Fjöldi morðmála yfir meðaltali síðustu ára Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. september 2017 19:00 Þremur einstaklingum hefur verið ráðinn bani hér á landi á þessu ári og er fjöldi mála yfir meðaltali síðustu ára að sögn afbrotafræðings. Maðurinn sem grunaður er um morðið á Hagamel á fimmtudagskvöld er hælisleitandi samkvæmt heimildum fréttastofu. Líkt og fram hefur komið var konu á fimmtugsaldri ráðinn bani að heimili sínu að Hagamel á fimmtudagskvöld. Konan var frá Lettlandi en hafði búið hér á landi í nokkur ár og starfaði á gistiheimili. Maður sem hafði átt í stuttu persónulegu sambandi við konuna var handtekinn á staðnum og var hann úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofu er maðurinn hælisleitandi hér á landi. Þetta er þriðja manndrápsmálið sem kemur upp á þessu ári. Birnu Brjánsdóttur var ráðinn bani í byrjun janúar og lést Arnar Jónsson Aspar eftir líkamsárás í Mosfellsdal í júní. Að sögn afbrotafræðings hafa að meðaltali verið framin tvö manndráp á ári frá aldamótum. „Ef við tökum tímabilið frá aldamótum og fram til 2017 erum við með tvö manndráp að jafnaði. Það eru alltaf einhverjar sveiflur þar sem þetta eru tiltölulega fá mál á hverju ári," segir Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur. Þrátt fyrir að árið sé ekki liðið teljast málin því óvenju mörg í ár. „Ef við tökum árið 2017, og það er ekki einu sinni liðið, að þá erum við með þrjú manndráp. Það má því segja að við séum á þessu ári séum við með heldur fleiri manndráp en við höfum haft að jafnaði á síðustu árum og árið er ekki liðið," segir Helgi. Hann telur þó ekki unnt draga of víðtækar ályktanir af auknum málafjölda. „Við eigum ekki að draga of víðtækar ályktanir af þessum málum. En hvert manndráp slær mann auðvitað illa í þessu samfélagi sem við búum í; svona fámennu samfélagi og þetta heggur alltaf nærri okkur," segir Helgi.Fréttin hefur verið uppfærð. Manndráp á Hagamel Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Þremur einstaklingum hefur verið ráðinn bani hér á landi á þessu ári og er fjöldi mála yfir meðaltali síðustu ára að sögn afbrotafræðings. Maðurinn sem grunaður er um morðið á Hagamel á fimmtudagskvöld er hælisleitandi samkvæmt heimildum fréttastofu. Líkt og fram hefur komið var konu á fimmtugsaldri ráðinn bani að heimili sínu að Hagamel á fimmtudagskvöld. Konan var frá Lettlandi en hafði búið hér á landi í nokkur ár og starfaði á gistiheimili. Maður sem hafði átt í stuttu persónulegu sambandi við konuna var handtekinn á staðnum og var hann úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofu er maðurinn hælisleitandi hér á landi. Þetta er þriðja manndrápsmálið sem kemur upp á þessu ári. Birnu Brjánsdóttur var ráðinn bani í byrjun janúar og lést Arnar Jónsson Aspar eftir líkamsárás í Mosfellsdal í júní. Að sögn afbrotafræðings hafa að meðaltali verið framin tvö manndráp á ári frá aldamótum. „Ef við tökum tímabilið frá aldamótum og fram til 2017 erum við með tvö manndráp að jafnaði. Það eru alltaf einhverjar sveiflur þar sem þetta eru tiltölulega fá mál á hverju ári," segir Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur. Þrátt fyrir að árið sé ekki liðið teljast málin því óvenju mörg í ár. „Ef við tökum árið 2017, og það er ekki einu sinni liðið, að þá erum við með þrjú manndráp. Það má því segja að við séum á þessu ári séum við með heldur fleiri manndráp en við höfum haft að jafnaði á síðustu árum og árið er ekki liðið," segir Helgi. Hann telur þó ekki unnt draga of víðtækar ályktanir af auknum málafjölda. „Við eigum ekki að draga of víðtækar ályktanir af þessum málum. En hvert manndráp slær mann auðvitað illa í þessu samfélagi sem við búum í; svona fámennu samfélagi og þetta heggur alltaf nærri okkur," segir Helgi.Fréttin hefur verið uppfærð.
Manndráp á Hagamel Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira