Íslensku strákarnir Finnbjörn Jónasson (Finnsi) fæddur 1998 og Hafþór Hákonarson (Hafficool) fæddur 1995 keppa í kvöld í undanúrslitum Evrópudeildar mótsins Overwatch Contenders. Strákarnir spila með liðinu 123 og viðureign þeirra er gegn Team Gigantti.
Þegar þetta er skrifað er útsendingin nýhafin og stutt í að viðureignin hefst.
Sjá einnig: Ætla að gera Íslendinga stolta
Vinni 123 viðureignina í kvöld munu þeir keppa til úrslita Evrópudeildarinnar annað kvöld.
Eftir leik þeirra verða undanúrslitaleikirnir í Norður-Ameríku deildinni spilaðir.