að Ante Cacic myndi ekki stýra liðinu gegn Úkraínu í loka leik liðsins.

Það er ekki vitað enn hver mun stýra liðinu í leiknum en Króatía þarf bæði að vinna sinn leik og treysta á að Ísland nái ekki að vinna Kosovó á Laugardalsvelli til þess að tryggja sig beint inná HM.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×