Nýjasta þjóðhetjan Pyry í viðtali: „Takk, herra forseti!“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. október 2017 14:06 Leikmenn finnska landsliðsins fagna hér Pyry í gær eftir að hann skoraði jöfnunarmarkið. vísir/epa Pyry Soiri, leikmaður finnska landsliðsins í knattspyrnu er nýjasta þjóðhetja Íslendinga eftir að hann skoraði jöfnunarmark Finna gegn Króötum undir lok leiks þeirra í gær, segist glaður hafa hjálpað bæði liði sínu við að ná góðum úrslitum og svo íslenska liðinu. Rætt var við hann í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu í hádeginu í dag. Ísland sigraði Tyrki 3-0 á útivelli í gær eins og flestir vita en landsmenn biðu svo með öndina í hálsinum eftir úrslitunum í leik Finna og Króata þar sem jafntefli þýddi að Ísland myndi tylla sér í toppsæti I-riðils í undankeppni HM. Pyry skoraði jöfnunarmark Finna og eftir að úrslitin voru ljós varð hann á svipstundu hetja í augum okkar Íslendinga. Þannig tóku einhverjir sig til og stofnuðu aðdáendasíðu fyrir Pyry á Facebook þar sem meðlimir eru nú þegar orðnir meira en þrjú þúsund talsins. Pyry hefur aldrei komið til Íslands en segir að nú verði hann að koma til landsins. Hann segist hafa fengið mikið af skemmtilegum og indælum skilaboðum frá Íslendingum seinasta hálfa sólarhringinn en Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi honum meðal annars skilaboð á Facebook-síðu forsetaembættisins í gær. Þar þakkaði Guðni hinum frábæra Pyry fyrir en Pyry hafði reyndar ekki séð skilaboðin. Hann þakkaði Guðna fyrir í þættinum: „Thank you Mr. President!“ sagði Pyry á ensku sem væri einfaldlega á íslensku „Takk, herra forseti!“ Hlusta má á viðtalið við Pyry í spilaranum hér fyrir neðan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hetjur sem óttast ekkert Brjáluðu lætin og óvinveitta andrúmsloftið hafði engin áhrif á strákana okkar sem pökkuðu Tyrkjum saman enn og aftur. Ísland er einum sigri frá HM. 7. október 2017 06:00 Erlendir fjölmiðlar um sigur Íslands: Björk, Sigur Rós og stóri gaurinn úr Ófærð, slakið á og dáist að þessum úrslitum BBC gerir grín að Roy Hodgson vegna sigur Íslands. 6. október 2017 21:22 Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Ég tek þetta bara á mig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord Sjá meira
Pyry Soiri, leikmaður finnska landsliðsins í knattspyrnu er nýjasta þjóðhetja Íslendinga eftir að hann skoraði jöfnunarmark Finna gegn Króötum undir lok leiks þeirra í gær, segist glaður hafa hjálpað bæði liði sínu við að ná góðum úrslitum og svo íslenska liðinu. Rætt var við hann í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu í hádeginu í dag. Ísland sigraði Tyrki 3-0 á útivelli í gær eins og flestir vita en landsmenn biðu svo með öndina í hálsinum eftir úrslitunum í leik Finna og Króata þar sem jafntefli þýddi að Ísland myndi tylla sér í toppsæti I-riðils í undankeppni HM. Pyry skoraði jöfnunarmark Finna og eftir að úrslitin voru ljós varð hann á svipstundu hetja í augum okkar Íslendinga. Þannig tóku einhverjir sig til og stofnuðu aðdáendasíðu fyrir Pyry á Facebook þar sem meðlimir eru nú þegar orðnir meira en þrjú þúsund talsins. Pyry hefur aldrei komið til Íslands en segir að nú verði hann að koma til landsins. Hann segist hafa fengið mikið af skemmtilegum og indælum skilaboðum frá Íslendingum seinasta hálfa sólarhringinn en Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi honum meðal annars skilaboð á Facebook-síðu forsetaembættisins í gær. Þar þakkaði Guðni hinum frábæra Pyry fyrir en Pyry hafði reyndar ekki séð skilaboðin. Hann þakkaði Guðna fyrir í þættinum: „Thank you Mr. President!“ sagði Pyry á ensku sem væri einfaldlega á íslensku „Takk, herra forseti!“ Hlusta má á viðtalið við Pyry í spilaranum hér fyrir neðan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hetjur sem óttast ekkert Brjáluðu lætin og óvinveitta andrúmsloftið hafði engin áhrif á strákana okkar sem pökkuðu Tyrkjum saman enn og aftur. Ísland er einum sigri frá HM. 7. október 2017 06:00 Erlendir fjölmiðlar um sigur Íslands: Björk, Sigur Rós og stóri gaurinn úr Ófærð, slakið á og dáist að þessum úrslitum BBC gerir grín að Roy Hodgson vegna sigur Íslands. 6. október 2017 21:22 Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Ég tek þetta bara á mig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord Sjá meira
Hetjur sem óttast ekkert Brjáluðu lætin og óvinveitta andrúmsloftið hafði engin áhrif á strákana okkar sem pökkuðu Tyrkjum saman enn og aftur. Ísland er einum sigri frá HM. 7. október 2017 06:00
Erlendir fjölmiðlar um sigur Íslands: Björk, Sigur Rós og stóri gaurinn úr Ófærð, slakið á og dáist að þessum úrslitum BBC gerir grín að Roy Hodgson vegna sigur Íslands. 6. október 2017 21:22