Fótbolti

Þjálfari Kósovó: Sagði að Ísland myndi vinna riðilinn

Dagur Lárusson skrifar
Albert Bunjaki, þjálfari Kosovó.
Albert Bunjaki, þjálfari Kosovó. Vísir/getty
Kosovó mætir Íslandi í lokaumferð undankeppni HM 2018 á morgun á Laugardalsvelli og sat þjálfari Kosovó, Albert Bunjaki, fyrir svörum á blaðamannafundi í kvöld.

Albert segist átta sig á því að leikurinn á morgun mun vera erfiður enda eru Íslendingar með gott lið en hann spáði því á blaðamannafundi í Zagreb fyrir leik liðsins gegn Króatíu að Ísland myndi vinna riðilinn.

„Ég sagði það á blaðamannfundinum í Zagreb að Ísland myndi vinna riðilinn. Við vitum að Íslendingar eru með gott lið og við viljum óska Heimi og öllum Íslendingum til hamingju með árangurinn síðustu árin.“

„Leikurinn á morgun mun skipta Íslendinga miklu máli en við munum bara spila fyrir okkur og okkar þjóð, ekki fyrir Króata, Úkraínumenn eða Íslendinga. En við búumst við frábæru andrúmslofti í leiknum á morgun.“

Aðspurður út í það hvað sé lykilinn að því að ná góðum úrslitum gegn Íslendingum sagði Albert meðal annars að spila með hjartanu eins og smáþjóðir gera.

„Það er nokkrir þættir sem spila þar inn. Við erum að fara að spila leik sem eru frábrugðnir öllum hinum í riðlinum því þessi leikur mun reyna meira á líkamlega og andlega þætti.“

„Við hugsuðum þetta líka fyrir fyrri leikinn gegn Íslandi í riðlinum en við munum spila með hjartanu, eins og smáþjóðir gera.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×