Gylfi: Getum ekki beðið eftir að fara til Rússlands Anton Ingi Leifsson skrifar 9. október 2017 21:26 Gylfi Þór Sigurðsson, lagði upp eitt mark og skoraði annað, í 2-0 sigri Íslands á Kósóvó. Sigurinn gerði það að verkum að Ísland tryggði sig inn á HM í Rússlandi 2018. „Ég veit það ekki. Þetta er geggjað. Frábært að við stóðumst pressuna. Það er erfitt að lýsa þessu og þetta er eitthvað sem okkur er búið að dreyma um síðan maður var lítill krakki,“ sagði Gylfi Þór í samtali við Vísi. „Það var mikið af fólki sem hélt að við værum búnir eftir EM, að við myndum hrynja niður og myndum ekki ná sama árangri. Það gerir þetta enn sætara að ná að sýna að við erum meiri karakterarar en bara eitt stórmót. Að vera leiðinni núna á HM er rosalegt." Þegar Gylfi var beðinn um að bera saman EM og HM segir hann að þetta sé vitaskuld ögn stærra. „Þetta er mikið stærra. Nú spilum við bestu lönd í heiminum, mikið stærri keppni og þetta er næstum því eins stórt og þetta gerist. HM er toppurinn og það verður erfitt að toppa þetta.“ Hann segir að leikurinn í kvöld hafi ekkert verið sérstakur, en liðið gerði það sem þurfti. „Það fór mikið púst í leikinn gegn Tyrklandi. Langt ferðalag, spennan og eftirvæntingin fyrir leik tekur á, en ég held aðv ið höfum sýnt þolinmæði. Þetta var ekkert sérstakur leikur, en við skoruðum í fyrri hálfleik og vörðumst síðustu fimm mínúturnar.“ „Síðan gerðum við það eiginlega sama í síðari hálfleik, við vorum ekki að taka neina sénsa þrátt fyrir að við höfum fengið fullt af færum. Ég held að við höfum lært af Kazakstan leiknum síðast.“ „Ég held að síðustu fjögur til fimm ár, síðan Lars og Heimir tóku við, þá hefur mikið gengið upp. Við höfum verið að spila stóra leiki, sérstaklega í þessari keppni.“ „Síðustu tveir leikir hafa verið úrslitaleikir fyrir okkur, en við sýnum það sérstaklega upp á síðkastið að við getum staðist þessa pressu, sérstaklega á klárum varnarleik.“ Framundan eru spurningar um fótboltahallirnar, þjálfarana á Íslandi og fleira. Gylfi er spenntur. „Þetta verður endurtekning á EM. Það fer allt af stað núna, en þetta verður gaman og við getum ekki beðið eftir að fara til Rússlands," sagði Gylfi að lokum. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Kaleo sendir landsliðinu kveðju Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fær stuðning úr öllum áttum í kvöld. 9. október 2017 19:10 Heimir sýndi engin viðbrögð þegar Gylfi skoraði Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson ætlar að halda ró sinni í kvöld þegar strákarnir hans fá tækifæri til að tryggja sér sæti á HM í fyrsta sinn. 9. október 2017 19:31 Twitter í hálfleik: „Burtu með þennan flugvöll og reisum styttu af Gylfa“ Ísland er 1-0 yfir gegn Kósóvó á Laugardalsvelli, en með sigri er Ísland á leiðinni á Heimsmeistaramótið í Rússlandi 2018. 9. október 2017 19:36 Gylfi maður leiksins í sigrinum sögulega á Kósóvó: Einkunnir strákanna í kvöld Íslenska fótboltalandsliðið tryggði sér í kvöld sæti á heimsmeistaramótinu í Rússlandi sumarið 2018 með 2-0 sigri á Kósóvó í lokaleik riðilsins. 9. október 2017 21:08 Umfjöllun: Ísland - Kosóvó 2-0 | Ísland á HM Sigur Íslands í kvöld gegn Kosóvó gulltryggir farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar. 9. október 2017 20:45 Guðni Bergsson: Ekki vekja mig Formaður KSÍ var orðlaus eftir leikinn í kvöld 9. október 2017 20:54 Twitter eftir farseðilinn á HM: „To Russia with love“ Ísland er búið að tryggja sér farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar, en þetta var ljóst eftir sigur Íslands á Kósóvó á Laugardalsvelli, 2-0. 9. október 2017 20:46 Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Ég tek þetta bara á mig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson, lagði upp eitt mark og skoraði annað, í 2-0 sigri Íslands á Kósóvó. Sigurinn gerði það að verkum að Ísland tryggði sig inn á HM í Rússlandi 2018. „Ég veit það ekki. Þetta er geggjað. Frábært að við stóðumst pressuna. Það er erfitt að lýsa þessu og þetta er eitthvað sem okkur er búið að dreyma um síðan maður var lítill krakki,“ sagði Gylfi Þór í samtali við Vísi. „Það var mikið af fólki sem hélt að við værum búnir eftir EM, að við myndum hrynja niður og myndum ekki ná sama árangri. Það gerir þetta enn sætara að ná að sýna að við erum meiri karakterarar en bara eitt stórmót. Að vera leiðinni núna á HM er rosalegt." Þegar Gylfi var beðinn um að bera saman EM og HM segir hann að þetta sé vitaskuld ögn stærra. „Þetta er mikið stærra. Nú spilum við bestu lönd í heiminum, mikið stærri keppni og þetta er næstum því eins stórt og þetta gerist. HM er toppurinn og það verður erfitt að toppa þetta.“ Hann segir að leikurinn í kvöld hafi ekkert verið sérstakur, en liðið gerði það sem þurfti. „Það fór mikið púst í leikinn gegn Tyrklandi. Langt ferðalag, spennan og eftirvæntingin fyrir leik tekur á, en ég held aðv ið höfum sýnt þolinmæði. Þetta var ekkert sérstakur leikur, en við skoruðum í fyrri hálfleik og vörðumst síðustu fimm mínúturnar.“ „Síðan gerðum við það eiginlega sama í síðari hálfleik, við vorum ekki að taka neina sénsa þrátt fyrir að við höfum fengið fullt af færum. Ég held að við höfum lært af Kazakstan leiknum síðast.“ „Ég held að síðustu fjögur til fimm ár, síðan Lars og Heimir tóku við, þá hefur mikið gengið upp. Við höfum verið að spila stóra leiki, sérstaklega í þessari keppni.“ „Síðustu tveir leikir hafa verið úrslitaleikir fyrir okkur, en við sýnum það sérstaklega upp á síðkastið að við getum staðist þessa pressu, sérstaklega á klárum varnarleik.“ Framundan eru spurningar um fótboltahallirnar, þjálfarana á Íslandi og fleira. Gylfi er spenntur. „Þetta verður endurtekning á EM. Það fer allt af stað núna, en þetta verður gaman og við getum ekki beðið eftir að fara til Rússlands," sagði Gylfi að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Kaleo sendir landsliðinu kveðju Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fær stuðning úr öllum áttum í kvöld. 9. október 2017 19:10 Heimir sýndi engin viðbrögð þegar Gylfi skoraði Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson ætlar að halda ró sinni í kvöld þegar strákarnir hans fá tækifæri til að tryggja sér sæti á HM í fyrsta sinn. 9. október 2017 19:31 Twitter í hálfleik: „Burtu með þennan flugvöll og reisum styttu af Gylfa“ Ísland er 1-0 yfir gegn Kósóvó á Laugardalsvelli, en með sigri er Ísland á leiðinni á Heimsmeistaramótið í Rússlandi 2018. 9. október 2017 19:36 Gylfi maður leiksins í sigrinum sögulega á Kósóvó: Einkunnir strákanna í kvöld Íslenska fótboltalandsliðið tryggði sér í kvöld sæti á heimsmeistaramótinu í Rússlandi sumarið 2018 með 2-0 sigri á Kósóvó í lokaleik riðilsins. 9. október 2017 21:08 Umfjöllun: Ísland - Kosóvó 2-0 | Ísland á HM Sigur Íslands í kvöld gegn Kosóvó gulltryggir farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar. 9. október 2017 20:45 Guðni Bergsson: Ekki vekja mig Formaður KSÍ var orðlaus eftir leikinn í kvöld 9. október 2017 20:54 Twitter eftir farseðilinn á HM: „To Russia with love“ Ísland er búið að tryggja sér farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar, en þetta var ljóst eftir sigur Íslands á Kósóvó á Laugardalsvelli, 2-0. 9. október 2017 20:46 Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Ég tek þetta bara á mig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord Sjá meira
Kaleo sendir landsliðinu kveðju Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fær stuðning úr öllum áttum í kvöld. 9. október 2017 19:10
Heimir sýndi engin viðbrögð þegar Gylfi skoraði Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson ætlar að halda ró sinni í kvöld þegar strákarnir hans fá tækifæri til að tryggja sér sæti á HM í fyrsta sinn. 9. október 2017 19:31
Twitter í hálfleik: „Burtu með þennan flugvöll og reisum styttu af Gylfa“ Ísland er 1-0 yfir gegn Kósóvó á Laugardalsvelli, en með sigri er Ísland á leiðinni á Heimsmeistaramótið í Rússlandi 2018. 9. október 2017 19:36
Gylfi maður leiksins í sigrinum sögulega á Kósóvó: Einkunnir strákanna í kvöld Íslenska fótboltalandsliðið tryggði sér í kvöld sæti á heimsmeistaramótinu í Rússlandi sumarið 2018 með 2-0 sigri á Kósóvó í lokaleik riðilsins. 9. október 2017 21:08
Umfjöllun: Ísland - Kosóvó 2-0 | Ísland á HM Sigur Íslands í kvöld gegn Kosóvó gulltryggir farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar. 9. október 2017 20:45
Twitter eftir farseðilinn á HM: „To Russia with love“ Ísland er búið að tryggja sér farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar, en þetta var ljóst eftir sigur Íslands á Kósóvó á Laugardalsvelli, 2-0. 9. október 2017 20:46