Björn Ingi stofnar Samvinnuflokkinn en segist ekki á leið í framboð Ólöf Skaftadóttir skrifar 23. september 2017 14:18 Björn Ingi Hrafnsson. Vísir/Ernir Fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson er skráður rétthafi nýs léns, samvinnuflokkurinn.is, en ganga má úr skugga um eignarhald síðunnar í lénaskrá ISNIC. Björn Ingi þvertekur fyrir að vera á leið í framboð.Hann hefur áður verið orðaður við framboð í borginni, en síðan hefur ríkisstjórnarsamstarfinu vitaskuld verið slitið og boðað hefur verið til alþingiskosninga eftir einungis nokkrar vikur. Hann segist ekki á leið í kosningabaráttu. „Ég er ekki sjálfur á leið í framboð. Ég vildi bara taka þátt í að búa til nýtt borgaralegt afl þar sem jöfnuður, réttlæti og framfarir leika lykilhlutverk. Ég er viss um að á næstunni muni öflugir aðilar ganga til liðs við okkur og stofna þennan flokk með formlegum hætti og veita honum forystu. Ég sé fyrir mér að þeir komi úr ýmsum áttum, líka fólk sem hefur hingað til ekki látið að sér kveða á hinu pólitíska sviði,“ útskýrir Björn Ingi, sem hefur staðið nokkur styr um undanfarið.Vill sjá stjórnmálin þroskastÍ byrjun mánaðar greindi Fréttablaðið frá því að hæstaréttarlögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson hefði keypt allar eignir fjölmiðlafyrirtækisins Pressunnar ehf, að undanskildum héraðsfréttablöðum sem félagið hefur gefið út - degi áður en taka átti fyrir beiðni um gjaldþrot félagsins. Þetta eru fjölmiðlar á borð við DV, dv.is, ÍNN, Eyjuna og fleiri miðlar. Í kjölfar kaupanna tilkynnti Björn Ingi að hann væri hættur störfum á miðlunum. En Björn Ingi er að hugsa um annað en fjölmiðla núna - hann vill sjá stjórnmálin þroskast. „Við þurfum á því að halda Íslendingar að vinna meira saman og ná samkomulagi um helstu mál, en standa ekki í eilífum ágreiningi um stórt og smátt og útiloka allskonar samstarfsfleti fyrirfram. Sú aðferðafræði hefur skilað íslenskum stjórnmálum upp á sker og vonandi ber okkur gæfa til þess að losna þaðan sem allra fyrst,“ segir Björn Ingi og bætir við að Samvinnuflokkurinn sé á frumstigi. Nafnið sé komið og lénið – svo ráðist framhaldið á næstu dögum. Stj.mál Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
Fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson er skráður rétthafi nýs léns, samvinnuflokkurinn.is, en ganga má úr skugga um eignarhald síðunnar í lénaskrá ISNIC. Björn Ingi þvertekur fyrir að vera á leið í framboð.Hann hefur áður verið orðaður við framboð í borginni, en síðan hefur ríkisstjórnarsamstarfinu vitaskuld verið slitið og boðað hefur verið til alþingiskosninga eftir einungis nokkrar vikur. Hann segist ekki á leið í kosningabaráttu. „Ég er ekki sjálfur á leið í framboð. Ég vildi bara taka þátt í að búa til nýtt borgaralegt afl þar sem jöfnuður, réttlæti og framfarir leika lykilhlutverk. Ég er viss um að á næstunni muni öflugir aðilar ganga til liðs við okkur og stofna þennan flokk með formlegum hætti og veita honum forystu. Ég sé fyrir mér að þeir komi úr ýmsum áttum, líka fólk sem hefur hingað til ekki látið að sér kveða á hinu pólitíska sviði,“ útskýrir Björn Ingi, sem hefur staðið nokkur styr um undanfarið.Vill sjá stjórnmálin þroskastÍ byrjun mánaðar greindi Fréttablaðið frá því að hæstaréttarlögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson hefði keypt allar eignir fjölmiðlafyrirtækisins Pressunnar ehf, að undanskildum héraðsfréttablöðum sem félagið hefur gefið út - degi áður en taka átti fyrir beiðni um gjaldþrot félagsins. Þetta eru fjölmiðlar á borð við DV, dv.is, ÍNN, Eyjuna og fleiri miðlar. Í kjölfar kaupanna tilkynnti Björn Ingi að hann væri hættur störfum á miðlunum. En Björn Ingi er að hugsa um annað en fjölmiðla núna - hann vill sjá stjórnmálin þroskast. „Við þurfum á því að halda Íslendingar að vinna meira saman og ná samkomulagi um helstu mál, en standa ekki í eilífum ágreiningi um stórt og smátt og útiloka allskonar samstarfsfleti fyrirfram. Sú aðferðafræði hefur skilað íslenskum stjórnmálum upp á sker og vonandi ber okkur gæfa til þess að losna þaðan sem allra fyrst,“ segir Björn Ingi og bætir við að Samvinnuflokkurinn sé á frumstigi. Nafnið sé komið og lénið – svo ráðist framhaldið á næstu dögum.
Stj.mál Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira