Stefndi sjálfri sér í lífshættu við myndatöku við Gullfoss Anton Egilsson skrifar 23. september 2017 11:48 Konan klifraði niður klettinn þar sem fólk safnast jafnan saman til að skoða fossinn. Mynd: Sunna Lind Erlend ferðakona kom sér í stórhættulegar aðstæður við að reyna að ná ljósmynd við Gullfoss á fimmtudag. Ekki hefði þurft mikið til að konan myndi falla í fossinn. Nútíminn greindi fyrst frá þessu. Sunna Lind var stödd við Gullfoss á sama tíma og konan og tók mynd af henni þar sem hún sést í óða önn við að smella myndum af fossinum en hún hafði þá klifrað niður klettinn þar sem fólk safnast jafnan saman til að skoða fossinn. Var hún undrandi yfir því að viðstaddir hafi lítið kippt sér upp við þetta athæfi konunnar. „Það leit út eins og öllum væri bara alveg sama. En aftur á móti voru bara túristar þarna og engin gæsla og ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hversu hættulegt þetta er,” segir Sunna Lind í samtali við Vísi. Hún segir það hafa gengið brösulega fyrir konuna að komast aftur upp klettinn en að það hafi tekist að lokum. Ekki hefði þurft mikið til að illa myndi fara fyrir konunni. „Það hefði náttúrulega ekki þurft meira til en að hún hefði misst jafnvægið og dottið niður í fossinn.“ Vonast hún til þess að atvikið muni leiða til vitundarvakningar. „Ef gæslan er ekki aukin þarna mætti að minnsta kosti merkja vel að þetta sé lífshættulegt.” Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Erlend ferðakona kom sér í stórhættulegar aðstæður við að reyna að ná ljósmynd við Gullfoss á fimmtudag. Ekki hefði þurft mikið til að konan myndi falla í fossinn. Nútíminn greindi fyrst frá þessu. Sunna Lind var stödd við Gullfoss á sama tíma og konan og tók mynd af henni þar sem hún sést í óða önn við að smella myndum af fossinum en hún hafði þá klifrað niður klettinn þar sem fólk safnast jafnan saman til að skoða fossinn. Var hún undrandi yfir því að viðstaddir hafi lítið kippt sér upp við þetta athæfi konunnar. „Það leit út eins og öllum væri bara alveg sama. En aftur á móti voru bara túristar þarna og engin gæsla og ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hversu hættulegt þetta er,” segir Sunna Lind í samtali við Vísi. Hún segir það hafa gengið brösulega fyrir konuna að komast aftur upp klettinn en að það hafi tekist að lokum. Ekki hefði þurft mikið til að illa myndi fara fyrir konunni. „Það hefði náttúrulega ekki þurft meira til en að hún hefði misst jafnvægið og dottið niður í fossinn.“ Vonast hún til þess að atvikið muni leiða til vitundarvakningar. „Ef gæslan er ekki aukin þarna mætti að minnsta kosti merkja vel að þetta sé lífshættulegt.”
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira