Uppsafnaður úrgangur frá laxeldi fækkar botndýrum Sveinn Arnarsson skrifar 27. september 2017 06:00 Gífurleg uppbygging hefur orðið á sunnanverðum Vestfjörðum vegna laxeldis. vísir/egill aðalsteinsson Botndýralíf í Patreksfirði hefur tekið miklum breytingum vegna uppsafnaðs lífræns úrgangs frá laxeldi við Hlaðseyri. Sýnatökur síðastliðinn vetur benda til mikillar uppsöfnunar lífræns úrgangs sem berst síðan með straumum inn fjörðinn. Brennisteinsfnykur var af þeim setlögum sem rannsökuð voru. Um 3.500 tonn voru í kvíunum þegar mest var. Arnarlax ætlar að færa kvíarnar annað. Arnarlax óskaði eftir botnsýnatöku við Hlaðseyri í Patreksfirði á síðasta ári og vann Náttúrustofa Vestfjarða rannsóknina. Fyrirtækið var að reyna að fá alþjóðlega ASC-vottun sem er vottun fyrir ábyrgt og sjálfbært fiskeldi í sjó. Fyrirtækið stóðst ekki kröfur staðalsins. Svæðið sem kannað var samanstóð af tíu kvíum, samtals rúmum fimm hundruð metrum í þvermál. Í niðurstöðum sýnatökunnar segir að dreifing lífræns úrgangs hafi ekki verið jöfn umhverfis kvíarnar og að brennisteinslykt hafi verið af setlögum sem tekin voru upp úr sjó. Brennisteinslykt gefur til kynna uppsöfnun lífræns úrgangs við kvíarnar og umhverfis þær. Einnig kemur fram að straumur virtist flytja lífrænan úrgang inn fjörðinn í stað þess að ýta honum út fjörðinn. Ef áfram heldur sem horfir mun lífrænn úrgangur safnast saman innar í Patreksfirði og valda frekari mengun þar. Einnig kom fram mikil einsleitni í botndýraflóru við sumar kvíar og innst í firðinum. „Þegar botndýrasamfélög í þessari athugun eru borin saman við þau sem fundust við athuganir sem gerðar voru áður en fiskeldi byrjaði sést að margar tegundir finnast ekki lengur á fiskeldissvæðinu,“ segir í skýrslunni. „Þetta staðfestir niðurstöður hvíldarsýnatöku sem bentu til að svæðið hefði ekki fengið nógan tíma til að jafna sig eftir síðasta eldistímabil.“ Kristian Matthíasson, forstjóri Arnarlax, segir það á hreinu að Arnarlax muni ekki setja út fisk aftur á þessum stað. Kvíarnar verði færðar. „Við erum búin að slátra úr kvíunum og munum svo setja kvíarnar annað. Þessi staðsetning uppfyllir ekki þau skilyrði sem við setjum umhverfinu okkar,“ segir Kristian. Fiskeldi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Sjá meira
Botndýralíf í Patreksfirði hefur tekið miklum breytingum vegna uppsafnaðs lífræns úrgangs frá laxeldi við Hlaðseyri. Sýnatökur síðastliðinn vetur benda til mikillar uppsöfnunar lífræns úrgangs sem berst síðan með straumum inn fjörðinn. Brennisteinsfnykur var af þeim setlögum sem rannsökuð voru. Um 3.500 tonn voru í kvíunum þegar mest var. Arnarlax ætlar að færa kvíarnar annað. Arnarlax óskaði eftir botnsýnatöku við Hlaðseyri í Patreksfirði á síðasta ári og vann Náttúrustofa Vestfjarða rannsóknina. Fyrirtækið var að reyna að fá alþjóðlega ASC-vottun sem er vottun fyrir ábyrgt og sjálfbært fiskeldi í sjó. Fyrirtækið stóðst ekki kröfur staðalsins. Svæðið sem kannað var samanstóð af tíu kvíum, samtals rúmum fimm hundruð metrum í þvermál. Í niðurstöðum sýnatökunnar segir að dreifing lífræns úrgangs hafi ekki verið jöfn umhverfis kvíarnar og að brennisteinslykt hafi verið af setlögum sem tekin voru upp úr sjó. Brennisteinslykt gefur til kynna uppsöfnun lífræns úrgangs við kvíarnar og umhverfis þær. Einnig kemur fram að straumur virtist flytja lífrænan úrgang inn fjörðinn í stað þess að ýta honum út fjörðinn. Ef áfram heldur sem horfir mun lífrænn úrgangur safnast saman innar í Patreksfirði og valda frekari mengun þar. Einnig kom fram mikil einsleitni í botndýraflóru við sumar kvíar og innst í firðinum. „Þegar botndýrasamfélög í þessari athugun eru borin saman við þau sem fundust við athuganir sem gerðar voru áður en fiskeldi byrjaði sést að margar tegundir finnast ekki lengur á fiskeldissvæðinu,“ segir í skýrslunni. „Þetta staðfestir niðurstöður hvíldarsýnatöku sem bentu til að svæðið hefði ekki fengið nógan tíma til að jafna sig eftir síðasta eldistímabil.“ Kristian Matthíasson, forstjóri Arnarlax, segir það á hreinu að Arnarlax muni ekki setja út fisk aftur á þessum stað. Kvíarnar verði færðar. „Við erum búin að slátra úr kvíunum og munum svo setja kvíarnar annað. Þessi staðsetning uppfyllir ekki þau skilyrði sem við setjum umhverfinu okkar,“ segir Kristian.
Fiskeldi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Sjá meira