Frumsýna 150 ára sögu Haraldur Guðmundsson skrifar 23. september 2017 09:45 Það er gaman að sýna að hugsjónirnar voru ekkert öðruvísi í upphafi en þær eru í dag, segir Elsa. Vísir/Hanna „Auðvitað er vandi að velja úr tímabili sem nær yfir 150 ár. Það var aftur á móti mikilvægt að draga fortíðina inn í nútíðina því um tíma var Reykjavík borg byggð að mestu af iðnaðarmönnum,“ segir Elsa Haraldsdóttir, formaður Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík, um nýja heimildarmynd um félagið sem frumsýnd verður í Laugarásbíói í dag. Iðnaðarmannafélagið fagnaði 150 ára afmæli þann 3. febrúar síðastliðinn. Af því tilefni var ráðist í gerð heimildarmyndarinnar sem Halldór Árni Sveinsson hefur haft umsjón með. Þar er saga félagsins rakin í máli og myndum. „Við byrjuðum afmælisárið á að tendra lýsingu á styttu Ingólfs Arnarssonar á Arnarhóli, á sjálfan afmælisdaginn, sem var gjöf frá félaginu árið 1924. Í framhaldinu komu stjórnir norrænu systurfélaganna okkar hingað sem gestir á norrænum fundi. Síðan var haldin hátíð þar sem við veittum ungum nýsveinum viðurkenningar fyrir afburðagóð sveinspróf. Mér þykir óskaplega vænt um að við skyldum ráðast í þessa heimildamynd. Það er gaman að sýna að hugsjónirnar voru ekkert öðruvísi í upphafi en þær eru í dag. Þær voru að efla stéttarfélögin, byggja skóla, banka og fleira. Það erum að draga fram með þessari mynd.“ Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur og rithöfundur, leikur að sögn Elsu, mikilvægt hlutverk í myndinni sem sögumaður. Hann þekki Reykjavík út og inn og hafi því verið kjörinn til þess að leiða áhorfendur í gegnum sögu félagsins. Bíósýningin í dag er sú eina sem ákveðin hefur verið. „Þetta er 60 mínútna mynd en það er búið að taka upp mikið af efni sem hefði verið gaman að koma fyrir. Vinnslan var í höndum handritshöfundarins Halldórs Árna Sveinssonar. Við höfum mikinn áhuga á að koma myndinni inn í skólana og Ríkissjónvarpið og þá jafnvel í styttra formi. Frumsýningin er fyrir hollvini, félaga og aðra velunnara en aðrir sem hafa áhuga eru velkomnir.“ Menning Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Fleiri fréttir Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
„Auðvitað er vandi að velja úr tímabili sem nær yfir 150 ár. Það var aftur á móti mikilvægt að draga fortíðina inn í nútíðina því um tíma var Reykjavík borg byggð að mestu af iðnaðarmönnum,“ segir Elsa Haraldsdóttir, formaður Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík, um nýja heimildarmynd um félagið sem frumsýnd verður í Laugarásbíói í dag. Iðnaðarmannafélagið fagnaði 150 ára afmæli þann 3. febrúar síðastliðinn. Af því tilefni var ráðist í gerð heimildarmyndarinnar sem Halldór Árni Sveinsson hefur haft umsjón með. Þar er saga félagsins rakin í máli og myndum. „Við byrjuðum afmælisárið á að tendra lýsingu á styttu Ingólfs Arnarssonar á Arnarhóli, á sjálfan afmælisdaginn, sem var gjöf frá félaginu árið 1924. Í framhaldinu komu stjórnir norrænu systurfélaganna okkar hingað sem gestir á norrænum fundi. Síðan var haldin hátíð þar sem við veittum ungum nýsveinum viðurkenningar fyrir afburðagóð sveinspróf. Mér þykir óskaplega vænt um að við skyldum ráðast í þessa heimildamynd. Það er gaman að sýna að hugsjónirnar voru ekkert öðruvísi í upphafi en þær eru í dag. Þær voru að efla stéttarfélögin, byggja skóla, banka og fleira. Það erum að draga fram með þessari mynd.“ Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur og rithöfundur, leikur að sögn Elsu, mikilvægt hlutverk í myndinni sem sögumaður. Hann þekki Reykjavík út og inn og hafi því verið kjörinn til þess að leiða áhorfendur í gegnum sögu félagsins. Bíósýningin í dag er sú eina sem ákveðin hefur verið. „Þetta er 60 mínútna mynd en það er búið að taka upp mikið af efni sem hefði verið gaman að koma fyrir. Vinnslan var í höndum handritshöfundarins Halldórs Árna Sveinssonar. Við höfum mikinn áhuga á að koma myndinni inn í skólana og Ríkissjónvarpið og þá jafnvel í styttra formi. Frumsýningin er fyrir hollvini, félaga og aðra velunnara en aðrir sem hafa áhuga eru velkomnir.“
Menning Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Fleiri fréttir Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira