Sjálfstæðisflokkur til í að endurskoða stjórnarskrána í áföngum Heimir Már Pétursson skrifar 20. september 2017 19:30 Sjálfstæðisflokkurinn hefur opnað fyrir heildarendurskoðun á stjórnarskránni í áföngum á þremur kjörtímabilum. Formenn flokkanna ræða meðal annars möguleika á samkomulagi um þessi mál ásamt breytingar á lögum um útlendinga, uppreist æru og lög um notendastýrða persónulega aðstoð áður en þingstörfum lýkur fyrir kosningar. Formenn stjórnmálaflokkanna hafa átt fundi með forseta Alþingis frá því á mánudag til að reyna að ná samkomulagi um framtíð þingstarfa. Þeir áttu síðast í dag um tveggja stunda fund til að reyna að ná samkomulagi um hvaða mál verði afgreidd fyrir kosningar. Samkomulag náðist ekki á þeim fundi og ætla formennirnir að hittast aftur á föstudag. Ekkert þingmál er komið til nefndar en stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd er þó að fjalla um framkvæmd laga um uppreist æru. Það liggur því enginn formlegur listi þingmála fyrir til að afgreiða. Formenn höfðu mismikið að segja eftir að fundi þeirra lauk í dag og voru á mismikilli hraðferð.Óttarr Proppé er formaður Bjartrar framtíðar.Vísir/HannaKatrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna vildi lítið segja við fréttamenn að loknum fundi formannanna enda að flýta sér á annan fund. Sagði lítið að frétta en boðað hefði verið til annars fundar á föstudag. Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar sagði formennina vera að skoða afgreiðslu nokkurra mála. „Ég hef lagt áherslu á mál varðandi útlendingalög. Varðandi notendastýrða persónulega aðstoð og varðandi einhvers konar útfærslur í að þoka stjórnarmálunum áfram. En það eru nokkur mál sem eru til umræðu. Uppreist æru til dæmis,“ sagði Óttarr og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins tók undir nauðsyn þess að skoða þau mál. „Skyldi engan undra. Enda hefur dómsmálaráðherrann boðað að þar þurfi að gera breytingar. Svo eru önnur mál sem flokkarnir eru sammála um að þurfi að vera í traustum farvegi. Þar eru menn kannski ekki að horfa á lok þessa þings heldur horfa meira inn í áramótin. Getum tekið þar sem dæmi NPA málin,“ sagði Bjarni.Forsætisráðherra fór á fund forseta á dögunum með þingrofsbeiðniVísir/AntonFormaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram minnisblað til formannanna um aðferð við að ljúka heildarendurskoðun á stjórnarskránni í áföngum á þremur kjörtímabilum en formennirnir áttu fund um málið í ágúst. „En það tryggir að minnsta kosti að þá verði búið að fara yfir hana í áföngum. Það þýðir þá líka um leið að menn eru ekki að tala um frumvarp til heildarendurskoðunar á stjórnarskránni í einu frumvarpi,“ segir Bjarni. Hann telur sjálfsagt að verða við ákalli Guðna Th. Jóhannessonar forseta Ísland í setningarræðu hans á Alþingi um að ákvæði um völd og áhrif forseta í stjórnarskrá verði skýrari enda sé hann sjálfur þeirrar skoðunar. „Það er svo sem hægt að vísa í atburði undanfarinna daga. Menn hafa verið að spyrja sig; hvað má, hvað er hægt, hvert er hlutverk forsetans þegar menn ætla að rjúfa þing. Eða eru að velta fyrir sér að mynda nýja ríkisstjórn. Þetta eru atriði sem við sjáum á atburðum dagsins í dag að skipta sköpum um að línur séu skýrar með,“ segir Bjarni Benediktsson. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Lagði ekki til neinar efnislegar breytingar á stjórnarskránni Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði ekki fram neinar efnislegar breytingar á stjórnarskránni á fundi formanna þeirra flokka sem eiga sæti á Alþingi með forseta þingsins í gær. 20. september 2017 11:45 Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn hefur opnað fyrir heildarendurskoðun á stjórnarskránni í áföngum á þremur kjörtímabilum. Formenn flokkanna ræða meðal annars möguleika á samkomulagi um þessi mál ásamt breytingar á lögum um útlendinga, uppreist æru og lög um notendastýrða persónulega aðstoð áður en þingstörfum lýkur fyrir kosningar. Formenn stjórnmálaflokkanna hafa átt fundi með forseta Alþingis frá því á mánudag til að reyna að ná samkomulagi um framtíð þingstarfa. Þeir áttu síðast í dag um tveggja stunda fund til að reyna að ná samkomulagi um hvaða mál verði afgreidd fyrir kosningar. Samkomulag náðist ekki á þeim fundi og ætla formennirnir að hittast aftur á föstudag. Ekkert þingmál er komið til nefndar en stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd er þó að fjalla um framkvæmd laga um uppreist æru. Það liggur því enginn formlegur listi þingmála fyrir til að afgreiða. Formenn höfðu mismikið að segja eftir að fundi þeirra lauk í dag og voru á mismikilli hraðferð.Óttarr Proppé er formaður Bjartrar framtíðar.Vísir/HannaKatrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna vildi lítið segja við fréttamenn að loknum fundi formannanna enda að flýta sér á annan fund. Sagði lítið að frétta en boðað hefði verið til annars fundar á föstudag. Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar sagði formennina vera að skoða afgreiðslu nokkurra mála. „Ég hef lagt áherslu á mál varðandi útlendingalög. Varðandi notendastýrða persónulega aðstoð og varðandi einhvers konar útfærslur í að þoka stjórnarmálunum áfram. En það eru nokkur mál sem eru til umræðu. Uppreist æru til dæmis,“ sagði Óttarr og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins tók undir nauðsyn þess að skoða þau mál. „Skyldi engan undra. Enda hefur dómsmálaráðherrann boðað að þar þurfi að gera breytingar. Svo eru önnur mál sem flokkarnir eru sammála um að þurfi að vera í traustum farvegi. Þar eru menn kannski ekki að horfa á lok þessa þings heldur horfa meira inn í áramótin. Getum tekið þar sem dæmi NPA málin,“ sagði Bjarni.Forsætisráðherra fór á fund forseta á dögunum með þingrofsbeiðniVísir/AntonFormaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram minnisblað til formannanna um aðferð við að ljúka heildarendurskoðun á stjórnarskránni í áföngum á þremur kjörtímabilum en formennirnir áttu fund um málið í ágúst. „En það tryggir að minnsta kosti að þá verði búið að fara yfir hana í áföngum. Það þýðir þá líka um leið að menn eru ekki að tala um frumvarp til heildarendurskoðunar á stjórnarskránni í einu frumvarpi,“ segir Bjarni. Hann telur sjálfsagt að verða við ákalli Guðna Th. Jóhannessonar forseta Ísland í setningarræðu hans á Alþingi um að ákvæði um völd og áhrif forseta í stjórnarskrá verði skýrari enda sé hann sjálfur þeirrar skoðunar. „Það er svo sem hægt að vísa í atburði undanfarinna daga. Menn hafa verið að spyrja sig; hvað má, hvað er hægt, hvert er hlutverk forsetans þegar menn ætla að rjúfa þing. Eða eru að velta fyrir sér að mynda nýja ríkisstjórn. Þetta eru atriði sem við sjáum á atburðum dagsins í dag að skipta sköpum um að línur séu skýrar með,“ segir Bjarni Benediktsson.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Lagði ekki til neinar efnislegar breytingar á stjórnarskránni Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði ekki fram neinar efnislegar breytingar á stjórnarskránni á fundi formanna þeirra flokka sem eiga sæti á Alþingi með forseta þingsins í gær. 20. september 2017 11:45 Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Sjá meira
Lagði ekki til neinar efnislegar breytingar á stjórnarskránni Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði ekki fram neinar efnislegar breytingar á stjórnarskránni á fundi formanna þeirra flokka sem eiga sæti á Alþingi með forseta þingsins í gær. 20. september 2017 11:45