Akraborgin: Gummi Torfa skoraði bara 18 mörk Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 26. september 2017 22:00 Markahrókarnir Pétur Pétursson og Guðmundur Torfason voru í spjalli hjá Hirti Hjartarsyni í Akraborginni í dag og ræddu umrædda 19 marka metið. Pétur var fyrstur allra til þess að komast í 19 mörk. Það gerði hann í 17 leikjum árið 1978. „Það var varla talað um að það væri eitthvað met á þessum tíma. Það var bara eftir síðasta leikinn að menn fóru að tala um að það væri komið eitthvað met,“ sagði Pétur. „Afrekið sem Pétur gerir á sínum tíma er svo merkilegt því hann er svo ungur, hann er bara 17 ára kvikindi,“ sagði Guðmundur. En afhverju spilaði Pétur bara 17 leiki á tímabilinu þegar hann sló metið? „Ég var alltaf í agabanni, var í agabanni í þrjú ár meira eða minna,“ sagði Pétur og hló. Guðmundur jafnaði met Péturs árið 1986, en hann spilaði ekki síðasta deildarleik tímabilsins. „Ég var í breyttu hlutverki, í leiknum þeim. Ásgeir heitinn Elíasson kemur til mín fyrir fundinn fyrir leikinn [Fram - KR á Laugardalsvelli í lokaleik umferðarinnar] og spyr: Hvort viltu verða Íslandsmeistari eða slá markametið? Og ég sagði náttúrulega bara bæði.“ „Það er mögulega ekki hægt, sagði hann, því þú átt að vera á miðjunni og þú átt að dekka Gunna Gísla, hann er svo sterkur skallamaður,“ sagði Guðmundur og rifjar upp lokasprettinn á tímabilinu 1986. Hann var ekki vítaskytta Framara þetta tímabilið, og fullyrðir að hann hefði skorað yfir 20 mörk hefði það verið hlutverk hans. Pétur sagði hins vegar að hann hafi ekki einu sinni náð 19 mörkum, því eitt marka hans hafi verið sjálfsmark. Mikil pressa hefur verið á Andra Rúnari Bjarnasyni, framherja Grindavíkur, hvort hann felli metið. Andri Rúnar er kominn með 18 mörk þegar einn umferð er eftir af Pepsi deild karla. En hvort Andri nær metinu eða ekki, þá mun það ekki lifa að eilífu. „Markamet mun alltaf falla á endanum,“ sagði Guðmundur. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Teigurinn: Andri Rúnar er leikmaður ársins Strákarnir í Teignum veltu því fyrir sér hver væri búinn að vera besti leikmaður Pepsi-deildarinnar í sumar. 22. september 2017 22:30 Tveimur mörkum frá ódauðleika: Andri Rúnar fær góðar kveðjur frá 19 marka klúbbnum Andri Rúnar Bjarnason, framherji Grindavíkur í Pepsi-deild karla í fótbolta, hefur 180 mínútur til að bæta eftirsóttasta met íslenska boltans: Flest mörk á einni leiktíð. 23. september 2017 07:00 Andri Rúnar: Hvaða met ertu að tala um? „Ég er mjög ánægður með þetta. Við spiluðum mjög vel í dag og við áttum þetta skilið,“ sagði Andri Rúnar Bjarnason leikmaður Grindvíkinga þegar Vísir ræddi við hann eftir leikinn gegn Blikum í dag. 17. september 2017 18:33 Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira
Markahrókarnir Pétur Pétursson og Guðmundur Torfason voru í spjalli hjá Hirti Hjartarsyni í Akraborginni í dag og ræddu umrædda 19 marka metið. Pétur var fyrstur allra til þess að komast í 19 mörk. Það gerði hann í 17 leikjum árið 1978. „Það var varla talað um að það væri eitthvað met á þessum tíma. Það var bara eftir síðasta leikinn að menn fóru að tala um að það væri komið eitthvað met,“ sagði Pétur. „Afrekið sem Pétur gerir á sínum tíma er svo merkilegt því hann er svo ungur, hann er bara 17 ára kvikindi,“ sagði Guðmundur. En afhverju spilaði Pétur bara 17 leiki á tímabilinu þegar hann sló metið? „Ég var alltaf í agabanni, var í agabanni í þrjú ár meira eða minna,“ sagði Pétur og hló. Guðmundur jafnaði met Péturs árið 1986, en hann spilaði ekki síðasta deildarleik tímabilsins. „Ég var í breyttu hlutverki, í leiknum þeim. Ásgeir heitinn Elíasson kemur til mín fyrir fundinn fyrir leikinn [Fram - KR á Laugardalsvelli í lokaleik umferðarinnar] og spyr: Hvort viltu verða Íslandsmeistari eða slá markametið? Og ég sagði náttúrulega bara bæði.“ „Það er mögulega ekki hægt, sagði hann, því þú átt að vera á miðjunni og þú átt að dekka Gunna Gísla, hann er svo sterkur skallamaður,“ sagði Guðmundur og rifjar upp lokasprettinn á tímabilinu 1986. Hann var ekki vítaskytta Framara þetta tímabilið, og fullyrðir að hann hefði skorað yfir 20 mörk hefði það verið hlutverk hans. Pétur sagði hins vegar að hann hafi ekki einu sinni náð 19 mörkum, því eitt marka hans hafi verið sjálfsmark. Mikil pressa hefur verið á Andra Rúnari Bjarnasyni, framherja Grindavíkur, hvort hann felli metið. Andri Rúnar er kominn með 18 mörk þegar einn umferð er eftir af Pepsi deild karla. En hvort Andri nær metinu eða ekki, þá mun það ekki lifa að eilífu. „Markamet mun alltaf falla á endanum,“ sagði Guðmundur.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Teigurinn: Andri Rúnar er leikmaður ársins Strákarnir í Teignum veltu því fyrir sér hver væri búinn að vera besti leikmaður Pepsi-deildarinnar í sumar. 22. september 2017 22:30 Tveimur mörkum frá ódauðleika: Andri Rúnar fær góðar kveðjur frá 19 marka klúbbnum Andri Rúnar Bjarnason, framherji Grindavíkur í Pepsi-deild karla í fótbolta, hefur 180 mínútur til að bæta eftirsóttasta met íslenska boltans: Flest mörk á einni leiktíð. 23. september 2017 07:00 Andri Rúnar: Hvaða met ertu að tala um? „Ég er mjög ánægður með þetta. Við spiluðum mjög vel í dag og við áttum þetta skilið,“ sagði Andri Rúnar Bjarnason leikmaður Grindvíkinga þegar Vísir ræddi við hann eftir leikinn gegn Blikum í dag. 17. september 2017 18:33 Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira
Teigurinn: Andri Rúnar er leikmaður ársins Strákarnir í Teignum veltu því fyrir sér hver væri búinn að vera besti leikmaður Pepsi-deildarinnar í sumar. 22. september 2017 22:30
Tveimur mörkum frá ódauðleika: Andri Rúnar fær góðar kveðjur frá 19 marka klúbbnum Andri Rúnar Bjarnason, framherji Grindavíkur í Pepsi-deild karla í fótbolta, hefur 180 mínútur til að bæta eftirsóttasta met íslenska boltans: Flest mörk á einni leiktíð. 23. september 2017 07:00
Andri Rúnar: Hvaða met ertu að tala um? „Ég er mjög ánægður með þetta. Við spiluðum mjög vel í dag og við áttum þetta skilið,“ sagði Andri Rúnar Bjarnason leikmaður Grindvíkinga þegar Vísir ræddi við hann eftir leikinn gegn Blikum í dag. 17. september 2017 18:33