Helga Vala leiðir listann í Reykjavík norður en í 2. sæti á eftir henni situr Páll Valur Björnsson, fyrrverandi þingmaður. Ágúst Ólafur leiðir í Reykjavík suður og á eftir honum kemur Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri við Háskólann í Reykjavík.
Listana í heild sinni má sjá hér neðst.
Ágúst Ólafur Ágústsson er fyrrverandi alþingismaður og varaformaður Samfylkingarinnar. Ágúst hefur upp á síðkastið unnið sem aðjúnkt við Háskóla Íslands. Hann er fyrrverandi efnahagsráðgjafi forsætisráðherra, sat í bankaráði Seðlabanka Íslands og vann um tíma hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Ágúst Ólafur hefur hlotið viðurkenningu Barnaheilla fyrir að sérstök störf í þágu barna og hafa með störfum sínum bætt réttindi og stöðu barna. Ágúst er lögfræðingur og hagfræðingur að mennt.
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir er framkvæmdastjóri Tengsla hjá Háskólanum í Reykjavík en þar hefur hún starfað síðastliðin sex ár. Þar áður starfaði Jóhanna Vigdís sem framkvæmdastjóri Listahátíðar í Reykjavík, sem markaðsstjóri Borgarleikhússins og sem forstöðumaður markaðsmála Straums-Burðaráss fjárfestingabanka. Jóhanna Vigdís er menntuð í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands, með MSc-gráðu í menningarfræði frá Edinborgarháskóla og MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Í störfum sínum undanfarin ár hjá Háskólanum í Reykjavík hefur Jóhanna Vigdís lagt höfuðáherslu á uppbyggingu alþjóðlegs samstarfs og verkefni sem snúa að því að auka veg stúlkna og kvenna í tæknigreinum.
Helga Vala Helgadóttir er héraðsdómslögmaður og leikkona auk þess sem hún er umboðsmaður rokkhljómsveitarinnar Mammút. Helga Vala starfaði um árabil á fjölmiðlum þar sem hún sinnti dagskrárgerð af ýmsum toga áður en hún sneri sér að fullu að lögmennsku en hún er eigandi Völvu lögmanna. Í lögmannsstörfum sínum hefur Helga Vala meðal annarra sinnt réttargæslu fyrir brotaþola kynferðisbrota, sinnt mannréttindamálum og málefnum útlendinga, barna- og fjölskyldurétti auk annars. Síðustu ár hefur Helga Vala sinnt fjölmörgum trúnaðarstörfum, meðal annars setið í stjórn Félags íslenskra leikara, í Þjóðleikhúsráði og Höfundarréttarráði. Árin 2009-2010 var Helga Vala formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík.
Páll Valur Björnsson er fyrrverandi alþingismaður og sat áður í bæjarstjórn Grindavíkur. Páll Valur er menntaður grunnskólakennari og starfar nú sem kennari við Fiskvinnsluskólann í Grindavík en hefur áður meðal annars sinnt kennslu í Grunnskóla Grindavíkur og Njarðvíkurskóla. Páll Valur lagði í þingstörfum sínum mikla áherslu á mannréttindi, velferðarmál og ekki síst á málefni barna. Páli Vali voru á síðasta ári veitt Barnaréttindaverðlaun ungmennaráðs UNICEF á Íslandi, Barnaheilla og ráðgjafarhóps umboðsmanns barna fyrir óþreytandi baráttu sína fyrir hagsmuni barna, ekki síst þeirra sem höllum fæti standa í samfélaginu.
REYKJAVÍK SUÐUR
- Ágúst Ólafur Ágústsson, háskólakennari
- Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri
- Einar Kárason, rithöfundur
- Ellert B. Schram, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og fyrrv. alþingismaður
- Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar
- Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR stéttarfélags og leikstjóri
- Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir, vefsmiður, kaos-pilot og athafnastjóri Siðmenntar
- Guðmundur Gunnarsson, fyrrv. formaður Rafiðnaðarsambands Íslands
- Margrét M. Norðdahl, myndlistarkona
- Reynir Sigurbjörnsson, rafvirki
- Sigríður Arndís Jóhannsdóttir, verkefnastjóri þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða
- Tómas Guðjónsson, stjórnmálafræðinemi
- Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir, laganemi
- Hlal Jarah, veitingamaður á Mandi
- Ragnheiður Sigurjónsdóttir, uppeldisfræðingur
- Reynir Vilhjálmsson, eðlisfræðingur og framhaldsskólakennari
- Halla B. Thorkelsson, fyrrverandi formaður Heyrnarhjálpar
- Ída Finnbogadóttir, mannfræðingur og varaformaður Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík
- Sigurður Svavarsson, bókaútgefandi
- Signý Sigurðardóttir, viðskiptafræðingur
- Björgvin Guðmundsson, viðskiptafræðingur og fyrrv. borgarfulltrúi
- Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrv. forsætisráðherra
- Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og leikkona
- Páll Valur Björnsson, grunnskólakennari
- Eva Baldursdóttir, lögfræðingur
- Þórarinn Snorri Sigurgeirsson, sagnfræðingur og formaður Ungra jafnaðarmanna
- Nikólína Hildur Sveinsdóttir, mannfræðinemi
- Þröstur Ólafsson, hagfræðingur
- Sigríður Ásta Eyþórsdóttir (Sassa), iðjuþjálfi í Hagaskóla
- Hallgrímur Helgason, rithöfundur og myndlistarmaður
- Anna Margrét Ólafsdóttir, leikskólastjóri
- Óli Jón Jónsson, kynningar- og fræðslufulltrúi BHM
- Edda Björgvinsdóttir, leikkona og menningarstjórnandi
- Birgir Þórarinsson (Biggi veira), tónlistarmaður í GusGus og DJ
- Jana Thuy Helgadóttir, túlkur
- Leifur Björnsson, rútubílstjóri og leiðsögumaður
- Vanda Sigurgeirsdóttir, uppeldis- og menntunarfræðingur
- Hervar Gunnarsson, vélstjóri
- Áshildur Haraldsdóttir, flautuleikari
- Þorkell Heiðarsson, líffræðingur og tónlistarmaður
- Ingibjörg Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur
- Gunnar Lárus Hjálmarsson (Dr. Gunni), tónlistarmaður
- Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,hagfræðingur og fyrrv. þingkona
- Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri