Búa í garðinum hjá velviljuðu fólki Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 25. september 2017 20:00 Í ágúst sögðum við frá Kjartani Theódórssyni sem bjó á tjaldsvæðinu í Hafnarfirði en hann hefur ekki ráð á leiguhúsnæði. Hann hafði áhyggjur af því hvert hann færi þegar tjaldsvæðinu yrði lokað en velviljað fólk í Hafnarfirði leyfði honum og konunni hans að tjalda í garðinum sínum. Það er orðið frekar napurt úti en inni í tjaldinu er hlýtt. Hjónin hafa hitablásara í tjaldinu og sjónvarp en þau fá aðgang að rafmagni og salernisaðstöðu hjá húseigendum. „Eins og staðan er í dag þá lítur allt út fyrir að við verðum hér í vetur. Það hefur ekkert gerst í mínum málum og maður hefur reynt að fá einhverja aðstoð en það hefur ekkert breyst," segir Kjartan. Kjartan fór á götuna eftir að hann fékk hjartaáfall fyrir nokkrum mánuðum og missti tekjurnar. „Ég hef farið til læknis og hann hefur séð að heilsunni hefur hrakað. Þetta hefur tekið toll af mér - ég hef verið mjög veikur síðustu tíu daga en það er erfitt að hugsa vel um sig þegar maður er í tjaldi.“ Eina lausnin sem þeim hjónum er bent á er Gistiskýlið og Konukot. Kjartan segir það ekki lausn fyrir fjölskyldufólk en þau vilja búa barni sínu heimili. „Við eigum eina 10 ára stelpu, sem er stjúpdóttir mín og ég hef alið upp frá þriggja ára aldri. Hún er nú hjá föður sínum sem tók hana að sér. Meðal annars til að hjálpa okkur í þessari stöðu, að þurfa ekki að vera með barnið með okkur hér í tjaldi.“ Kjartan segist vera í baráttuham og fer fyrir hópi fólks sem ætlar að stofna nýjan stjórnmálaflokk. Hann segir að fundað verði á næstu dögum og fólk sé reitt. „Við erum aðallega að einbeita okkur að fólkinu sem blæðir í þessu landi, það eru öryrkjar, ellilífeyrisþegar, fólk með langveik börn og fólk á götunni. Fólk með vímuefna- og áfengisvanda. Þetta er fólk sem mér finnst stjórnvöld ekki vera að skipta sér af, sem mér finnst skipta máli svo landið okkar geti verið gott með hamingjusömu fólki," segir Kjartan. Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Ofsótt af ellihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Sjá meira
Í ágúst sögðum við frá Kjartani Theódórssyni sem bjó á tjaldsvæðinu í Hafnarfirði en hann hefur ekki ráð á leiguhúsnæði. Hann hafði áhyggjur af því hvert hann færi þegar tjaldsvæðinu yrði lokað en velviljað fólk í Hafnarfirði leyfði honum og konunni hans að tjalda í garðinum sínum. Það er orðið frekar napurt úti en inni í tjaldinu er hlýtt. Hjónin hafa hitablásara í tjaldinu og sjónvarp en þau fá aðgang að rafmagni og salernisaðstöðu hjá húseigendum. „Eins og staðan er í dag þá lítur allt út fyrir að við verðum hér í vetur. Það hefur ekkert gerst í mínum málum og maður hefur reynt að fá einhverja aðstoð en það hefur ekkert breyst," segir Kjartan. Kjartan fór á götuna eftir að hann fékk hjartaáfall fyrir nokkrum mánuðum og missti tekjurnar. „Ég hef farið til læknis og hann hefur séð að heilsunni hefur hrakað. Þetta hefur tekið toll af mér - ég hef verið mjög veikur síðustu tíu daga en það er erfitt að hugsa vel um sig þegar maður er í tjaldi.“ Eina lausnin sem þeim hjónum er bent á er Gistiskýlið og Konukot. Kjartan segir það ekki lausn fyrir fjölskyldufólk en þau vilja búa barni sínu heimili. „Við eigum eina 10 ára stelpu, sem er stjúpdóttir mín og ég hef alið upp frá þriggja ára aldri. Hún er nú hjá föður sínum sem tók hana að sér. Meðal annars til að hjálpa okkur í þessari stöðu, að þurfa ekki að vera með barnið með okkur hér í tjaldi.“ Kjartan segist vera í baráttuham og fer fyrir hópi fólks sem ætlar að stofna nýjan stjórnmálaflokk. Hann segir að fundað verði á næstu dögum og fólk sé reitt. „Við erum aðallega að einbeita okkur að fólkinu sem blæðir í þessu landi, það eru öryrkjar, ellilífeyrisþegar, fólk með langveik börn og fólk á götunni. Fólk með vímuefna- og áfengisvanda. Þetta er fólk sem mér finnst stjórnvöld ekki vera að skipta sér af, sem mér finnst skipta máli svo landið okkar geti verið gott með hamingjusömu fólki," segir Kjartan.
Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Ofsótt af ellihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Sjá meira