Kynferðisbrot kvikmyndaframleiðanda komu Trump ekki á óvart Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2017 10:49 Trump og Weinstein með Melaniu Trump og Georginu Chapman árið 2009. Vísir/AFP Demókratar í Bandaríkjunum keppast nú við að skila fé sem Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðandi, gaf í sjóði þeirra í kjölfar umfjöllunar um áralöng kynferðisbrot gegn konum. Donald Trump forseti segir að uppljóstranirnar komi honum ekki á óvart. Framferði Weinstein í gengum tíðina komst í hámæli í vikunni eftir að New York Times birti ásakanir leikkvennanna Ashley Judd og Rose McGowan á hendur honum um kynferðislega áreitni og óviðeigandi framkomu. Síðan þá hefur verið greint frá fleiri ásökunum um kynferðislega tilburði Weinstein gegn konum. Þannig sagði sjónvarpskona frá því að hann hefði fróað sér fyrir framan hana á fínu veitingahúsi í New York. Weinstein hefur látið mikið fé af hendi rakna til kosningasjóða demókrata í gegnum tíðina. Landsnefnd flokksins hefur tilkynnt að hún ætli að gefa 30.000 dollara sem komu frá Weinstein í fyrra til góðgerðamála. Nokkrir þingmenn flokksins ætla að gera slíkt hið sama. Sagðist hafa þekkt Weinstein lengi Trump var spurður út í mál Weinstein í gær og sagðist hann þá ekki hissa á ásökununum, að því er segir í frétt Politico. „Ég hef þekkt Harvey Weinstein í langan tíma. Þetta kemur mér alls ekki á óvart,“ sagði forsetinn. Eins og fram kom í kosningabaráttunni í fyrra er Trump sjálfur ekki ókunngur kynferðisáreiti gegn konum. Þannig var rifjuð upp gömul upptaka þar sem Trump talaði digurbarkalega um að hann gæti „gripið í píkuna“ á konum í krafti frægðar sinnar. Þegar Trump var spurður í gær um líkindi máls Weinstein við sín eigin endurtók hann fyrri málsvörn sína um að þar hefði verið á ferðinni „búningsklefatal“. Donald Trump Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Hollywood-framleiðandi stígur til hliðar vegna umfjöllunar New York Times Sagður hafa áreitt kvenkynsstarfsmenn sína ítrekað og sýnt af óviðeigandi framkomu. 5. október 2017 19:55 Hollywood stórlax ræður öflugt lögfræðingateymi vegna yfirvofandi fréttar Fréttin sögð snúast um ásakanir um kynferðisbrot og óviðeigandi hegðun á vinnustað. 4. október 2017 22:30 Öskur og rifrildi á rafmögnuðum neyðarfundi Weinstein-fyrirtækisins Framtíð fyrirtækisins sögð í óvissu eftir umfjöllun The New York Times en heyra mátti öskur og rifrildi á neyðarfundi fyrirtækisins seint í gærkvöldi. 6. október 2017 20:08 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Demókratar í Bandaríkjunum keppast nú við að skila fé sem Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðandi, gaf í sjóði þeirra í kjölfar umfjöllunar um áralöng kynferðisbrot gegn konum. Donald Trump forseti segir að uppljóstranirnar komi honum ekki á óvart. Framferði Weinstein í gengum tíðina komst í hámæli í vikunni eftir að New York Times birti ásakanir leikkvennanna Ashley Judd og Rose McGowan á hendur honum um kynferðislega áreitni og óviðeigandi framkomu. Síðan þá hefur verið greint frá fleiri ásökunum um kynferðislega tilburði Weinstein gegn konum. Þannig sagði sjónvarpskona frá því að hann hefði fróað sér fyrir framan hana á fínu veitingahúsi í New York. Weinstein hefur látið mikið fé af hendi rakna til kosningasjóða demókrata í gegnum tíðina. Landsnefnd flokksins hefur tilkynnt að hún ætli að gefa 30.000 dollara sem komu frá Weinstein í fyrra til góðgerðamála. Nokkrir þingmenn flokksins ætla að gera slíkt hið sama. Sagðist hafa þekkt Weinstein lengi Trump var spurður út í mál Weinstein í gær og sagðist hann þá ekki hissa á ásökununum, að því er segir í frétt Politico. „Ég hef þekkt Harvey Weinstein í langan tíma. Þetta kemur mér alls ekki á óvart,“ sagði forsetinn. Eins og fram kom í kosningabaráttunni í fyrra er Trump sjálfur ekki ókunngur kynferðisáreiti gegn konum. Þannig var rifjuð upp gömul upptaka þar sem Trump talaði digurbarkalega um að hann gæti „gripið í píkuna“ á konum í krafti frægðar sinnar. Þegar Trump var spurður í gær um líkindi máls Weinstein við sín eigin endurtók hann fyrri málsvörn sína um að þar hefði verið á ferðinni „búningsklefatal“.
Donald Trump Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Hollywood-framleiðandi stígur til hliðar vegna umfjöllunar New York Times Sagður hafa áreitt kvenkynsstarfsmenn sína ítrekað og sýnt af óviðeigandi framkomu. 5. október 2017 19:55 Hollywood stórlax ræður öflugt lögfræðingateymi vegna yfirvofandi fréttar Fréttin sögð snúast um ásakanir um kynferðisbrot og óviðeigandi hegðun á vinnustað. 4. október 2017 22:30 Öskur og rifrildi á rafmögnuðum neyðarfundi Weinstein-fyrirtækisins Framtíð fyrirtækisins sögð í óvissu eftir umfjöllun The New York Times en heyra mátti öskur og rifrildi á neyðarfundi fyrirtækisins seint í gærkvöldi. 6. október 2017 20:08 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Hollywood-framleiðandi stígur til hliðar vegna umfjöllunar New York Times Sagður hafa áreitt kvenkynsstarfsmenn sína ítrekað og sýnt af óviðeigandi framkomu. 5. október 2017 19:55
Hollywood stórlax ræður öflugt lögfræðingateymi vegna yfirvofandi fréttar Fréttin sögð snúast um ásakanir um kynferðisbrot og óviðeigandi hegðun á vinnustað. 4. október 2017 22:30
Öskur og rifrildi á rafmögnuðum neyðarfundi Weinstein-fyrirtækisins Framtíð fyrirtækisins sögð í óvissu eftir umfjöllun The New York Times en heyra mátti öskur og rifrildi á neyðarfundi fyrirtækisins seint í gærkvöldi. 6. október 2017 20:08