Fleiri lönd bætast á ferðabannslista Bandaríkjanna Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. september 2017 07:47 Hvíta húsið sendi frá sér tilkynningu í gærkvöldi. Vísir/Getty Löndunum sem hið svokallaða ferðabann Bandaríkjanna tekur til hefur verið fjölgað. Frá þessu var greint í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu í nótt. Í fyrri útgáfu bannsins var fólki frá Íran, Líbíu, Sýrlandi, Sómalíu, og Jemen meinaður aðgangur að Bandaríkjunum nema það hefði „náin tengsl“ við bandaríska ríkisborgara. Samkvæmt tilkynningunni í nótt hefur Norður-Kóreu, Venesúela og Tsjad verið bætt á listann. Bannið er þó breytilegt eftir löndum og verður komið á í skrefum. Þannig er öllum Norður-Kóreubúum bannað að koma til Bandaríkjanna en námsmenn frá Íran er hleypt inn, að undangengnum ítarlegum prófunum.Making America Safe is my number one priority. We will not admit those into our country we cannot safely vet.https://t.co/KJ886okyfC— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 24, 2017 Hvíta húsið segir að hið nýja bann „sé mikilvægt skref í átt að innflytjendastefnu sem stendur vörð um öryggi Bandaríkjamanna á tímum hættulegra hryðjuverka og alþjóðlegra glæpa.“ Haft er eftir Bandaríkjaforseta í yfirlýsingunni að ekki sé hægt að „endurtaka fyrri mistök“ í málaflokknum sem hafi bakað Bandaríkjunum áður óþekkt vandræði. „Helst skylda mín er að tryggja öryggi bandarísku þjóðarinnar og með nýja ferðabanninu er ég að uppfylla þá skuldbindingu,“ segir Donald Trump í tilkynningunni. Fyrra ferðabann hefur verið í gildi undanfarna þrjá mánuði en því var komið á, eftir þref fyrir bandarískum dómstólum, með forsetaúrskurði. Hin svokölluðu nánu tengsl sem útlendingar frá fyrrgreindum bannlöndum þurftu að hafa við Bandaríkjamenn voru ef fólk á foreldra, maka, börn, tengdabörn eða systkini í Bandaríkjunum. Önnur fjölskyldutengsl uppfylla ekki skilyrði ferðabannsins.The US Trump administration places new travel restrictions on eight countries, including North Korea and Venezuela https://t.co/4eNjXAVT8V pic.twitter.com/4pH1lE3P4q— CNN International (@cnni) September 25, 2017 Donald Trump Tjad Tengdar fréttir Tíststormur Trump gæti skaðað „ferðabann“ forsetans Donald Trump Bandaríkjaforseti gæti hafa komið sér í klandur með orðavaðli sínum um ferðabann gegn múslímaríkjum á Twitter í morgun. Tístin gætu verið notuð gegn stjórnvöldum þegar tekist verður á um bannið fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna. 5. júní 2017 16:38 Frekari útvötnun ferðabanns Trump fyrir Hæstarétt Það kemur til kasta Hæstaréttar Bandaríkjanna að ákveða hvort að stjórn Donalds Trump hafi farið eftir lögum þegar hún ákvað hverjir skyldu undanþegnir ferðabanni hans og hverjir ekki. 15. júlí 2017 09:25 Ferðabann Trump gegn múslimalöndum tekur gildi Borgarar sex landa þar sem meirihluti íbúa er múslimar geta aðeins komið til Bandaríkjanna ef þeir hafa "náin tengsl“ við landið frá og með miðnætti. Þá tekur ferðabann Donalds Trump gildi að hluta til eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna aflétti lögbanni á hluta þess á mánudag. 29. júní 2017 11:28 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Sjá meira
Löndunum sem hið svokallaða ferðabann Bandaríkjanna tekur til hefur verið fjölgað. Frá þessu var greint í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu í nótt. Í fyrri útgáfu bannsins var fólki frá Íran, Líbíu, Sýrlandi, Sómalíu, og Jemen meinaður aðgangur að Bandaríkjunum nema það hefði „náin tengsl“ við bandaríska ríkisborgara. Samkvæmt tilkynningunni í nótt hefur Norður-Kóreu, Venesúela og Tsjad verið bætt á listann. Bannið er þó breytilegt eftir löndum og verður komið á í skrefum. Þannig er öllum Norður-Kóreubúum bannað að koma til Bandaríkjanna en námsmenn frá Íran er hleypt inn, að undangengnum ítarlegum prófunum.Making America Safe is my number one priority. We will not admit those into our country we cannot safely vet.https://t.co/KJ886okyfC— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 24, 2017 Hvíta húsið segir að hið nýja bann „sé mikilvægt skref í átt að innflytjendastefnu sem stendur vörð um öryggi Bandaríkjamanna á tímum hættulegra hryðjuverka og alþjóðlegra glæpa.“ Haft er eftir Bandaríkjaforseta í yfirlýsingunni að ekki sé hægt að „endurtaka fyrri mistök“ í málaflokknum sem hafi bakað Bandaríkjunum áður óþekkt vandræði. „Helst skylda mín er að tryggja öryggi bandarísku þjóðarinnar og með nýja ferðabanninu er ég að uppfylla þá skuldbindingu,“ segir Donald Trump í tilkynningunni. Fyrra ferðabann hefur verið í gildi undanfarna þrjá mánuði en því var komið á, eftir þref fyrir bandarískum dómstólum, með forsetaúrskurði. Hin svokölluðu nánu tengsl sem útlendingar frá fyrrgreindum bannlöndum þurftu að hafa við Bandaríkjamenn voru ef fólk á foreldra, maka, börn, tengdabörn eða systkini í Bandaríkjunum. Önnur fjölskyldutengsl uppfylla ekki skilyrði ferðabannsins.The US Trump administration places new travel restrictions on eight countries, including North Korea and Venezuela https://t.co/4eNjXAVT8V pic.twitter.com/4pH1lE3P4q— CNN International (@cnni) September 25, 2017
Donald Trump Tjad Tengdar fréttir Tíststormur Trump gæti skaðað „ferðabann“ forsetans Donald Trump Bandaríkjaforseti gæti hafa komið sér í klandur með orðavaðli sínum um ferðabann gegn múslímaríkjum á Twitter í morgun. Tístin gætu verið notuð gegn stjórnvöldum þegar tekist verður á um bannið fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna. 5. júní 2017 16:38 Frekari útvötnun ferðabanns Trump fyrir Hæstarétt Það kemur til kasta Hæstaréttar Bandaríkjanna að ákveða hvort að stjórn Donalds Trump hafi farið eftir lögum þegar hún ákvað hverjir skyldu undanþegnir ferðabanni hans og hverjir ekki. 15. júlí 2017 09:25 Ferðabann Trump gegn múslimalöndum tekur gildi Borgarar sex landa þar sem meirihluti íbúa er múslimar geta aðeins komið til Bandaríkjanna ef þeir hafa "náin tengsl“ við landið frá og með miðnætti. Þá tekur ferðabann Donalds Trump gildi að hluta til eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna aflétti lögbanni á hluta þess á mánudag. 29. júní 2017 11:28 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Sjá meira
Tíststormur Trump gæti skaðað „ferðabann“ forsetans Donald Trump Bandaríkjaforseti gæti hafa komið sér í klandur með orðavaðli sínum um ferðabann gegn múslímaríkjum á Twitter í morgun. Tístin gætu verið notuð gegn stjórnvöldum þegar tekist verður á um bannið fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna. 5. júní 2017 16:38
Frekari útvötnun ferðabanns Trump fyrir Hæstarétt Það kemur til kasta Hæstaréttar Bandaríkjanna að ákveða hvort að stjórn Donalds Trump hafi farið eftir lögum þegar hún ákvað hverjir skyldu undanþegnir ferðabanni hans og hverjir ekki. 15. júlí 2017 09:25
Ferðabann Trump gegn múslimalöndum tekur gildi Borgarar sex landa þar sem meirihluti íbúa er múslimar geta aðeins komið til Bandaríkjanna ef þeir hafa "náin tengsl“ við landið frá og með miðnætti. Þá tekur ferðabann Donalds Trump gildi að hluta til eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna aflétti lögbanni á hluta þess á mánudag. 29. júní 2017 11:28