Versta martröð Shaka Hislop gæti orðið að veruleika komist Ísland á HM Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. október 2017 10:30 Shaka Hislop vill halda metinu "sínu“. Íslenska landsliðið í fótbolta getur komist á HM í fótbolta í kvöld í fyrsta sinn í sögunni en strákarnir okkar mæta Kósóvó í lokaumferð undankeppni HM 2018 á Laugardalsvelli klukkan 18.45. Með sigri fær Ísland farseðilinn til Rússlands en liðið má tapa svo framarlega sem að Króatía og Úkraína gera jafntefli í sínum leik. Það er þó alltaf betra að vinna bara leikinn og hafa þetta öruggt. Takist Íslandi ætlunarverkið í kvöld verðum við minnsta þjóðin í sögunni sem kemst á HM í fótbolta en á Íslandi búa aðeins 340.000 manns. Ísland verður reyndar lang minnsta þjóðin sem hefur komist á HM því sú sem á metið núna er Trínidad og Tóbagó. Trínidad komst á HM 2006 í Þýskaland en þar búa 1,3 milljónir eða milljón fleiri en á Íslandi. Markvörður Tríndad á HM 2006, Shaka Hislop, sem spilaði með Newcastle, West Ham og Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni á sínum tíma, heldur svo sannarlega ekki með Íslandi í kvöld því hann vill halda metinu. Þegar íslenska liðið nálgaðist HM 2014 eftir frábæra undankeppni þar sem strákarnir okkar komust í umspil á móti Króatíu opinberaði Hislop, sem er fótboltasérfræðingur ESPN í dag, að hann vill ekki sjá Ísland á HM. „Ég vil alls ekki sjá neina þjóð bæta okkar met,“ sagði Hislop og varði svo undankeppnina í mið-Ameríku sem hann sagði vera álíka sterka og undankeppnina í Evrópu. „Það býr aðeins fjórðungur þeirra sem búa í heimalandi mínu á Íslandi. Ég er samt sem áður ekki sammála að undankeppnin í Evrópu sé eins góð og allir vilja meina. Ísland myndi ekki vinna t.d. Mexíkó,“ sagði Shaka Hislop. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Tólf sigrar og þrjú jafntefli í síðustu 15 heimaleikjum Íslenska karlalandsliðið hefur ekki tapað leik á Laugardalsvelli síðan 7. júní 2013. 9. október 2017 07:00 Hefðum alltaf tekið þessa stöðu Aron Einar Gunnarsson leikur sinn 75. landsleik þegar Ísland tekur á móti Kósovó í kvöld. Fyrirliðinn er klár í slaginn. Hann segir að íslenska liðið sé komið með mikla reynslu af úrslitaleikjum sem þessum. 9. október 2017 06:00 Núllstilltum okkur og fórum aftur í grunngildin Íslenska karlalandsliðið er aðeins einum sigri á Kósovó frá því að komast á HM í fyrsta sinn. Heimir Hallgrímsson segir að jarðtengingin verði að vera til staðar og það megi alls ekki vanmeta kósovóska liðið. 9. október 2017 06:30 Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira
Íslenska landsliðið í fótbolta getur komist á HM í fótbolta í kvöld í fyrsta sinn í sögunni en strákarnir okkar mæta Kósóvó í lokaumferð undankeppni HM 2018 á Laugardalsvelli klukkan 18.45. Með sigri fær Ísland farseðilinn til Rússlands en liðið má tapa svo framarlega sem að Króatía og Úkraína gera jafntefli í sínum leik. Það er þó alltaf betra að vinna bara leikinn og hafa þetta öruggt. Takist Íslandi ætlunarverkið í kvöld verðum við minnsta þjóðin í sögunni sem kemst á HM í fótbolta en á Íslandi búa aðeins 340.000 manns. Ísland verður reyndar lang minnsta þjóðin sem hefur komist á HM því sú sem á metið núna er Trínidad og Tóbagó. Trínidad komst á HM 2006 í Þýskaland en þar búa 1,3 milljónir eða milljón fleiri en á Íslandi. Markvörður Tríndad á HM 2006, Shaka Hislop, sem spilaði með Newcastle, West Ham og Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni á sínum tíma, heldur svo sannarlega ekki með Íslandi í kvöld því hann vill halda metinu. Þegar íslenska liðið nálgaðist HM 2014 eftir frábæra undankeppni þar sem strákarnir okkar komust í umspil á móti Króatíu opinberaði Hislop, sem er fótboltasérfræðingur ESPN í dag, að hann vill ekki sjá Ísland á HM. „Ég vil alls ekki sjá neina þjóð bæta okkar met,“ sagði Hislop og varði svo undankeppnina í mið-Ameríku sem hann sagði vera álíka sterka og undankeppnina í Evrópu. „Það býr aðeins fjórðungur þeirra sem búa í heimalandi mínu á Íslandi. Ég er samt sem áður ekki sammála að undankeppnin í Evrópu sé eins góð og allir vilja meina. Ísland myndi ekki vinna t.d. Mexíkó,“ sagði Shaka Hislop.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Tólf sigrar og þrjú jafntefli í síðustu 15 heimaleikjum Íslenska karlalandsliðið hefur ekki tapað leik á Laugardalsvelli síðan 7. júní 2013. 9. október 2017 07:00 Hefðum alltaf tekið þessa stöðu Aron Einar Gunnarsson leikur sinn 75. landsleik þegar Ísland tekur á móti Kósovó í kvöld. Fyrirliðinn er klár í slaginn. Hann segir að íslenska liðið sé komið með mikla reynslu af úrslitaleikjum sem þessum. 9. október 2017 06:00 Núllstilltum okkur og fórum aftur í grunngildin Íslenska karlalandsliðið er aðeins einum sigri á Kósovó frá því að komast á HM í fyrsta sinn. Heimir Hallgrímsson segir að jarðtengingin verði að vera til staðar og það megi alls ekki vanmeta kósovóska liðið. 9. október 2017 06:30 Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira
Tólf sigrar og þrjú jafntefli í síðustu 15 heimaleikjum Íslenska karlalandsliðið hefur ekki tapað leik á Laugardalsvelli síðan 7. júní 2013. 9. október 2017 07:00
Hefðum alltaf tekið þessa stöðu Aron Einar Gunnarsson leikur sinn 75. landsleik þegar Ísland tekur á móti Kósovó í kvöld. Fyrirliðinn er klár í slaginn. Hann segir að íslenska liðið sé komið með mikla reynslu af úrslitaleikjum sem þessum. 9. október 2017 06:00
Núllstilltum okkur og fórum aftur í grunngildin Íslenska karlalandsliðið er aðeins einum sigri á Kósovó frá því að komast á HM í fyrsta sinn. Heimir Hallgrímsson segir að jarðtengingin verði að vera til staðar og það megi alls ekki vanmeta kósovóska liðið. 9. október 2017 06:30