Sveinbjörg Birna útilokar ekki að fara fram með Sigmundi Davíð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. september 2017 12:51 Sveinbjörg Birna studdi Sigmund Davíð í formannskjöri flokksins í fyrra. Hún sagði sig úr flokknum fyrir um mánuði og útilokar ekki að ganga til liðs við nýjan stjórnmálaflokk sem Sigmundur hyggst stofna. Vísir/Valli Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi, útilokar ekki að bjóða sig fram fyrir nýjan stjórnmálaflokk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins. Mánuður er síðan Sveinbjörg tilkynnti um úrsögn sína úr Framsóknarflokknum. Hún var kjörin í borgarstjórn árið 2014 fyrir Framsókn og flugvallarvini en þegar hún sagði sig úr Framsóknarflokknum í ágúst síðastliðnum varð hún óháður borgarfulltrúi. Í samtali við Vísi segist Sveinbjörg Birna ekki hafa tekið ákvörðun um það hvort hún gangi til liðs við stjórnmálaflokk Sigmundar Davíðs. Aðspurð hvort það sé eitthvað sem heilli hana eða henni hugnist segir hún: „Það sem heillar mig náttúrulega alltaf hvar sem er í pólitík er að gera vel fyrir land og þjóð svo að ef að þar velst fólk inn og málefni sem eru í anda hans þá gæti það alveg verið en ég hef ekki tekið ákvörðun um það.“ Þú ert þá ekkert á leið í framboð fyrir þessar þingkosningar með þessum flokki? „Ég hef ekki skotið loku fyrir það, hvorki með þessum flokki eða öðrum þó að tíminn sé auðvitað stuttur,“ segir Sveinbjörg sem studdi Sigmund Davíð í formannskjöri flokksins í október í fyrra. Hún segir að málin muni skýrast á næstu dögum en ítrekar að hún hafi ekki tekið neina ákvörðun. Síðan Sigmundur Davíð tilkynnti um ákvörðun sína í gær um að hætta í Framsóknarflokknum og stofna nýtt stjórnmálaafl hafa þó nokkrir Framsóknarmenn tilkynnt um úrsögn sína úr flokknum. Þar á meðal eru Þorsteinn Sæmundsson, fyrrverandi þingmaður flokksins, Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur sem og öll stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkur. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Fyrrverandi þingmaður Framsóknar segir sig úr flokknum Margir Framsóknarmenn virðast nú íhuga nú stöðu sína, hvort þeir fylgi Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í nýtt afl eða haldi tryggð við Framsóknarflokkinn. 25. september 2017 10:14 Fleiri trúnaðarmenn segja skilið við Framsókn Formaður Félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík, hefur ákveðið að segja sig úr flokknum. 25. september 2017 06:37 Til hvers að starfa með fólkinu sem vildi drepa mig? Nýtt afl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar áformar að bjóða fram lista í öllum kjördæmum landsins. Forsætisráðherrann fyrrverandi segir flokkseigendafélag Framsóknar hafa haft það meginmarkið að koma honum frá. 25. september 2017 06:00 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi, útilokar ekki að bjóða sig fram fyrir nýjan stjórnmálaflokk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins. Mánuður er síðan Sveinbjörg tilkynnti um úrsögn sína úr Framsóknarflokknum. Hún var kjörin í borgarstjórn árið 2014 fyrir Framsókn og flugvallarvini en þegar hún sagði sig úr Framsóknarflokknum í ágúst síðastliðnum varð hún óháður borgarfulltrúi. Í samtali við Vísi segist Sveinbjörg Birna ekki hafa tekið ákvörðun um það hvort hún gangi til liðs við stjórnmálaflokk Sigmundar Davíðs. Aðspurð hvort það sé eitthvað sem heilli hana eða henni hugnist segir hún: „Það sem heillar mig náttúrulega alltaf hvar sem er í pólitík er að gera vel fyrir land og þjóð svo að ef að þar velst fólk inn og málefni sem eru í anda hans þá gæti það alveg verið en ég hef ekki tekið ákvörðun um það.“ Þú ert þá ekkert á leið í framboð fyrir þessar þingkosningar með þessum flokki? „Ég hef ekki skotið loku fyrir það, hvorki með þessum flokki eða öðrum þó að tíminn sé auðvitað stuttur,“ segir Sveinbjörg sem studdi Sigmund Davíð í formannskjöri flokksins í október í fyrra. Hún segir að málin muni skýrast á næstu dögum en ítrekar að hún hafi ekki tekið neina ákvörðun. Síðan Sigmundur Davíð tilkynnti um ákvörðun sína í gær um að hætta í Framsóknarflokknum og stofna nýtt stjórnmálaafl hafa þó nokkrir Framsóknarmenn tilkynnt um úrsögn sína úr flokknum. Þar á meðal eru Þorsteinn Sæmundsson, fyrrverandi þingmaður flokksins, Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur sem og öll stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkur.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Fyrrverandi þingmaður Framsóknar segir sig úr flokknum Margir Framsóknarmenn virðast nú íhuga nú stöðu sína, hvort þeir fylgi Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í nýtt afl eða haldi tryggð við Framsóknarflokkinn. 25. september 2017 10:14 Fleiri trúnaðarmenn segja skilið við Framsókn Formaður Félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík, hefur ákveðið að segja sig úr flokknum. 25. september 2017 06:37 Til hvers að starfa með fólkinu sem vildi drepa mig? Nýtt afl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar áformar að bjóða fram lista í öllum kjördæmum landsins. Forsætisráðherrann fyrrverandi segir flokkseigendafélag Framsóknar hafa haft það meginmarkið að koma honum frá. 25. september 2017 06:00 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira
Fyrrverandi þingmaður Framsóknar segir sig úr flokknum Margir Framsóknarmenn virðast nú íhuga nú stöðu sína, hvort þeir fylgi Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í nýtt afl eða haldi tryggð við Framsóknarflokkinn. 25. september 2017 10:14
Fleiri trúnaðarmenn segja skilið við Framsókn Formaður Félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík, hefur ákveðið að segja sig úr flokknum. 25. september 2017 06:37
Til hvers að starfa með fólkinu sem vildi drepa mig? Nýtt afl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar áformar að bjóða fram lista í öllum kjördæmum landsins. Forsætisráðherrann fyrrverandi segir flokkseigendafélag Framsóknar hafa haft það meginmarkið að koma honum frá. 25. september 2017 06:00