Sundrung, upplausn og óvissa til umræðu í Víglínunni Samúel Karl Ólason skrifar 30. september 2017 11:28 Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins stendur í ströngu þessa dagana. Ekki bara við undirbúning alþingiskosninga eftir fjórar vikur heldur glímir hann einnig við upplausn í eigin flokki því nánast daglega berast fréttir af úrsögnum forystufólks og almennra flokksmanna úr flokknum víðs vegar um land. Sigurður Ingi verður gestur Heimis Más Péturssonar fréttamanns í Víglínunni í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20 í dag. Þar verður farið yfir stöðuna innan Framsóknarflokksins og hvað formaðurinn telur að flokkurinn hafi fram að færa á næsta kjörtímabili. Stjórnmálaflokkarnir munu allir ljúka frágangi framboðslista sinna nú um helgina og fyrir lok komandi viku. Vinstri græn hafa verið hástökkvarar kannanna undanfarnar vikur og mælst með allt að 30 prósenta fylgi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður flokksins sækist eftir fyrsta sætinu í suðvesturkjördæmi (Kraganum) sem er eina kjördæmið þar sem fram fer forval hjá flokknum fyrir komandi kosningar. Rósa Björk mætir í seinni hluta Víglínunnar ásamt Þorsteini Víglundssyni þingmanni Viðreisnar og Ingu Sæland formanni Flokks fólksins. Flokkur fólksins hefur mælst ágætlega í könnunum að undanförnu og fengi kjörna fulltrúa á þing samkvæmt þeim. En Viðreisn á hins vegar á brattan að sækja og nær samkvæmt nýjustu könnun Félagsvísindastofnunar ekki fulltrúum á Alþingi. Víglínan er í opinni dagskrá og í beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20. Kosningar 2017 Víglínan Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins stendur í ströngu þessa dagana. Ekki bara við undirbúning alþingiskosninga eftir fjórar vikur heldur glímir hann einnig við upplausn í eigin flokki því nánast daglega berast fréttir af úrsögnum forystufólks og almennra flokksmanna úr flokknum víðs vegar um land. Sigurður Ingi verður gestur Heimis Más Péturssonar fréttamanns í Víglínunni í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20 í dag. Þar verður farið yfir stöðuna innan Framsóknarflokksins og hvað formaðurinn telur að flokkurinn hafi fram að færa á næsta kjörtímabili. Stjórnmálaflokkarnir munu allir ljúka frágangi framboðslista sinna nú um helgina og fyrir lok komandi viku. Vinstri græn hafa verið hástökkvarar kannanna undanfarnar vikur og mælst með allt að 30 prósenta fylgi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður flokksins sækist eftir fyrsta sætinu í suðvesturkjördæmi (Kraganum) sem er eina kjördæmið þar sem fram fer forval hjá flokknum fyrir komandi kosningar. Rósa Björk mætir í seinni hluta Víglínunnar ásamt Þorsteini Víglundssyni þingmanni Viðreisnar og Ingu Sæland formanni Flokks fólksins. Flokkur fólksins hefur mælst ágætlega í könnunum að undanförnu og fengi kjörna fulltrúa á þing samkvæmt þeim. En Viðreisn á hins vegar á brattan að sækja og nær samkvæmt nýjustu könnun Félagsvísindastofnunar ekki fulltrúum á Alþingi. Víglínan er í opinni dagskrá og í beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20.
Kosningar 2017 Víglínan Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira