Hafa trú á Andra, FH og ÍBV Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. september 2017 06:00 Stjörnumenn og Eyjamenn berjast á sitt hvorum endanum í lokaumferðinni, Stjarnan um 2. sætið og ÍBV um að bjarga sér frá falli. Fréttablaðið/ Andri Marinó Eyjamenn þekkja það vel að bjarga sér frá falli í lokaumferð Íslandsmótsins og gætu bætt enn einu björgunarafrekinu við í dag. Markametið, annað sætið og sæti í deildinni 2018 eru undir í lokaumferð Pepsi-deildar karla í dag. Fréttablaðið hafði samband við menn í þremur þáttum: Stöð2 Sport um Pepsi-deildina, „Pepsi-mörkin“, „Síðustu 20“ og „Teignum“, og fékk þá til að svara þremur stærstu spurningunum í lokaumferðinni. Samkvæmt þeim þá eru mestar líkur á því að FH-ingar nái í silfurverðlaunin, Ólafsvíkingar falli og að Andri Rúnar Bjarnason að minnsta kostið jafni markametið. Frá því að þriggja stiga reglan var tekin upp árið 1984 hafa Eyjamenn bjargað sér í öll fjögur skiptin þar sem þeir hafa verið í fallbaráttu og ekki fallnir í lokaumferðinni. Það er við hæfi að á aldarfjórðungsafmæli einnar eftirminnilegustu björgunarinnar í sögu deildarinnar mætist sömu lið á sama stað. Fyrir 25 árum mættust ÍBV og KA í lokaumferðinni og áframhaldandi sæti í deildinni var undir. Martin Eyjólfsson var þá hetja Eyjamanna en hann kom inn á sem varamaður og skoraði tvö mörk í 2-1 sigri á KA á Hásteinsvellinum. KA-menn urðu aftur á móti að sætta sig við fall. Að þessu sinni eru nýliðar KA löngu öryggir með sæti sitt en heimamenn hafa aðeins eins stigs forskot á Víking úr Ólafsvík í baráttunni um síðasta örugga sætið. Eyjamenn þurftu aftur á hetjudáðum Martins að halda í lokaumferðinni árið eftir (1993) og aftur skoraði hann sigurmarkið sem hélt liðinu í deildinni. ÍBV-liðið bjargaði sér líka í lokaumferðunum 2005 og í fyrra. Bæði liðin í fallhættu í ár gátu einnig fallið í lokaumferðinni fyrir ári síðan en voru þá í betri stöðu. Fylkir sat þá í fallsæti fyrir lokaleikina og tap Árbæinga á KR-vellinum þýddi að úrslitin úr leikjum Eyjamanna (jafntefli við FH) og Ólafsvíkinga (tap fyrir Stjörnunni) skiptu ekki máli. Mikið er búið að skrifa um Andra Rúnar Bjarnason og markametið á síðustu vikum en Bolvíkinginn vantar enn bara eitt mark til að verða fimmti leikmaður sem skorar 19 mörk á tímabili í efstu deild. Andri Rúnar skoraði ekki í síðasta leik norður á Akureyri en er nú á heimavelli þar sem hann hefur skorað í átta leikjum í röð og alls ellefu mörk í þessum átta síðustu leikjum. Á móti kemur að Fjölnir er ásamt Stjörnunni eina liðið í Pepsi-deildinni sem Andri Rúnar hefur ekki skorað á móti í sumar. Liðin hafa að litlu að keppa og því gæti þetta snúist mikið um Andra og markametið. Valsmenn fá Íslandsmeistaratitilinn afhentan eftir leik sinn á móti Víkingi en tvenn silfurverðlaunin verða annaðhvort afhent á KR-velli eða í Kaplakrika. Stjarnan og FH misstu bæði af Íslandsmeistaratitlinum en tryggðu sér Evrópusætið og berjast síðan um annað sætið í dag. FH-liðið hefur verið meðal tveggja efstu í deildinni fjórtán tímabil í röð en Hafnfirðingar eru í þriðja sætinu á markatölu fyrir lokaumferðina. Stjörnumenn geta tekið silfrið annað árið í röð en þurfa að sækja KR-inga heim. FH-ingar taka á móti Blikum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Tveimur mörkum frá ódauðleika: Andri Rúnar fær góðar kveðjur frá 19 marka klúbbnum Andri Rúnar Bjarnason, framherji Grindavíkur í Pepsi-deild karla í fótbolta, hefur 180 mínútur til að bæta eftirsóttasta met íslenska boltans: Flest mörk á einni leiktíð. 23. september 2017 07:00 Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Frá Skagafirði á Akranes Körfubolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Fleiri fréttir Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjá meira
Eyjamenn þekkja það vel að bjarga sér frá falli í lokaumferð Íslandsmótsins og gætu bætt enn einu björgunarafrekinu við í dag. Markametið, annað sætið og sæti í deildinni 2018 eru undir í lokaumferð Pepsi-deildar karla í dag. Fréttablaðið hafði samband við menn í þremur þáttum: Stöð2 Sport um Pepsi-deildina, „Pepsi-mörkin“, „Síðustu 20“ og „Teignum“, og fékk þá til að svara þremur stærstu spurningunum í lokaumferðinni. Samkvæmt þeim þá eru mestar líkur á því að FH-ingar nái í silfurverðlaunin, Ólafsvíkingar falli og að Andri Rúnar Bjarnason að minnsta kostið jafni markametið. Frá því að þriggja stiga reglan var tekin upp árið 1984 hafa Eyjamenn bjargað sér í öll fjögur skiptin þar sem þeir hafa verið í fallbaráttu og ekki fallnir í lokaumferðinni. Það er við hæfi að á aldarfjórðungsafmæli einnar eftirminnilegustu björgunarinnar í sögu deildarinnar mætist sömu lið á sama stað. Fyrir 25 árum mættust ÍBV og KA í lokaumferðinni og áframhaldandi sæti í deildinni var undir. Martin Eyjólfsson var þá hetja Eyjamanna en hann kom inn á sem varamaður og skoraði tvö mörk í 2-1 sigri á KA á Hásteinsvellinum. KA-menn urðu aftur á móti að sætta sig við fall. Að þessu sinni eru nýliðar KA löngu öryggir með sæti sitt en heimamenn hafa aðeins eins stigs forskot á Víking úr Ólafsvík í baráttunni um síðasta örugga sætið. Eyjamenn þurftu aftur á hetjudáðum Martins að halda í lokaumferðinni árið eftir (1993) og aftur skoraði hann sigurmarkið sem hélt liðinu í deildinni. ÍBV-liðið bjargaði sér líka í lokaumferðunum 2005 og í fyrra. Bæði liðin í fallhættu í ár gátu einnig fallið í lokaumferðinni fyrir ári síðan en voru þá í betri stöðu. Fylkir sat þá í fallsæti fyrir lokaleikina og tap Árbæinga á KR-vellinum þýddi að úrslitin úr leikjum Eyjamanna (jafntefli við FH) og Ólafsvíkinga (tap fyrir Stjörnunni) skiptu ekki máli. Mikið er búið að skrifa um Andra Rúnar Bjarnason og markametið á síðustu vikum en Bolvíkinginn vantar enn bara eitt mark til að verða fimmti leikmaður sem skorar 19 mörk á tímabili í efstu deild. Andri Rúnar skoraði ekki í síðasta leik norður á Akureyri en er nú á heimavelli þar sem hann hefur skorað í átta leikjum í röð og alls ellefu mörk í þessum átta síðustu leikjum. Á móti kemur að Fjölnir er ásamt Stjörnunni eina liðið í Pepsi-deildinni sem Andri Rúnar hefur ekki skorað á móti í sumar. Liðin hafa að litlu að keppa og því gæti þetta snúist mikið um Andra og markametið. Valsmenn fá Íslandsmeistaratitilinn afhentan eftir leik sinn á móti Víkingi en tvenn silfurverðlaunin verða annaðhvort afhent á KR-velli eða í Kaplakrika. Stjarnan og FH misstu bæði af Íslandsmeistaratitlinum en tryggðu sér Evrópusætið og berjast síðan um annað sætið í dag. FH-liðið hefur verið meðal tveggja efstu í deildinni fjórtán tímabil í röð en Hafnfirðingar eru í þriðja sætinu á markatölu fyrir lokaumferðina. Stjörnumenn geta tekið silfrið annað árið í röð en þurfa að sækja KR-inga heim. FH-ingar taka á móti Blikum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Tveimur mörkum frá ódauðleika: Andri Rúnar fær góðar kveðjur frá 19 marka klúbbnum Andri Rúnar Bjarnason, framherji Grindavíkur í Pepsi-deild karla í fótbolta, hefur 180 mínútur til að bæta eftirsóttasta met íslenska boltans: Flest mörk á einni leiktíð. 23. september 2017 07:00 Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Frá Skagafirði á Akranes Körfubolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Fleiri fréttir Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjá meira
Tveimur mörkum frá ódauðleika: Andri Rúnar fær góðar kveðjur frá 19 marka klúbbnum Andri Rúnar Bjarnason, framherji Grindavíkur í Pepsi-deild karla í fótbolta, hefur 180 mínútur til að bæta eftirsóttasta met íslenska boltans: Flest mörk á einni leiktíð. 23. september 2017 07:00