Hin látna og annar mannanna bjuggu saman í íbúðinni við Hagamel Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. september 2017 08:23 Frá vettvangi á Hagamel í gærkvöldi. vísir/kolbeinn tumi Tveir menn eru enn í haldi lögreglunnar grunaðir um að hafa orðið konu að bana í íbúð við Hagamel í Vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. Þeir voru handteknir á vettvangi í gær en lögreglu barst útkall um alvarlega líkamsárás á tíunda tímanum. Lögregla og sjúkrabílar fóru þá á vettvang auk sérsveitarinnar sem tók þátt í aðgerðum. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi grunur sé um að áhaldi eða vopni hafi verið beitt við árásina og var konan flutt alvarlega slösuð á slysadeild. Grímur kveðst ekki geta tjáð sig um áverkana á konunni eftir árásina sem leiddi til dauða hennar. Hin látna er af erlendu bergi brotin og annar mannanna einnig. Hinn maðurinn er íslenskur. Konan og íslenski maðurinn bjuggu saman í íbúðinni við Hagamel að sögn Gríms. Hann segir að yfirheyrslur hafi farið fram í nótt að einhverju leyti en hefur ekki upplýsingar um hverjir nákvæmlega voru yfirheyrðir. Mennirnir tveir sem eru í haldi verða yfirheyrðir í dag. Ekki liggur fyrir hvort krafist verði gæsluvarðhalds yfir mönnunum en lögreglan má halda þeim í sólarhring án úrskurðar um gæsluvarðhald. Vilji lögreglan hafa þá lengur í haldi þarf að leggja fram kröfu um slíkt hjá dómstólum. Tæknideild lögreglu kom á vettvang í gærkvöldi og hefur vinna staðið þar yfir í nótt. Henni er ekki enn lokið.Uppfært klukkan 09:52Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að konan sem lést hafi verið á fimmtugsaldri. Þar segir einnig að íslenski maðurinn hafi verið sá sem bjó í húsinu en ekki sá erlendi. Hefur það verið uppfært í fréttinni að ofan.Tilkynningin í heild Kona á fimmtugsaldri var úrskurðuð látin á Landspítalanum í gærkvöld, en þangað var hún flutt eftir að hafa orðið fyrir líkamsárás í fjölbýlishúsi í vesturbæ Reykjavíkur. Lögreglu barst tilkynning um árásina kl. 21.38 og hélt þegar á staðinn. Tveir karlmenn voru handteknir á vettvangi, annar er erlendur ríkisborgari á fertugsaldri og var hann gestkomandi, en hinn er Íslendingur á þrítugsaldri og búsettur í húsinu. Konan sem lést bjó einnig í húsinu, en hún var af erlendu bergi brotin. Rannsókn lögreglu er skammt á veg komin og ekki er unnt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir Manndráp á Melunum Tveir menn eru í haldi lögreglu og annar sér í lagi grunaður um líkamsárás sem leiddi til dauða konu í vesturbænum í kvöld. 21. september 2017 23:00 Umfangsmiklar aðgerðir lögreglu í Vesturbænum: Einn fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús Einn var fluttur alvarlega slasaður í lögreglufylgd á sjúkrahús í kvöld eftir lögregluaðgerðir í Vesturbæ Reykjavíkur. 21. september 2017 22:17 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Sjá meira
Tveir menn eru enn í haldi lögreglunnar grunaðir um að hafa orðið konu að bana í íbúð við Hagamel í Vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. Þeir voru handteknir á vettvangi í gær en lögreglu barst útkall um alvarlega líkamsárás á tíunda tímanum. Lögregla og sjúkrabílar fóru þá á vettvang auk sérsveitarinnar sem tók þátt í aðgerðum. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi grunur sé um að áhaldi eða vopni hafi verið beitt við árásina og var konan flutt alvarlega slösuð á slysadeild. Grímur kveðst ekki geta tjáð sig um áverkana á konunni eftir árásina sem leiddi til dauða hennar. Hin látna er af erlendu bergi brotin og annar mannanna einnig. Hinn maðurinn er íslenskur. Konan og íslenski maðurinn bjuggu saman í íbúðinni við Hagamel að sögn Gríms. Hann segir að yfirheyrslur hafi farið fram í nótt að einhverju leyti en hefur ekki upplýsingar um hverjir nákvæmlega voru yfirheyrðir. Mennirnir tveir sem eru í haldi verða yfirheyrðir í dag. Ekki liggur fyrir hvort krafist verði gæsluvarðhalds yfir mönnunum en lögreglan má halda þeim í sólarhring án úrskurðar um gæsluvarðhald. Vilji lögreglan hafa þá lengur í haldi þarf að leggja fram kröfu um slíkt hjá dómstólum. Tæknideild lögreglu kom á vettvang í gærkvöldi og hefur vinna staðið þar yfir í nótt. Henni er ekki enn lokið.Uppfært klukkan 09:52Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að konan sem lést hafi verið á fimmtugsaldri. Þar segir einnig að íslenski maðurinn hafi verið sá sem bjó í húsinu en ekki sá erlendi. Hefur það verið uppfært í fréttinni að ofan.Tilkynningin í heild Kona á fimmtugsaldri var úrskurðuð látin á Landspítalanum í gærkvöld, en þangað var hún flutt eftir að hafa orðið fyrir líkamsárás í fjölbýlishúsi í vesturbæ Reykjavíkur. Lögreglu barst tilkynning um árásina kl. 21.38 og hélt þegar á staðinn. Tveir karlmenn voru handteknir á vettvangi, annar er erlendur ríkisborgari á fertugsaldri og var hann gestkomandi, en hinn er Íslendingur á þrítugsaldri og búsettur í húsinu. Konan sem lést bjó einnig í húsinu, en hún var af erlendu bergi brotin. Rannsókn lögreglu er skammt á veg komin og ekki er unnt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.
Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir Manndráp á Melunum Tveir menn eru í haldi lögreglu og annar sér í lagi grunaður um líkamsárás sem leiddi til dauða konu í vesturbænum í kvöld. 21. september 2017 23:00 Umfangsmiklar aðgerðir lögreglu í Vesturbænum: Einn fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús Einn var fluttur alvarlega slasaður í lögreglufylgd á sjúkrahús í kvöld eftir lögregluaðgerðir í Vesturbæ Reykjavíkur. 21. september 2017 22:17 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Sjá meira
Manndráp á Melunum Tveir menn eru í haldi lögreglu og annar sér í lagi grunaður um líkamsárás sem leiddi til dauða konu í vesturbænum í kvöld. 21. september 2017 23:00
Umfangsmiklar aðgerðir lögreglu í Vesturbænum: Einn fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús Einn var fluttur alvarlega slasaður í lögreglufylgd á sjúkrahús í kvöld eftir lögregluaðgerðir í Vesturbæ Reykjavíkur. 21. september 2017 22:17