Krufningu lokið í manndrápsmáli á Melunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. september 2017 14:09 Frá vettvangi á Hagamel á fimmtudagskvöldið. vísir Lík konunnar sem talið er að hafi verið myrt á heimili sínu við Hagamel í Vesturbæ Reykjavíkur síðastliðið fimmtudagskvöld var krufið í morgun. Bráðabirgðaniðurstöður varðandi dánarorsök ættu því að liggja fyrir síðar í þessari viku. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Einn maður er í gæsluvarðhaldi vegna málsins, grunaður um manndráp. Maðurinn var á föstudag úrskurðaður í vikulangt varðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna og sætir hann einangrun á meðan. Grímur segir að maðurinn hafi ekki verið yfirheyrður um helgina þar sem ekki hafi verið þörf á því. Þá hafi lögreglan verið að vinna í öðrum þáttum rannsóknarinnar. Að sögn Gríms er nú verið að undirbúa að halda áfram yfirheyrslum vegna málsins en ekki liggur fyrir hvort hinn grunaði verði yfirheyrður í dag eða á morgun. Þá þarf jafnframt að yfirheyra nokkur vitni. Komið hefur fram að maðurinn er hælisleitandi en samkvæmt heimildum fréttastofu er hann frá Jemen. Yfirheyrslur hafa farið fram á arabísku, sem er móðurmál mannsins, með aðstoð túlks. Konan, sem var frá Lettlandi, og maðurinn áttu í stuttu persónulegu sambandi. Maðurinn var gestkomandi á heimili konunnar á fimmtudagskvöldið en lögreglu barst útkall um líkamsárás á tíunda tímanum það kvöld. Konan var flutt alvarlega slösuð á Landspítalann þar sem hún var úrskurðuð látin. Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir Fjöldi morðmála yfir meðaltali síðustu ára Þremur einstaklingum hefur verið ráðinn bani hér á landi á þessu ári og er fjöldi mála yfir meðaltali síðustu ára að sögn afbrotafræðings. Maðurinn sem grunaður er um morðið á Hagamel á fimmtudagskvöld er hælisleitandi samkvæmt heimildum fréttastofu. 23. september 2017 19:00 Lét öllum illum látum þegar hann var handtekinn á Hagamel Lögregla mun krefjast gæsluvarðhalds yfir erlendum karlmanni á fertugsaldri sem grunaður er um aðild að líkamsárás sem leiddi til dauða konu á Hagamel í gærkvöldi. 22. september 2017 13:15 Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Maður sem grunaður er um að hafa orðið konu að bana í íbúð hennar við Hagamel í gærkvöldi var í dag úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. 22. september 2017 16:14 Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Bændur og loftslagsmál Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Sjá meira
Lík konunnar sem talið er að hafi verið myrt á heimili sínu við Hagamel í Vesturbæ Reykjavíkur síðastliðið fimmtudagskvöld var krufið í morgun. Bráðabirgðaniðurstöður varðandi dánarorsök ættu því að liggja fyrir síðar í þessari viku. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Einn maður er í gæsluvarðhaldi vegna málsins, grunaður um manndráp. Maðurinn var á föstudag úrskurðaður í vikulangt varðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna og sætir hann einangrun á meðan. Grímur segir að maðurinn hafi ekki verið yfirheyrður um helgina þar sem ekki hafi verið þörf á því. Þá hafi lögreglan verið að vinna í öðrum þáttum rannsóknarinnar. Að sögn Gríms er nú verið að undirbúa að halda áfram yfirheyrslum vegna málsins en ekki liggur fyrir hvort hinn grunaði verði yfirheyrður í dag eða á morgun. Þá þarf jafnframt að yfirheyra nokkur vitni. Komið hefur fram að maðurinn er hælisleitandi en samkvæmt heimildum fréttastofu er hann frá Jemen. Yfirheyrslur hafa farið fram á arabísku, sem er móðurmál mannsins, með aðstoð túlks. Konan, sem var frá Lettlandi, og maðurinn áttu í stuttu persónulegu sambandi. Maðurinn var gestkomandi á heimili konunnar á fimmtudagskvöldið en lögreglu barst útkall um líkamsárás á tíunda tímanum það kvöld. Konan var flutt alvarlega slösuð á Landspítalann þar sem hún var úrskurðuð látin.
Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir Fjöldi morðmála yfir meðaltali síðustu ára Þremur einstaklingum hefur verið ráðinn bani hér á landi á þessu ári og er fjöldi mála yfir meðaltali síðustu ára að sögn afbrotafræðings. Maðurinn sem grunaður er um morðið á Hagamel á fimmtudagskvöld er hælisleitandi samkvæmt heimildum fréttastofu. 23. september 2017 19:00 Lét öllum illum látum þegar hann var handtekinn á Hagamel Lögregla mun krefjast gæsluvarðhalds yfir erlendum karlmanni á fertugsaldri sem grunaður er um aðild að líkamsárás sem leiddi til dauða konu á Hagamel í gærkvöldi. 22. september 2017 13:15 Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Maður sem grunaður er um að hafa orðið konu að bana í íbúð hennar við Hagamel í gærkvöldi var í dag úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. 22. september 2017 16:14 Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Bændur og loftslagsmál Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Sjá meira
Fjöldi morðmála yfir meðaltali síðustu ára Þremur einstaklingum hefur verið ráðinn bani hér á landi á þessu ári og er fjöldi mála yfir meðaltali síðustu ára að sögn afbrotafræðings. Maðurinn sem grunaður er um morðið á Hagamel á fimmtudagskvöld er hælisleitandi samkvæmt heimildum fréttastofu. 23. september 2017 19:00
Lét öllum illum látum þegar hann var handtekinn á Hagamel Lögregla mun krefjast gæsluvarðhalds yfir erlendum karlmanni á fertugsaldri sem grunaður er um aðild að líkamsárás sem leiddi til dauða konu á Hagamel í gærkvöldi. 22. september 2017 13:15
Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Maður sem grunaður er um að hafa orðið konu að bana í íbúð hennar við Hagamel í gærkvöldi var í dag úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. 22. september 2017 16:14