Lygar, skömm og leyndarmál Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 1. október 2017 12:00 Elle Marja er 14 ára samísk stelpa sem gætir hreindýra. Þegar hún upplifir kynþáttafordóma í heimavistarskólanum sínum fer hana að dreyma um annað líf. Til að öðlast það þarf hún að verða önnur manneskja og slíta tengslin við fjölskyldu sína og menningu. Þetta er söguþráður kvikmyndarinnar Sami Blood sem Amanda Kernell leikstýrir. Myndin vann Europa Cinemas Label og FEDEORA verðlaunin í Feneyjum og er sýnd á RIFF í ár.Amanda Kernell leikstjóri Sami BloodCarla Orrego VelizKvikmyndin er persónulegt verk Amöndu. „Í fjölskyldu minni eru nokkrir af eldri kynslóð Sama sem afneita uppruna sínum og menningu. Þeir ólust upp í fjöllunum og gættu hreindýrahjarða og töluðu samísku. Seinna fóru þeir í heimavistarskóla þar sem þeim var eingöngu leyft að tala sænsku. Í dag bera þeir önnur nöfn og segjast sænskir og hafa ekki talað við systkini sín síðan á sjöunda áratugnum. Þetta er ekki einsdæmi. Þetta er það sem einkennir þessa kynslóð Sama,“ segir Amanda. „Ég hef alltaf velt því fyrir mér af hverju þeir ákváðu að slíta tengslin og breytast. Getur þú orðið önnur manneskja? Hvað verður um þig ef þú slítur tengsl við fortíðina, menningu og sögu?“ spyr Amanda og segir kvikmyndina ástaróð til eldri kynslóða Sama. „Bæði til þeirra sem slitu á öll tengsl og þeirra sem urðu eftir,“ segir Amanda. „Ég vildi búa til kvikmynd þar sem við skyggnumst inn í samfélag Sama og skoðum þessa skammarlegu meðferð Svía. Ég vildi gera þroskasögu sem er jafn hrá, ofbeldisfull og falleg og sú tilfinning að vaxa úr grasi,“segir Amanda. Kvikmyndin Sami Blood er persónulegt verk Amöndu Kernell.Amanda segir meginþráð í verkum sínum fjalla um lygar, skömm og leyndarmál. „Ég geri kvikmyndir til að skilja heiminn og fólkið í kringum mig. Hver einasta mynd sem ég geri er yfirlýsing um ást til einhvers sem stendur mér nærri. Ég vil setja mig í spor fólks, segir Amanda en hennar næsta verk mun fjalla um forræðisdeilu. RIFF Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Elle Marja er 14 ára samísk stelpa sem gætir hreindýra. Þegar hún upplifir kynþáttafordóma í heimavistarskólanum sínum fer hana að dreyma um annað líf. Til að öðlast það þarf hún að verða önnur manneskja og slíta tengslin við fjölskyldu sína og menningu. Þetta er söguþráður kvikmyndarinnar Sami Blood sem Amanda Kernell leikstýrir. Myndin vann Europa Cinemas Label og FEDEORA verðlaunin í Feneyjum og er sýnd á RIFF í ár.Amanda Kernell leikstjóri Sami BloodCarla Orrego VelizKvikmyndin er persónulegt verk Amöndu. „Í fjölskyldu minni eru nokkrir af eldri kynslóð Sama sem afneita uppruna sínum og menningu. Þeir ólust upp í fjöllunum og gættu hreindýrahjarða og töluðu samísku. Seinna fóru þeir í heimavistarskóla þar sem þeim var eingöngu leyft að tala sænsku. Í dag bera þeir önnur nöfn og segjast sænskir og hafa ekki talað við systkini sín síðan á sjöunda áratugnum. Þetta er ekki einsdæmi. Þetta er það sem einkennir þessa kynslóð Sama,“ segir Amanda. „Ég hef alltaf velt því fyrir mér af hverju þeir ákváðu að slíta tengslin og breytast. Getur þú orðið önnur manneskja? Hvað verður um þig ef þú slítur tengsl við fortíðina, menningu og sögu?“ spyr Amanda og segir kvikmyndina ástaróð til eldri kynslóða Sama. „Bæði til þeirra sem slitu á öll tengsl og þeirra sem urðu eftir,“ segir Amanda. „Ég vildi búa til kvikmynd þar sem við skyggnumst inn í samfélag Sama og skoðum þessa skammarlegu meðferð Svía. Ég vildi gera þroskasögu sem er jafn hrá, ofbeldisfull og falleg og sú tilfinning að vaxa úr grasi,“segir Amanda. Kvikmyndin Sami Blood er persónulegt verk Amöndu Kernell.Amanda segir meginþráð í verkum sínum fjalla um lygar, skömm og leyndarmál. „Ég geri kvikmyndir til að skilja heiminn og fólkið í kringum mig. Hver einasta mynd sem ég geri er yfirlýsing um ást til einhvers sem stendur mér nærri. Ég vil setja mig í spor fólks, segir Amanda en hennar næsta verk mun fjalla um forræðisdeilu.
RIFF Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp