Lars Lagerbäck hefur byrjað betur með Noreg en hann gerði með íslenska landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. september 2017 13:45 Lars Lagerbäck. Vísir/Getty Það tekur sinn tíma að breyta leikstíl og venjum hjá landsliði. Íslenska landsliðið breyttist ekki strax í EM 2016 liðið eftir að Lars Lagerbäck tók við. Hann þurfti sinn tíma en tókst að breyta miklu. Lars Lagerbäck er nú þjálfari norska landsliðsins og liðið hefur nú spilað fimm leiki undir hans stjórn. Eftir 6-0 tap á móti liði Þýskalands eru ekki allir vissir um að Svíanum takist að koma norska landsliðinu aftur á þann stall sem liðið var fyrir nokkrum árum. Liðið á ekki lengur möguleiki á að komast upp úr sínum riðli og hefur í raun að litlu að keppa í síðustu tveimur leikjum sínum í undankeppni HM 2019. Á sama tíma er Heimir Hallgrímsson áfram að gera flotta hluti með íslenska landsliðið sem er í toppbaráttunni í sínum riðli sem er langt frá því að vera einn af þeim léttari í keppninni. Reynslan með íslenska landsliðið sýnir þó að það mátti búast við basli í byrjun. Íslenska landsliðið tapaði fjórum fyrstu leikjum sínum undir stjórn Lagerbäck og vann ekki fyrr en í fimmta leik sem var heimaleikur á móti Færeyjum. Norska landsliðið hefur því byrjað betur undir stjórn Lars Lagerbäck en það íslenska. Lagerbäck gerði hinsvegar betur með sænska landsliðið í fyrstu fimm leikjunum. Það vekur hinsvegar athygli að íslensku strákarnir skoruðu tvöfalt meira í fyrstu fimm leikjunum en þeir norsku. Íslenska landsliðið gat alltaf skorað mörk en mesta breytingin á liðinu undir stjórn Lagerbäck var á varnarleik liðsins. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir fimm fyrstu landsleiki þjóðanna þriggja eftir að Lars Lagerbäck settist í þjálfarastólinn.Fyrstu fimm leikir Lars Lagerbäck með sænska landsliðið 1-0 sigur á Danmörku 1-1 jafntefli við Noregi 1-0 tap fyrir Ítalíu 1-1 jafntefli við Austurríki 1-0 sigur á Danmörku8 stig (2 sigrar, 2 jafntefli, 1 tap, markatala: +1, 4-3)Fyrstu fimm leikir Lars Lagerbäck með íslenska landsliðið 3-1 tap fyrir Japan 2-1 tap fyrir Svartfjallalandi 3-2 tap fyrir Frakklandi 3-2 tap fyrir Svíþjóð 2-0 sigur á Færeyjum3 stig (1 sigur, 4 töp, markatala: -3, 8-11)Fyrstu fimm leikir Lars Lagerbäck með norska landsliðið 2-0 tap fyrir Norður-Írlandi 1-1 jafntefli við Tékkland 1-1 jafntefli við Svíþjóð 2-0 sigur á Aserbaídjsan 6-0 tap fyrir Þýskalandi5 stig (1 sigur, 2 jafntefli, 2 töp, markatala: -6, 4-10) HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Sjá meira
Það tekur sinn tíma að breyta leikstíl og venjum hjá landsliði. Íslenska landsliðið breyttist ekki strax í EM 2016 liðið eftir að Lars Lagerbäck tók við. Hann þurfti sinn tíma en tókst að breyta miklu. Lars Lagerbäck er nú þjálfari norska landsliðsins og liðið hefur nú spilað fimm leiki undir hans stjórn. Eftir 6-0 tap á móti liði Þýskalands eru ekki allir vissir um að Svíanum takist að koma norska landsliðinu aftur á þann stall sem liðið var fyrir nokkrum árum. Liðið á ekki lengur möguleiki á að komast upp úr sínum riðli og hefur í raun að litlu að keppa í síðustu tveimur leikjum sínum í undankeppni HM 2019. Á sama tíma er Heimir Hallgrímsson áfram að gera flotta hluti með íslenska landsliðið sem er í toppbaráttunni í sínum riðli sem er langt frá því að vera einn af þeim léttari í keppninni. Reynslan með íslenska landsliðið sýnir þó að það mátti búast við basli í byrjun. Íslenska landsliðið tapaði fjórum fyrstu leikjum sínum undir stjórn Lagerbäck og vann ekki fyrr en í fimmta leik sem var heimaleikur á móti Færeyjum. Norska landsliðið hefur því byrjað betur undir stjórn Lars Lagerbäck en það íslenska. Lagerbäck gerði hinsvegar betur með sænska landsliðið í fyrstu fimm leikjunum. Það vekur hinsvegar athygli að íslensku strákarnir skoruðu tvöfalt meira í fyrstu fimm leikjunum en þeir norsku. Íslenska landsliðið gat alltaf skorað mörk en mesta breytingin á liðinu undir stjórn Lagerbäck var á varnarleik liðsins. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir fimm fyrstu landsleiki þjóðanna þriggja eftir að Lars Lagerbäck settist í þjálfarastólinn.Fyrstu fimm leikir Lars Lagerbäck með sænska landsliðið 1-0 sigur á Danmörku 1-1 jafntefli við Noregi 1-0 tap fyrir Ítalíu 1-1 jafntefli við Austurríki 1-0 sigur á Danmörku8 stig (2 sigrar, 2 jafntefli, 1 tap, markatala: +1, 4-3)Fyrstu fimm leikir Lars Lagerbäck með íslenska landsliðið 3-1 tap fyrir Japan 2-1 tap fyrir Svartfjallalandi 3-2 tap fyrir Frakklandi 3-2 tap fyrir Svíþjóð 2-0 sigur á Færeyjum3 stig (1 sigur, 4 töp, markatala: -3, 8-11)Fyrstu fimm leikir Lars Lagerbäck með norska landsliðið 2-0 tap fyrir Norður-Írlandi 1-1 jafntefli við Tékkland 1-1 jafntefli við Svíþjóð 2-0 sigur á Aserbaídjsan 6-0 tap fyrir Þýskalandi5 stig (1 sigur, 2 jafntefli, 2 töp, markatala: -6, 4-10)
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Sjá meira