Kjördæmisþing Framsóknarmanna fara fram um land allt um helgina. Aukakjördæmisþing fór fram á vegum kjördæmasambands Framsóknarmanna í Reykjavík í dag. Meginatriði þingsins sneru að ákvörðun um hvernig velja skuli á framboðslista auk þess sem rædd voru þau stefnumál sem keyrt verður á í komandi kosningabaráttu. Samþykkt var að stillt verði upp á lista í Reykjavík.
„Í tillögunni okkar er jafnframt tillaga um að listarnir í heild sinni í báðum kjördæmum verði samþykktir 5. október. Það er okkar tillaga líka. Það er svona endapunkturinn á listunum þannig það eru þá 44 nöfn sem eru tilbúin til að bjóða sig fram fyrir hönd okkar í Reykjavík,“ sagði Jón Ingi Gíslason, formaður kjördæmissambandsins í Reykjavík, í samtali við fréttastofu í morgun.
Sams konar kjördæmisþing í norðvesturkjördæmi fer fram í Hrútafirði eftir hádegi. Í kvöldfréttum RÚV í gær voru þrír þingmenn orðaðir við framboð í fyrsta sæti listans á móti sitjandi oddvita, Gunnari Braga Sveinssyni.
Við það tilefni sagðist Gunnar Bragi finna fyrir einhverjum undirmálum í baráttunni, sem hann óttaðist að gæti skaðað flokkinn. Ekki náðist samband við Gunnar Braga við vinnslu þessarar fréttar.
Í samtali við fréttastofu vildi Þorleifur Karl Eggertsson, formaður kjördæmasambands norðvesturlands, ekki gefa upp hvort stillt yrði upp á listann - eða hvort aðrar leiðir yrðu farnar.
Kjördæmisþing Framsóknarmanna um land allt um helgina
Hersir Aron Ólafsson og Hulda Hólmkelsdóttir skrifa

Mest lesið



Lýsa eftir Svövu Lydiu
Innlent

Björguðu dreng úr gjótu
Innlent




Friðrik Ólafsson er látinn
Innlent

„Það eru ekki skattahækkanir“
Innlent
